Varð afgangur af sunnudagssteikinni? Þá er upplagt að skella í eina steikarsamloku. Það skiptir í raun engu máli hvort að það var hnetusteik, lambasteik, eða nautasteik, niðurstaðan verður alltaf ljúffeng. Ekki verður það verra ef þú átt líka smá sósuslettu til að fylgja með.
Þetta var einmitt það sem @kopsdottir á instagram gerði. Hún skellti í eina mjög svo girnilega steikarsamloku með afgöngum frá því í gær.
Steikarsamloka Kópsdóttur
Innihald:
- steikar afgangar, sama hvaða steik
- sósu afgangar, sama hvaða sósa
- kartöflu afgangar, ef það er til
- grænmeti, það sem er til
- ostur
- spælt egg og beikon, ef það er til
Aðferð:
- Skerið afgangs kartöflur og steikið í olíu. Gott að krydda með hvítlaukskryddi eða öðru góðu gkryddi.
- Spælið egg og steikið beikon ef það er til
- Brauð smurt með skjöri og steikt á pönnu.
- Svo er öllu raðað á brauðið: sósa, afgangs steik, steiktar kartöflur, grænmeti, spælt egg og beikon
Hægt er að finna þessa uppskrift og fleiri uppskriftir gegn sóun hér. Við óskum @kopsdottir til hamingju með vel verðskulduð verðlaun í leiknum og sendum henni 10.000 króna gjafabréf frá Te & Kaffi sem þökk.