Saman gegn sóun

Stefnan Saman gegn sóun leggur áherslu á nægjusemi, betri nýtni og minni sóun ásamt því að auka fræðslu til að koma í veg fyrir myndun úrgangs.

Matarsóun

Sjö af hverjum tíu reyna að lágmarka matarsóun. Það er ekki að undra þar sem matarsóun er léleg nýting á peningum og hefur í för með sér óþarfa neikvæð áhrif á umhverfið.

Plast

Átta af hverjum tíu hafa minnkað plastnotkun til að draga úr umhverfisáhrifum. Plast er mjög nytsamlegt en of mikið magn og of stuttur líftími er ekki af hinu góða.

Textíll

Föt veita okkur þægindi og skjól og við tjáum okkur með fötunum sem við veljum. En framleiðsla textíls hefur í för með sér neikvæð áhrif á umhverfi og samfélg og því mikilvægt að umgangast textíl á ábyrgari hátt. 

Slökum á og leyfum tilboðunum að fljóta hjá

Slökum á og leyfum tilboðunum að fljóta hjá

Mikil ofneysla fylgir tilboðsdögum á við Dag einhleypra, Svarts föstudags og Rafræns mánudags. 100% afsláttur ef maður kaupir ekkert Það sem getur gleymst þegar maður heyrir auglýsingar um hátt í 70-80% afslátt af vörum, er að maður græðir ekki neitt á því að kaupa...

Umhverfisvænni jólagjafir á tilboðsdögum

Umhverfisvænni jólagjafir á tilboðsdögum

Nú þegar svartur föstudagur nálgast flæðir allt í auglýsingum um vörur á tilboði. Margir nýta sér þessa tilboðsdaga til þess að kaupa jólagjafir á lækkuðu verði. Það getur verið sniðugt fyrir bæði budduna og plánetuna ef við höfum nokkur atriði að leiðarljósi. Í...

Gleðilegan Hringrásar mánudag!

Gleðilegan Hringrásar mánudag!

Í dag, 22. Nóvember er Hringrásar mánudagur (e. Circular Monday). Dagurinn er mótvægi við ofneyslu vegna Svarts föstudags. Í staðinn fyrir að kaupa nýja hluti á tilboðsdögunum hvetjum við ykkur því til að taka þátt í...