Raftæki

Verum partur af lausninni og ekki vandanum. Kaupum minna, kaupum notað, notum lengur, gerum við og endurvinnum meira!

Árin 2022-2023 verða raftæki sett í brennidepil í verkefninu Saman gegn sóun

Eins og plast, matarsóun og textíll fá raftækin tvö ár þar sem þau eru sett í brennidepil. En það þýðir að sérfræðingar Umhverfisstofnunar gefa sér á næstu mánuðum tíma til þess að skoða hvernig draga megi úr sóun vegna raftækja. Þessari þekkingu verður síðan miðlað til bæði atvinnulífs og almennings.

Hvað er til ráða?

Það er margt sem við getum gert til að vera partur af lausninni. Það mikilvægasta er að draga úr neyslu og kaupa einungis það sem við þurfum á sama tíma og við aukum líftíma þeirra raftækja sem við eigum. 

Kaupa minna
 • Neytendavald
  Með því að kaupa minna geta neytendur til lengri tíma haft áhrif á magn framleiðslu raftækja í heiminum. Þar með draga þeir úr auðlindanýtingu og neikvæðum áhrifum á umhverfi og samfélag.
 • Kaupa færri raftæki og leggja áherslu á það sem við notum og velja vandað
 • Lána og leigja
Nota lengur
 • Minni neikvæð áhrif
  Með því að nota raftækin okkar tvöfalt lengur getum við dregið úr umhverfisáhrifum af neyslu okkar á þeim um helming.
 • Gera við
  Með viðgerðum getum við lengt endingartíma raftækja mikið. 
Skila á réttan stað
 • Öll raftæki eiga heima í endurvinnslu
  Skilum öllum úr sér gengnum raftækjum á endurvinnslu- eða móttökustöð, það er gjaldfrjálst.
 • Rafhlöður (batterí) og rafgeymar flokkast sem spilliefni
  Hægt er að skila notuðum rafhlöðum á endurvinnslustöðvar, til spilliefnamóttöku og til sölu- og dreifingaraðila (bensínstöðvar, raftækjaverslanir, dagvöruverslanir og fleiri) rafhlaða og rafgeyma. Athugið að gamlar rafhlöður geta lekið og því er ekki gott að geyma þær lengi.
 • Raftæki, rafhlöður og rafgeymar eiga alls ekki heima í almennu tunnunni og gefur þetta merki það til kynna:

Næstu skref

Vilt þú taka þátt í samtalinu um raftæki?
Við leitum til hagaðila og annara sem hafa áhuga á því að draga úr sóun vegna raftækja. Endilega sendið okkur línu á ust@ust.is

 

Buxur án bakgrunns