Saman gegn sóun

Stefnan Saman gegn sóun leggur áherslu á nægjusemi, betri nýtni og minni sóun ásamt því að auka fræðslu til að koma í veg fyrir myndun úrgangs.

Matarsóun

Sjö af hverjum tíu reyna að lágmarka matarsóun. Það er ekki að undra þar sem matarsóun er léleg nýting á peningum og hefur í för með sér óþarfa neikvæð áhrif á umhverfið.

Plast

Átta af hverjum tíu hafa minnkað plastnotkun til að draga úr umhverfisáhrifum. Plast er mjög nytsamlegt en of mikið magn og of stuttur líftími er ekki af hinu góða.

Textíll

Föt veita okkur þægindi og skjól og við tjáum okkur með fötunum sem við veljum. En framleiðsla textíls hefur í för með sér neikvæð áhrif á umhverfi og samfélg og því mikilvægt að umgangast textíl á ábyrgari hátt. 

Nýtt ár – nýtt upphaf

Nýtt ár – nýtt upphaf

Saman gegn sóun er almenn stefna umhverfis- og auðlindaráðherra um úrgangsforvarnir sem gildir frá árinu 2016 til 2027. Á tveggja ára fresti er skipt um áhersluflokk og nú er komið að raftækjum. Í stefnunni eru níu áhersluflokkar í brennidepli. Þessum flokkum er skipt...

Áramótaheit með manneskjuna og plánetuna í forgrunni

Áramótaheit með manneskjuna og plánetuna í forgrunni

Flestöll höfum við einhverntíma sett okkur áramótheit. Áramótin gefa okkur tækifæri til þess að horfa bæði tilbaka og fram á veginn. Margir komast þá að því að þeir myndu vilja vera heilbrigðari, hraustari og tileinka sér betri vana. Mikið af okkar óheilbrigðu vönum...

Gleðileg jól með grænum sveinum og sveinkum

Gleðileg jól með grænum sveinum og sveinkum

Í anda hugsunarháttar gegn sóun, arka jólasveinarnir og sveinkurnar grænum skrefum til byggða annað árið í röð. Við hjá Umhverfisstofnun fögnum þessu og þeim breyttu og umhverfisvænu tímum sem þau boða! Um leið og við óskum...