Saman gegn sóun

Stefnan Saman gegn sóun leggur áherslu á nægjusemi, betri nýtni og minni sóun ásamt því að auka fræðslu til að koma í veg fyrir myndun úrgangs.

Matarsóun

Sjö af hverjum tíu reyna að lágmarka matarsóun. Það er ekki að undra þar sem matarsóun er léleg nýting á peningum og hefur í för með sér óþarfa neikvæð áhrif á umhverfið.

Plast

Átta af hverjum tíu hafa minnkað plastnotkun til að draga úr umhverfisáhrifum. Plast er mjög nytsamlegt en of mikið magn og of stuttur líftími er ekki af hinu góða.

Textíll

Föt veita okkur þægindi og skjól og við tjáum okkur með fötunum sem við veljum. En framleiðsla textíls hefur í för með sér neikvæð áhrif á umhverfi og samfélag og því mikilvægt að umgangast textíl á ábyrgari hátt.

Bestu gjafirnar eru alltaf á 100% afslætti

Bestu gjafirnar eru alltaf á 100% afslætti

Hvað veitir okkur raunverulega ánægju um jólin? Ofneysla er dýrkeypt fyrir umhverfið og henni fylgir stress og álag. Við eyðum miklum tíma í að vinna okkur inn laun fyrir neyslunni, og við eyðum tíma í neysluna sjálfa. Væri honum kannski betur varið í eitthvað sem...

Fataskiptimarkaður á öllum vinnustöðum í Nýtniviku!

Fataskiptimarkaður á öllum vinnustöðum í Nýtniviku!

Dagana 19.-27. nóvember næstkomandi stendur evrópsk Nýtnivika yfir en markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs. Þema ársins er sjálfbærni og hringrás textíls undir slagorðinu Sóun er ekki...

Allt í plasti! – Upptaka af fyrirlestri nú aðgengileg

Allt í plasti! – Upptaka af fyrirlestri nú aðgengileg

Við þökkum öllum þeim sem voru með okkur á fyrirlestrinum þann 13. október síðastliðinn. Upptöku má finna hér að neðan en hún er einnig aðgengileg á Youtube, sjá hér. Efni fyrirlestrarins byggir á leiðbeiningum okkar um plast í atvinnulífinu sem finna má undir...