Bláskelin verður afhent á morgun við formlega athöfn. Bláskelin er viðurkenning sem er veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra mun afhenda verðlaunin.
Afhendingin á sér semsagt stað fimmtudaginn 16. September klukkan 17:00 í Auðarsal í Veröld, húsi Vigdísar. Viðburðinum verður einnig streymt hér. Fundarstjóri verður Sævar Helgi Bragason.
Dagskrá viðburðarins er eftirfarandi
- Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, formaður Plastlauss september setur málþingið
- Ávarp dómnefndar Bláskeljarinnar
- Guðmundur Ingi Guðbrandsson afhendir Bláskelina
- Handhafi viðurkenningar flytur stutta tölu og myndband um vinningshafann verður frumflutt
- „Gefum lífríki sjávar séns í baráttunni gegn loftslagsbreytingum – burt með plastið“ – Ragnhildur Friðriksdóttir, verkefnastjóri Matís flytur erindi
- „Plast og hamfarahlýnun“ – Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar flytur erindi
- Umræður
Öllum er velkomið að koma á viðburðinn eða fylgjast með í streymi.
Sautján aðilar voru tilnefndir til Bláskeljarinnar í ár. Fjórir aðilar hafa verið valdir í úrslitahóp, en það eru Te & Kaffi, Bambahús, Pure north Recycling, og HempPack sem við höfum fjallað nánar um í vikunni.