Fréttir
Nýtum plastpokabannið til að hugsa allan hringinn
1. Janúar 2021 tóku í gildi lög sem gera það óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hægt er að bregðast við banninu með því að skipta úr einnota plastpokum yfir í einnota burðarpoka. En svo er líka hægt að nýta bannið til þess að byrja að hugsa í...
Alþjóðleg ráðstefna um plast í Norðurhöfum
Alþjóðlega ráðstefnan um plast í Norðurhöfum og kaldtempruðum svæðum sem upphaflega átti að fara fram í apríl hér á landi, hefur verið færð á netið sökum aðstæðna. Ráðstefnan fer nú fram á netinu, 2.-4. mars og 8.-9. mars 2021. Slóð verður send á alla skráða...
Hvað hefur Covid-19 kennt okkur um umhverfismál?
Við getum öll verið sammála um að líf okkar hefur umturnast á einn eða annan hátt á þeim tæplega níu mánuðum sem kórónuveirufaraldurinn hefur staðið yfir. Í janúar 2020 höfðu mörg okkar aldrei setið fjarfund og nú eru þeir daglegt brauð flestra. Við höfum sleppt...
Um verkefnið
Saman gegn sóun er almenn stefna umhverfis- og auðlindaráðherra um úrgangsforvarnir sem gildir frá árinu 2016 til 2027.
Umhverfisstofnun fer með umsjón með Saman gegn sóun.
Í samræmi við hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins er sett í forgang að draga úr myndun úrgangs og stuðla þannig að minni eftirspurn eftir náttúruauðlindum. Í stefnunni er lögð áhersla á nægjusemi, betri nýtni og minni sóun ásamt því að auka fræðslu til að koma í veg fyrir myndun úrgangs.
Markmið stefnunnar Saman gegn sóun eru:
- að draga úr myndun úrgangs
- að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
- að bæta nýtingu auðlinda, m.a. með áherslu á græna nýsköpun
- að draga úr hráefnisnotkun samhliða minni umhverfisáhrifum
- að minnka dreifingu á efnum sem eru skaðleg heilsu og umhverfi
Í stefnunni eru níu áhersluflokkar í brennidepli. Þessum flokkum er skipt í tvennt; annars vegar sex flokka sem hver um sig verður í forgangi í tvö ár í senn og hins vegar þrjá flokka sem hentar betur að vinna með til lengri tíma.
Þeir sex flokkar sem verða í forgangi í tvö ár í senn eru matvæli, plast, textíll, raftæki,, grænar byggingar og pappír. Þessir flokkar voru valdir því þeir höfða sérstaklega til almennings, félagasamtaka, sveitarfélaga og fyrirtækja.

Flokkarnir þrír sem unnið verður með á öllum gildistíma stefnunnar eru aukaafurðir frá vinnslu kjöts og fisks, drykkjarvöruumbúðir og stóriðja. Hér er um að ræða flokka sem tengjast sérhæfðri starfsemi þar sem tiltölulega fá fyrirtæki koma við sögu og verður frumkvæðið að meginstefnu hjá stjórnvöldum.
Það sem þarf að gera samkvæmt stefnunni Saman gegn sóun er meðal annars eftirfarandi:
- Auka sjálfbæra neyslu og stuðla að því að lífshættir haldist í hendur við aðferðir sem auka nýtni svo sem betri nýting hluta svo þeir verði ekki að úrgangi
- Draga úr notkun einnota umbúða
- Stuðla að hönnun vöru með efnum sem ekki eru skaðleg heilsu og umhverfi
- Auka græna nýsköpun
- Draga enn frekar úr förgun úrgangs
- Líta á úrgang sem auðlind sem ber að nýta
Stefnan er sett með vísan í 2. mgr. 5. gr. laga nr.55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Hér má sjá stefnuna í heild sinni.