Raftæki
Það er til mikils að vinna að kaupa færri og vandaðari raftæki, nota þau lengur og skila þeim á endurvinnslustöðvar svo hægt sé að koma verðmætum efnum aftur í hringrásina.
Er'ekki allir í stuði?
Skráðu þig á hagsmunaaðilafund um raftæki sem fer fram 24. maí næstkomandi og taktu þátt í samtalinu!

Höldum verðmætum auðlindum í hringrás
Raftæki eru orðin órjúfanlegur hluti af daglegu lífi okkar. Notkun þeirra hefur gjörbylt því hvernig við vinnum, lærum, skemmtum okkur og eigum í samskiptum, og gert líf okkar auðveldara og þægilegra en nokkru sinni fyrr.
Raftæki eru oftar en ekki búin til úr endingargóðum efnum eins og plasti og málmum sem margir hverjir eru auk þess sjaldgæfir og verðmætir. Þrátt fyrir það eru flest raftæki notuð í tiltölulega stuttan tíma þar sem þau teljast ekki lengur verðmæt eða nytsamleg.
Raftækjaúrgangur er sá straumur heimilisúrgangs sem vex hvað hraðast á heimsvísu og lítill hluti þessara tækja skilar sér til endurvinnslu. Það er því til mikils að vinna að koma raftækjum úr hinu línulega hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfi.
Hvað er til ráða?
Það er margt sem við getum gert til að vera partur af lausninni. Það mikilvægasta er að draga úr neyslu og kaupa einungis það sem við þurfum á sama tíma og við aukum líftíma þeirra raftækja sem við eigum.
Kaupa minna
- Neytendavald
Með því að kaupa minna geta neytendur til lengri tíma haft áhrif á magn framleiðslu raftækja í heiminum. Þar með draga þeir úr auðlindanýtingu og neikvæðum áhrifum á umhverfi og samfélag.
- Kaupa færri raftæki og leggja áherslu á það sem við notum og velja vandað
- Lána og leigja
Nota lengur
- Minni neikvæð áhrif
Með því að nota raftækin okkar tvöfalt lengur getum við dregið úr umhverfisáhrifum af neyslu okkar á þeim um helming.
- Gera við
Með viðgerðum getum við lengt endingartíma raftækja mikið. Hér að neðan má finna lista yfir nokkra viðgerðaraðila raftækja:Beco myndavélaviðgerðir
Computer.is
Icephone
Rafbraut
Rafbreidd
Rafha ehf
Sónn Rafeindastofan
Origo
Smartfix
Tölvuland
Tölvulistinn
Reddingakaffi
Munasafn RVK Tool LibraryVeistu um fleiri viðgerðaraðila? Sendu okkur línu á samangegnsoun@samangegnsoun.is
Skila á réttan stað
- Öll raftæki eiga heima í endurvinnslu
Skilum öllum úr sér gengnum raftækjum á endurvinnslu- eða móttökustöð, það er gjaldfrjálst. - Rafhlöður (batterí) og rafgeymar flokkast sem spilliefni
Hægt er að skila notuðum rafhlöðum á endurvinnslustöðvar, til spilliefnamóttöku og til sölu- og dreifingaraðila (bensínstöðvar, raftækjaverslanir, dagvöruverslanir og fleiri) rafhlaða og rafgeyma. Athugið að gamlar rafhlöður geta lekið og því er ekki gott að geyma þær lengi. - Raftæki, rafhlöður og rafgeymar eiga alls ekki heima í almennu tunnunni og gefur þetta merki það til kynna:
Hvað eru raftæki?
Skilgreiningin á raf- og rafeindatækjum í íslenskum lögum er svohljóðandi: búnaður sem þarf rafstraum eða rafsegulsvið til að geta starfað á réttan hátt og búnaður til að framleiða, flytja og mæla slíkan rafstraum og rafsegulsvið og er hannaður til notkunar við rafspennu sem fer ekki yfir 1000 volt þegar um er að ræða riðstraum og ekki yfir 1500 volt þegar um er að ræða jafnstraum, þ.m.t. allir íhlutir, undireiningar og aukahlutir sem eru hluti af búnaðinum.
Ísskápar, myndavélar, fartölvur, snjallsímar, blikkskór, kynlífstæki, rafknúin leikföng, snjallúr, heyrnatól, hrærivélar, borvélar, rafrettur, saumavélar og þvottavélar eru allt dæmi um raftæki!
Hvers vegna geta raftæki verið vandamál?
Heimsframleiðsla á raftækjum hefur aukist hratt á undanförnum áratugum og er viðbúið að eftirspurnin haldi áfram að aukast í takt við nýja strauma, tísku og tækni. Framþróun í gervigreind, internet hlutanna (e. internet of things) og mannfjöldaaukning spila þar stóran þátt. Á sama tíma sjáum við að líftími raftækjanna styttist, bæði vegna hraðrar tækniþróunar en einnig vegna síbreytilegra tískustrauma sem hafa áhrif á kröfur neytenda.
Umhverfisáhrif
Verðmætir og sjaldgæfir málmar