Saman gegn sóun

Stefnan Saman gegn sóun leggur áherslu á nægjusemi, betri nýtni og minni sóun ásamt því að auka fræðslu til að koma í veg fyrir myndun úrgangs.

Stuðlum að hringrásarhagkerfi

Höldum auðlindum í hagkerfinu með því að deila, gera við, endurnota, endurframleiða og endurvinna. Með þessu drögum við úr auðlindanýtingu og úrgangsmyndun – jörðinni og okkur til heilla!

Matarsóun

Sjö af hverjum tíu reyna að lágmarka matarsóun. Það er ekki að undra þar sem matarsóun er léleg nýting á peningum og hefur í för með sér óþarfa neikvæð áhrif á umhverfið.

Plast

Átta af hverjum tíu hafa minnkað plastnotkun til að draga úr umhverfisáhrifum. Plast er mjög nytsamlegt en of mikið magn og of stuttur líftími er ekki af hinu góða.

Textíll

Föt veita okkur þægindi og skjól og við tjáum okkur með fötunum sem við veljum. En framleiðsla textíls hefur í för með sér neikvæð áhrif á umhverfi og samfélag og því mikilvægt að umgangast textíl á ábyrgari hátt.

Örplast út um allt – hvað getum við gert?

Örplast út um allt – hvað getum við gert?

Undanfarin ár hafa fregnir af örplasti verið áberandi og rannsóknir sýna að fáir ef einhverjir staðir á jörðinni virðast lausir við þessar örsmáu plastagnir. Í fyrra fundu íslenskir vísindamenn t.a.m. örplast í Vatnajökli og plast fannst í blóði manna í fyrsta skipti...

Óskum eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar

Óskum eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar

Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar 2022. Viðurkenningin verður veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu.  Viðurkenningin er hluti af...

Málþing um umhverfisvænni mötuneyti

Málþing um umhverfisvænni mötuneyti

Á dögunum hélt Umhverfisstofnun málþing fyrir mötuneyti um hvernig mætti sporna gegn matarsóun og minnka óþarfa umbúðanotkun. Tilefni málþingsins voru nýútgefnar leiðbeiningar okkar um umbúðanotkun og minni matarsóun í mötuneytum, þær má finna undir á heimasíðu Saman...