Saman gegn sóun

Stefnan Saman gegn sóun leggur áherslu á nægjusemi, betri nýtni og minni sóun ásamt því að auka fræðslu til að koma í veg fyrir myndun úrgangs.

Spjaraþon

Spjaraþon er tveggja daga hugmyndasmiðja eða hakkaþon, þar sem þátttakendur læra um vanda tengdan textíl, og þróa og skapa í framhaldinu lausnir sem sporna gegn textílsóun.

Bláskelin

Bláskelin er viðurkenning sem er veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu.

Fiskur úr plasti

Plast

Á Íslandi er magn umbúðaúrgangs úr plasti um 47 kg á hvern íbúa eða alls 16.500 tonn á ári.

Fatahrúga

Textíll

Með því að lengja notkunartímann á fötunum þínum geturðu dregið verulega úr umhverfisáhrifum.

Textíllab: Hugmynd sem kviknaði á Spjaraþoni

Textíllab: Hugmynd sem kviknaði á Spjaraþoni

Textíllab, tilraunastofa fyrir frumgerðir og nærsköpun, var hugmynd sem hlaut um síðustu helgi annað sæti í hugmyndasamkeppninni Spjaraþon. Krafan um að lágmarka umhverfisáhrif textílframleiðslu er sífellt sterkari á sama tíma og áhugi að vinna textíl úr nýjum og...

Spjarasafnið sigurvegari Spjaraþonsins!

Spjarasafnið sigurvegari Spjaraþonsins!

Að lokinni tveggja daga hugmyndavinnu stóð hugmyndin Spjarasafn uppi sem sigurvegari. Af sóttvarnarástæðum fór viðburðurinn alfarið fram rafrænt. Spjarasafnið er einskonar Airbnb fyrir fatnað og gerir notendum kleift að leigja út og fá lánaðar flíkur til skamms tíma...

Spjaraþon – hugmyndasmiðja um vandamál textíliðnaðarins

Spjaraþon – hugmyndasmiðja um vandamál textíliðnaðarins

Dagana 28. og 29. ágúst heldur Umhverfisstofnun Spjaraþon, hugmyndasmiðju þar sem þátttakendur vinna í teymum að skapandi lausnum sem miða að því að draga úr umhverfisáhrifum textíls. Í Spjaraþoninu er farið yfir helstu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í...

Um verkefnið

Saman gegn sóun er almenn stefna umhverfis- og auðlindaráðherra um úrgangsforvarnir sem gildir frá árinu 2016 til 2027.

Í samræmi við hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins er sett í forgang að draga úr myndun úrgangs og stuðla þannig að minni eftirspurn eftir náttúruauðlindum. Í stefnunni er lögð áhersla á nægjusemi, betri nýtni og minni sóun ásamt því að auka fræðslu til að koma í veg fyrir myndun úrgangs.

Markmið stefnunnar Saman gegn sóun eru:

 • að draga úr myndun úrgangs
 • að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
 • að bæta nýtingu auðlinda, m.a. með áherslu á græna nýsköpun
 • að draga úr hráefnisnotkun samhliða minni umhverfisáhrifum
 • að minnka dreifingu á efnum sem eru skaðleg heilsu og umhverfi

Í stefnunni eru níu áhersluflokkar í brennidepli. Þessum flokkum er skipt í tvennt; annars vegar sex flokka sem hver um sig verður í forgangi í tvö ár í senn og hins vegar þrjá flokka sem hentar betur að vinna með til lengri tíma.

Þeir sex flokkar sem verða í forgangi í tvö ár í senn eru matvæli, plast, textíll, raftæki,, grænar byggingar og pappír. Þessir flokkar voru valdir því þeir höfða sérstaklega til almennings, félagasamtaka, sveitarfélaga og fyrirtækja.

Tímalína

Flokkarnir þrír sem unnið verður með á öllum gildistíma stefnunnar eru aukaafurðir frá vinnslu kjöts og fisks, drykkjarvöruumbúðir og stóriðja. Hér er um að ræða flokka sem tengjast sérhæfðri starfsemi þar sem tiltölulega fá fyrirtæki koma við sögu og verður frumkvæðið að meginstefnu hjá stjórnvöldum.

Það sem þarf að gera samkvæmt stefnunni Saman gegn sóun er meðal annars eftirfarandi:

 • Auka sjálfbæra neyslu og stuðla að því að lífshættir haldist í hendur við aðferðir sem auka nýtni svo sem betri nýting hluta svo þeir verði ekki að úrgangi
 • Draga úr notkun einnota umbúða
 • Stuðla að hönnun vöru með efnum sem ekki eru skaðleg heilsu og umhverfi
 • Auka græna nýsköpun
 • Draga enn frekar úr förgun úrgangs
 • Líta á úrgang sem auðlind sem ber að nýta

Stefnan er sett með vísan í 2. mgr. 5. gr. laga nr.55/2003 um meðhöndlun úrgangs. 

Hér má sjá stefnuna í heild sinni.