Uppskriftir

Hér eru uppskriftir sem eiga það allar sameiginlegt að henta vel til að nýta það sem til er á flestum heimilum og draga þannig úr matarsóun. Auðvelt er að skipta út hráefnum, allt er leyfilegt.

„Verum sveigjanleg og nýtum það sem er til“

Það þarf ekki að líta á uppskriftir sem heilagan sannleik, heldur er oftast hægt að aðlaga þær þannig að maður nýtir það sem er til. Verið ófeimin við að skipta út innihaldi og lagfæra magn og elda þannig úr öllu. Súpur, kássur, pizzur, ommilettur og buff eru dæmi um frábæra rétti þar sem hægt er að nýta nær hvaða hráefni sem er.

Uppskriftir gegn sóun

Í tilefni af því að matarsóunnar efni var sett inn á saman gegn sóun var haldinn leikurinn Uppskriftir gegn sóun. Þátttakendur gátu unnið 10.000 kr gjafabréf hjá Te & Kaffi fyrir að búa til einfalda og óhóflega góða uppskrift með því að nota bara það sem var til.  Hér getið þið séð uppskriftir vinningshafanna.

Spænsk Tortilla að hætti Allýar

Rétt upp hönd sem hefur gerst sek eða sekur um að henda afgangs frönskum? Fyrsti vinningshafi okkar spurði fylgjendur sína þessarar áleitnu spurningar. Í staðinn fyrir að henda frönskunum gaf hún Allý hjá @heilsuhorn_allyjar þeim nýtt líf.

Það sem þarf er:
  • Afgangs franskar (sjoppu eða heimagerðar)
  • 2-4 egg (fer eftir því hvað þú átt mikið af frönskum)
  • 1 laukur
  • Laukduft, frönsku krydd, hvítlauksduft allt eftir smekk
  • Extra virgin ólífuolia
  • Skera franskar og lauk í mjög smáa bita
  • Hita franskar örlítið upp í örbylgju til að mýkja
  • Hræra öllu vel saman og leyfa því að standa
  • Hella smá olíu á pönnu
  • Hella blöndunni á pönnu
  • Steikja við vægan hita
  • Flippa yfir á disk og steikja á hinni hliðinni þar til klárt

Pottréttur Krumma

Myndskreyting gegn matarsóun
  • 1/2 – 1 laukur, skiptir ekki máli hvaða gerð
  • smá chilli eða engifer eða hvítlaukur, ef það er til
  • afganga grænmeti, t.d. kartöflur, brokkolí, gulrætur
  • 1 dós niðursoðnir tómatar
  • 1 dós kókosmjólk eða bara venjulegur rjómi
  • kjúklingabaunir eða rauðar linsubaunir eða afgangs kjúklingur
  • krydd, t.d. oregano, basiliku eða túrmerik og karrí

@krumminn skellti í þennan einfalda og ljúffenga pottrétt sem nýtir það sem er til.

  • steikið hakkaðan lauk og grænmeti á pönnu
  • bætið kryddi út í og chilli, lauk eða engifer, ef það er notað
  • bætið út í niðursoðnum tómötum og kókosmjólk út í og látið malla
  • í lokin er baunum eða afgangs kjúklingi bætt út í svo það nái að hitna
  • saltað og piprað eftir smekk
  • borið fram með frosnu brauði sem hefur verið léttsteikt á pönnu með salti og pipar. Þarna koma endarnir á súrdeigsbrauðinu sér líka vel eða rest af polarbrauði.

Steikarsamloka Kópsdóttur

Myndskreyting gegn matarsóun

Það er upplagt að búa til steikarsamloku ef það varð afgangur að sunnudagssteikinni.

  • steikar afgangar, sama hvaða steik
  • sósu afgangar, sama hvaða sósa
  • kartöflu afgangar, ef það er til
  • grænmeti, það sem er til
  • ostur
  • spælt egg og beikon, ef það er til

þessi útgáfa af steikarsamloku er í boði @kopsdottir

 

 

  • Skerið afgangs kartöflur og steikið í olíu. Gott að krydda með hvítlaukskryddi eða öðru góðu gkryddi.
  • Spælið egg og steikið beikon ef það er til
  • Brauð smurt með skjöri og steikt á pönnu.
  • Svo er öllu raðað á brauðið: sósa, afgangs steik, steiktar kartöflur, grænmeti, spælt egg og beikon

Kremaða pastað hennar Kristrúnar

  • pasta, t.d. blöndu af penne og skrúfum
  • tómatar, t.d. ein askja piccolo tómatar
  • grænmeti sem er til, t.d. papríka, spergilkál, gulrætur
  • laukur, t.d. blanda af gulum lauk og blaðlauk
  • heill hvítlaukur
  • 1 dós niðursoðnir tómatar
  • 1/2 krukka pestó
  • sósu bragðbætir t.d. tabasco sósa, pizzu sósa, tómatsósa
  • rjómi
  • salt, pipar og ítölsk krydd
  • ólífuolía
  • 1 dl pastavatn

Hún @Kristrún Anna er höfundurinn af þessari girnilegu uppskrift

  • Skerið hvítlaukinn í helming og steikið á pönnu í olíu
  • Bætið við hökkuðum lauk. Þegar laukurinn er eldaður er hann settur til hliðar.
  • Allt grænmetið (nema tómatarnir) skorið í hæfilega bita og steikt á pönnu. Passið að nýta grænmetið vel, t.d. með því að skera stilkinn á spergilkálinu í litlar ræmur.
  • Á meðan er pastað soðið samkvæmt leiðbeiningum í öðrum potti.
  • Kryddið grænmetið með salti, pipar, pastakryddi eða öðru grænu kryddi.
  • Þegar grænmetið er steikt í gegn bætið aftur við lauknum, tómötunum og niðursoðnu tómötunum. 
  • Setjið pastavatn, pastó, sósurnar til að bragðbæta og rjómann út í. Látið malla í 5-10 mín.
  • Endið á því að bæta soðnu pasta og látið malla í 5 mín í viðbót.

Dásamlegt að bera fram með parmesan, steinselju og nýbökuðu hvítlauksbrauði. 

Núðlur fyrir nautnaseggi

Myndskreyting gegn matarsóun
  • Núðlur, t.d. instant núðlur
  • Grænmeti sem er til, t.d. zucchini, gulrætur, sveppir
  • Laukur, t.d. blanda af gulum lauk, hvítlauk og vorlauk
  • sesamolía, eða önnur góð olía
  • sesamfræ (má sleppa)
  • soyja sósa
  • gúrkubitar til skreytinga (má sleppa)

Þessi núðluréttur er búinn til af @helenareynis. Þessar núðlur eru fyrir nautnaseggi, því þær eru bæði sjúklega easy og sjúklega tasty, eins og Helena sjálf orðaði það. 

  • Hakkið lauk
  • Skerið grænmeti í passlega bita
  • Steikið grænmeti og lauk á pönnu. Hart grænmeti fyrst, svo mjúku grænmeti bætt við.
  • Sjóðið núðlur samkvæmt leiðbeiningum
  • Skvettið á smá sesamolíu og soya sósu
  • Toppið með sesamfræjum og gúrkubitum

Væntanlegt

Myndskreyting gegn matarsóun

Súpur

Hver man ekki eftir sögunni um naglasúpuna? Það er nefnilega hægt að búa til súpu úr næstum því hverju sem er og þær eru frábær leið til að nýta það sem er til og draga þannig úr matarsóun.

Lauksúpa með afgöngum

  • 2 laukar, sneiddir
  • 3 stk.hvítlauksgeirar, saxaðir
  • ½ tsk.þurrkað tímjan
  • 2 stk.lárviðarlauf
  • 100 gr.rauðar linsur, ósoðnar EÐA
  • 250 gr.kjötafgangar skornir, t.d. lamb, kjúklingur
  • 200 gr.maukaðir niðursoðnir tómatar
  • 1,5ltr.vatn
  • Salt
  • Tamari sojasósa
  • Svartur pipar

Laukurinn er svitaður í potti ásamt kryddinu og hvítlauknum.

Þegar hann er orðinn glær er vatninu, linsunum og/eða kjötinu og tómatnum bætt út í.

Soðið í um 30 mín.

Smakkað til með salti og tamari sojasósu.

Eins má bæta við hvaða grænmeti sem er, harðsoðið egg og annað sem finnst í ísskápnum. Ef að ferskir tómatar eru komnir á síðasta séns er um að gera að nota þá í súpuna. Notaðu bara nefið og skerðu burt það sem er orðið of gamalt. Marðir tómatar sem ilma vel eru tilvalinn súpumatur.

Kókossúpa með grænmeti

  • ½ dós kókosmjólk (400 ml dós)
  • 1 dós niðursoðnir tómatar (400 ml dós)
  • 100 gr.  linsur
  • 1 stk. laukur, skorinn í sneiðar
  • 200 g. grænmeti skorið í hæfilega bita (passa í matskeið)
  • 1,5 ltr. vatn

 

 

Hvítlaukur er gylltur, þá er hann skorinn í tvennt með hýði og hitaður á sárinu í potti með smá olíu. Þegar hvítlaukurinn er orðinn gyltur er honum snúið við þar til hann er orðin mjúkur.

Laukur er svitaður og kryddi bætt út í. 

Tillögur að kryddi:

  1. engifer
  2. 1 stk hvítlaukur
  3. salt og pipar
  4. ½ stk. chili pipar
  5. söxuð steinselja
  6. tímjan
  7. lárviðarlauf
  8. turmerik
  9. cumin

Tómatar eru maukaðir og settir í ásamt kókos og vatni.

Linsur og hvítlaukur er bætt út í og soðið í u.þ.b. 30 mín. Bættið meiru vatni út í ef ykkur finnst hún of þykk, bætið skornu grænmetinu út í og soðið áfram í 10 -15 mín

Smakkið til með salti og pipar.

Þessi súpa hefur verið gerð með hinum ýmsu tilbrigðu á “Eldað úr öllu” námskeiðunum.
t.d. ef ekki er til kókosmjólk má auka við vatnið, sæta með smá hunangi og setja smá skvettu af ólífuolíu undir lok eldunar, þá eru þið búinn að ná fram hlutverki kókosins í uppskriftinni. Ef ferskt engifer er notað er það hakkað í litla bita eða rifið, en það er alveg eins hægt að krydda með tsk af möluðu engiferi.

Diskósúpa

  • 40 kg grænmeti og annar matur sem á að henda úr búðum úr nágrenninu.
  • 40 lítrar af vatni
  • 1 stykki bíl og bílstjóra
  • 3 stykki frumkvæði
  • 4 símtöl og nokkrir tölvupóstar
  • Fullt af hamingju og góðri tónlist
  • Slatti af gleði
  • Skreytt með ánægju

 

Haft er samband við lagerstjóra í búðum og beðið um þeirra samstarf, taka til það sem á að fara í tunnuna einn dag og leyfa okkur að fá það.

Síðan er farið af stað og öllu safnað saman.

Hóið saman skemmtilegu fólki í stóru og góðu eldhúsi, skellið tónlist í tækið og hækkið vel í.

Síðan er skrælt og skorið, því sem er sannarlega ónýtt er hent, annað fer í stóra pottinn.

Allt soðið saman í góða stund, studum er sniðugt að mauka súpuna, en studum er hún fallegri með bitum.

Kryddað til með því sem við á, salti, pipar, kryddjurtum allt eftir því hvað er á boðstólum í eldhúsinu, smakkað og kannski einhverju bætt í viðbót.

Borðað í góðra vina hópi og meðan eru miklar og góðar umræður um matarsóun, hvernig hægt er að nýta betur og hve miklu máli þetta skiptir fyrir framtíð plánetunnar okkar.

Ungliðahreyfing Slow food samtakanna eiga heiðurinn af Diskósúpunni og eru svoleiðis gjörningar stundaðir út um allan heim.

Einnig er hægt að búa til diskósúpu á minni skala með því að hreinlega týna til 500 kg af grænmeti úr ísskápnum eða frystinum og 5 dl af vatni.

Matarsóun

Þriðjungur þess matar sem er framleiddur á heimsvísu er sóað. Með því að draga úr matarsóun má vernda umhverfið, nýta betur auðlindir og spara fé. Með því að breyta umgengni okkar við mat getum við dregið úr óþarfa sóun.

Kássur

Það er fátt betra en kássur til að hlýja manni um hjartarætur. Í kássur er hægt að nýta það sem til er af grænmeti, próteingjöfum og kornmeti.

Eldað úr öllu kássa

  • Bastónn: t.d. laukur, hvítlaukur, engifer, chilli, sítrónugras
  • Basbragð: t.d. sellerírót, gulrót, sellerí, kartöflur, nípur
  • Aðalbragð: t.d. sætar kartöflur, sveppir, tómatar, papríka
  • Próteingjafi: t.d. tófú, baunir, linsur, fiskur, kjúklingur, lambakjöt
  • Sósan: t.d. soð, kraftur, vín, bjór, kókosmjólk, tómatar í dós
  • Krydd: t.d. salt, pipar, broddkúmen, karrí, lime, malað engifer, chilli

Það er hægt að leika sér endalaust með hvernig er hægt að gera kássu. Auðvelt er að skipta út hráefnum í kássum og allt er leyfilegt. En það er ágætt að miða við þennan grunn til að gera góða kássu.

Hægt er að velja eitt atriði úr hverjum flokki eða mörg atriði og blanda saman í kássu. Best er að byrja á því að hakka laukinn og annað sem býr til bastóninn og svissa í potti. Basbragðið býr til dýpt og þar er um að gera að  nýta það sem til er í ískápnum. Skerið í hæfilega bita fyrir matskeið og mýkið í pottinum með lauknum. Aðalbragðið er svo grænmetið sem er stjarna réttarins sem er skorið í hæfilega bita og bætt við þegar harða grænmetið er orðið mjúkt.

Þegar allt er komið á sinn stað er uppistöðu sósunnar hellt yfir. Oftast er gott að nota einhverskonar kraft eða soð, en það er svo hægt að bragðbæta að vild. Kássan er svo látin malla. Kássur verða yfirleitt bara betri því lengur sem hún fær að malla, en hún þarf allavega 30 mín.

Próteingjöfunum er bætt við réttinn eftir því hvað verður fyrir valinu. Kannski þarf að sjóða baunirnar? krydda tófúið? Eða bæta eldaða kjúklingnum frá því í gær rétt í lokinn? Ef ferskur fiskur er notaður er hann settur seinast í kássuna í örfáar mínútur.

Til að vita hvaða krydd passar best er alltaf best að smakka kássuna til. Er hún sölt? sæt? bitur? eða súr? Bættu við því bragði sem vantar og settu bara lítið í einu ef þú ert ekki viss.

Sem auka kref er hægt að toppa kássuna með skrauti. Til dæmis ristuðum möndluflögum, hnetum, fræjum, skornu chilli eða fersku kryddi.

Plokkfiskur

Myndskreyting gegn matarsóun
  • Fiskur frá því í gær
  • Álíka magn af kartöflum
  • Smjör
  • Laukur
  • 1-2 msk hveiti
  • Væn skvetta af mjólk eða rjóma
  • Salt og hvítur pipar

 

 

 

 

 

Hvað er plokkfiskur annað en fiskikássa? Plokkfiskur er íslenskur klassíker sem var leið hagsýnna húsmæðra til að nýta fiskinn frá því í gær. Plokkfiskurinn á ennþá fullt erindi, enda frábær leið til að draga úr matarsóun og svo er hann líka svo góður.

Venjulega er notaður soðinn hvítur fiskur í plokkfisk, en láttu það ekki aftra þér þó að það hafi verið lax, silingur, eða fiskur í ofni, það er bara skemmtileg tilbreyting.

Ef að til er kartöflur frá því í gær er um að gera að nota þær, en annars er byrjað á því að sjóða þær. Hægt er að miða við ca. 150 g af fiski og álíka af kartöflum á mann.

Hakkið svo laukinn og steikið í potti með smjörinu. Ef ekki er til gulur laukur er alveg eins hægt að nota rauðan lauk, púrrulauk, hvítlauk eða vorlauk. Magn miðast við smekk og það sem er til.

Þegar búið er að mýkja laukinn er smá hveiti bætt út í og vænni skvettu af mjólk eða rjóma. Láttu sósuna malla í ca. 5 mínútur og hrærðu svo hún brenni ekki við.

Takið fiskinn stappið og setjið ofan í sósuna ásamt kartöflum í bitum. Ef plokkfiskurinn er of þykkur bættu meiri mjólk við.

Tilbrigði:

  • Múskat
  • Hvítlaukur
  • Sinnep
  • Karríduft
  • Fiskisoð eða fiskiteningur
  • Rifinn ostur ofan á og sett í ofn
  • Rasp ofan á og sett í ofn
  • Kryddjurtir svosum steinselja eða dill

Ef minna er til af afgangs fiski en þeir sem eru í mat er hægt að drýgja matinn með meiri kartöflum og meira rúgbrauði til hliðar. Einnig er hægt að bjóða upp á soðið grænmeti eða ertur með plokkfiskinum.

Chilli sin/con carne

  • 5 dl vatn
  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • rautt chilli – ferskt eða úr stauk
  • baunir t.d. nýrnabaunir, smjörbaunir, svartar baunir
  • hakk (má sleppa), t.d. frá því í gær
  • 1 tsk broddkúmin
  • smá kanill
  • grænmeti t.d. nokkrar gulrætur, sellerístilkar, paprika, sæt kartefla, sveppir
  • tómatar í dós, eða tómatpúrra eða ferskir tómatar
  • salt og pipar

Áttu tómata sem eru komnir á séns? Er búrið fullt af baunum í dós? Er kannski til steikt hakk frá því í gær?

Hakkið lauk og brúnið. Skerið grænmeti og mýkið á pönnu. Sjóðið baunir eða hellið af baunum í dós. Steikið hakk, eða notið afgangs hakk eða sleppið. Blandið öllu saman í pott með vatni, tómötum og kryddi og látið malla í ca. 30 mín. Gott að bera fram með hrísgrjónum, sýrðum rjóma, tortilla snakki og kóríander.

Kaldar sósu og dressingar

Hver man ekki eftir sögunni um naglasúpuna? Það er nefnilega hægt að búa til súpu úr næstum því hverju sem er og þær eru frábær leið til að nýta það sem er til og draga þannig úr matarsóun.

Kryddjurtasósa

  • 2 dl ferskar kryddjurtir, t.d. kóríander, basil, steinselja, dill, graslaukur, rúkkóla
  • 2 stk. hvítlauksgeirar
  • 1 stk. lime, bara safinn
  • 1 dl. ólífuolía
  • 2 dl. eplasafi
  • 2 msk. dijon sinnep
  • ½ pakki tofu, silken eða mjúkt
  • salt og pipar

 

 

 

 

 

 

Allt sett í blandarann og hakkið saman.

Magnið af hvítlauk fer að sjálfsögðu eftir smekki hvers og eins.

Salat dressing

  • ávaxtasafi
  • grænmeti og/eða ávextir á séns
  • kryddjurtir
  • olía

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Notið ávaxtasafa í sem grunn í dressingar, bætið út í grænmeti og ávöxtum og kryddjurtum, kryddið til með salti og pipar.

Allt hakkað saman í blandara eða með töfrasprota.

Þannig er hægt að minka olíu notkun til muna.

Ágætt er að hafa allt í dressingunni sem manni finnst gott að borða hrátt (gulrætur, papriku, epli, perur, myntu osfrv.).

Í dressingum þarf að vera jafnvægi á milli bragðanna 5: súrt, sætt, salt, beiskt og sterkt og svo þurfum við olíu eða eitthvað kremkennt til þess að bera bragðið. Þá á ég við að mauka t.d. gúrku, tómat, banana eða eitthvað annað sem maukast vel á móti olíunni.

„Allt gott“ pestó

  • Krukka af tilbúnu pestói, eða búið til eigið (sjá uppskrift neðar)
  • Baunir, t.d. kjúklingabaunir, smjörbaunir, eða svartar baunir
  • Laukur, t.d. eitt hvítlauksrif, vorlaukur eða púrra
  • Grænmeti, t.d. tómatar á síðasta séns, slappur gúrkubiti eða zuccini, leið paprika, rifnar gulrætur
  • Eitthvað innlagt, t.d. hakkaðar ólífur, þystilhjörtu, marineraðir sveppir
  • Hnetur eða fræ, t.d. sólblómafræ, hakkaðar kasjúhnetur, furuhnetur, möndluflögur
  • Smá ostbiti, t.d. kantur af parmesan, fetaostur, hálfur mexíkó ostur.

Í raun er enginn uppskrift af þessu pestó-i heldur setur maður bara í það allt gott sem manni dettur í hug. Úr verður ljúffengt og saðsamt “chunky” pestó sem er hægt að nýta jafnt á brauð, kex, með ostunum eða út á mat.

Öllu er hægt að sleppa eða bæta við, og það sett í því magni sem það er til. Sama hvernig fer þá lofum við að þetta verður alltaf gott, enda bara notað allt gott.

Svo er líka hægt að búa til eigið pestó og nota í „allt gott“ pestó-ið

  • Grunnurinn: Vænt búnt af grænu t.d. kóríander, basil, steinselja, rúkkóla, spínat, mynta
  • Ólífuolía eða önnur olía, ca. 1-2 dl
  • Hvítlaukur
  • Lúka fræ eða hakkaðar hnetur, t.d. sólblómafræ, furuhnetur, kasjúhnetur, möndluflögur, heslihnetur osfrv.
  • Rifinn ostur, gott að nýta kanta af því sem er til

Það er margt sem hægt er að nota í grunninn, og það getur líka verið gott að blanda nokkrum kryddjurtum. Algengast er að nota basil, en það er líka gott að nota spínat, rúkkóla, steinselju, kóríander, myntu, sólþurrkaða tómata, þystilhjörtu, marineraðar papríkur eða ólífur. Það er oft góð leið til að auka endingatíma ferskra kryddjurta að skella í eitt pestó.

Grunnurinn er maukaður með töfrasprota ásamat hvítlauknum og olíunni. Þegar það er full blandað er hnetunum bætt út í og maukað varlega saman. Í klassískt pestó er oftast notaðar furuhnetur en það er líka hægt að nota sólblómafræ, cashew hnetur eða aðrar hnetur sem eru til. Það fer eftir smekk hvers og eins hve gróft pestóið á að vera. Það er hægt að nota parmesan eða annan ost í pestó, en því má líka sleppa. Kryddið með salti og pipar og handhræið því saman við.

Salat

Salat eru ekki bara holl heldur líka ljúffeng og fjölbreytileg leið til að nýta það sem er til og afgangana.

Kús kús salat með grænmeti

  • 150gr. kús kús
  • 4 dl. vatn
  • 2 stk. hvítlauksrif, söxuðsvartur pipar, salt og tímjan og turmeric.
  • 4 msk. ólífuolía
  • grænmeti, t.d. papríka, eggaldin, kúrbítur, sveppir
  • 50 gr. kapers
  • 20 gr. basil

 

 

 

Vatnið er soðið ásamt hvítlauknum, piparnum, saltinu, timjaninu, turmericinu og olíunni.

Þegar vatnið sýður er kús kúsinu hellt út í, hrært í og potturinn tekin af hitanum og lokað. Látið standa þannig í nokkrar mínútur.

Grænmetið er skorið í frekar þunnar sneiðar og grillað, á útigrilli, grillpönnu eða ofni. Kryddað með salti og pipar.

Það er síðan skorið smátt, blandað saman við kús kúsið ásamt kapers og söxuðu basilinu (ath að skola kapersið áður en því er blandað saman við). Ef ekki er til basil er hægt að nota aðrar grænar kryddjurtir, eða sleppa.

Smakkað til með salti og pipar og jafnvel smá ólífuolíu.

Ef það er til afgangur af elduð gærnmeti í ísskápnum er stórsniðugt að bæta því við eða nota alveg í staðin fyrir grænmetið í uppsrkiftinni.

Þetta getur verið léttur réttur ásamt t.d. steiktu eggi eða meðlæti með grillmatnum.

Bauna salsa með byggi

  • 150 gr. soðnar baunir, t.d. kjúklingabaunir, augnbaunir eða nýrnabaunir
  • 150 gr. soðið bygg
  • grænmeti, t.d. tómatar og gúrka
  • ½ stk. rauðlaukur, saxaður
  • 2 stk. hvítlauksgeirar, saxaðir
  • ferskt grænt krydd, t.d. kóríander og/eða steinselja
  • 1 cm. engifer, saxað af vild e
  • ólífuolía eftir smekk
  • salt og pipar
  • appelsínudjús eða tómatsafi
  • sítrónu safi eða milt edik

Öllu blandað saman og smakkað til, best ef þetta er gert deginum áður og smakkað aftur til rétt áður en það er borið fram.

Hér má skipta byggi út fyrir hrísgrjón, nota hvaða baunir sem er, og skera niður allt það grænmeti sem þér finnst gott að borða hrátt.

Núðlusalat með steiktum próteini

  • ½ pakki núðlur
  • ½ -1 haus brokkolí
  • einn pakki tófú eða 300 g fiskur eða kjöt
  • 2 sm. engifer
  • ½ dl. sojasósa
  • 1 dl. ristuð sesamolía
  • 3 stk. hvítlauksgeiri
  • ½ stk. lime, safi og ysti hluti hýðisins
  • Salt og pipar

 

 

Ef nota á tofu:

Takið tofuið úr umbúðunum og vefjið inn í klút og setjið farg ofan á í a.m.k. 30 mín. Skerið tofuið í bita

Maukið engiferið, hvítlaukin, sojasósuna, skrældu limeinu og olíuna saman. Takið helminginn og hellið yfir tofuið.

Bakið við 200°c í 10 mín og kælið.

Ef nota á kjöt eða fisk er engiferið, hvítlaukurinn, sojasósan, limeið og olían maukuð saman og helmingnum hellt yfir kjötið/ fiskinn og það svo steikt á pönnu

Skerið brokkolíið í fallega bita og snöggsjóðið í saltvatni, kælið í undir rennandi vatni.

Sjóðið núðlurnar í saltvatni (gjarnan því sama og brokkolíið) kælið undir rennandi vatni.

Blandið varlega saman í skál og raðið fiski/ kjöti / tofu fallega með og berið fram.

Ofnréttir

Ofnréttir eru ljúffengir og oft fyrirhafnalitlir þegar þeir eru komnir í ofninn. Í ofnrétti er hægt að nota sem mest af því grænmeti og próteini sem er til og toppa svo með rifnum osti. Ommnomm.

Matarmikil baka

  • 1,6 kg grænmeti t.d. sætar kartöflur, grasker, gulrætur, seljurót, steinseljurót, blómkál. Brokkollí eða hvað sem er til á heimilinu
  • 200 gr. laukur (ca. 2 stk.), skorinn í sneiðar
  • 3 stk. hvítlauksrif, söxuð
  • 50 g engifer, fínt saxað
  • 400 ml. kókosmjólk (1 dós)
  • 2 msk gott karrý
  • salt
  • svartur pipar
  • tímjan
  • 5 stk. egg
  • 1-2 blöð smjördeig af þykkustu gerð

 

Ein stór baka fyrir um það bil 8-12 manns.

Laukurinn er svitaður í potti ásamtpiparnum, tímjaninu.

Grænmetinu er bætt útí

Smá vatn er sett í pottinn ásamt kókosmjólkinni,karrýinu, hvítlauknum og engferinu. Látið malla við miðlungs hita þar til grænmetið hefur mýkst. Tekið af hita og látið kólna eilítið,

Kryddað til með salti og pipar.

Smjördeigið er flatt út þannig að brúnirnar skarist vel og þeki í 28 sm smellu form.

Eggjunum er hrært út í grænmetisblönduna og öllu hellt í formið.

Bakað við 150°c í 30-40 mín. eða þar til bakan er stíf.

Hér má nota næstum hvaða grænmeti sem er, eina tegund eða allt sem til er. Það sem þarf að passa er eldunartíminn og raða þá í pottinn fyrst því sem þarf mesta eldun og síðar því sem þarf styttri eldun, t.d. gulrætur fyrst en blómáli eða brokkolí síðar.

Fyllt papríka

  • 2-3 stk. paprikur, blandaðir litir
  • 2 stk. tómatar, skornir
  • ½ stk. rauðlaukur, fínt skorin
  • 50 gr. ólífur
  • 100 gr. fetaostur í teningum.
  • 1 dl. hvítvín (má sleppa en er mjög gott)
  • 2 stk. brauðsneiðar, rifnar gróft
  • Pipar eftir smekk

 

 

 

 

Skerið paprikuna til helminga og kjarnhreinsið.

Blandið afganginum af hráefininu í skál og skiptið á milli paprikuhelminganna.

Bakið á 200°c í um 5-7 mín og berið fram. Þetta er flottur grænmetisforréttur eða hluti af hlaðborði.

Fyllt paprika er snilld til að nýta afganga sem eru kannski ekki nóg handa allri fjölskyldunni, það er hægt að setja næstum hvað sem er í hálfa papriku, fylla með réttinum sem er til, ost yfir ef ykkur finnst það passa og hita í ofni.

Lasange

  • 1 laukur, saxaður.
  • 400 gr. niðursoðnir tómatar
  • 2 stk. hvítlauksgeirar.
  • ca. 10 plöturlasagna blöð
  • Krydd, t.d. salt, pipar, basil, bergmynta, origano
  • Sósa – annaðhvort kotasæla eða jafningur
  • Rifinn ostur, gjarnan kantar af hinum ýmsu ostum sem eru til heima
  • Fylling – getur verið næstum hvað sem er t.d. linsur, kúrbítur, papríkur, sætar kartöflur, spínat, sveppir, lax, hakk. Má blanda grænmeti og prótein að vild. Notið hugmyndaflugið og það sem leynist í ísskápnum.

Laukur og hvítlaukur svitaðir í potti og niðursoðnum tómötum og kryddi bætt við. Suðunni er hleypt upp og sett til hliðar.

Eldið fyllinguna eftir því sem á við, t.d. sjóðið linsur, steikið grænmeti og/eða hakk.

Ef maður hefur nægan tíma og það er til mjólk heima er hægt að búa til jafning, en annars er fljótlegra að nota kotasælu í staðinn.

Ef þið búið til jafning, eða bechamel sósu eins og ítalirnir kalla það þá er smá smjörklípa brædd í potti með 1 – 2 msk af hveiti. Svo er ca. 4-6 dl af mjólk bætt varlega út í og potturinn hafður á meðal hita. Hrærið þangað til jafningurinn fer að hitna. Takið af hitanum og saltið, piprið og setjið kannski smá múskat og ost út í.

Raðið til skiptis í eldfast fat, lagsagna blöðunum, fyllingu og sósu. Endið á sósu og osti.

Bakið við 180°c – 200°c í um 45 mín eða þegar toppurinn er gullinbrúnn.

Lagsagna er alltaf gott að bera fram með salati og brauði.

Buff og borgarar

Í buff og borgara er í raun hægt að hakka niður hvaða mat sem er. Buff eru auk þess ljúffeng, barnvæn og hægt að borða ein og sér eða setja í hamborgarabrauði.

Grænmetisklattar

  • 600 gr. kúrbítur, seljurót, steinseljurót, gulrætur eða eitthvað annað sem er gott að rífa (ég mæli ekki með kartöflum í þessa uppskrift)
  • 3 dl. heilhveiti
  • 2 stk. egg
  • 2 msk. ólífuolía
  • ½ tsk hvítlaukur, saxaður
  • ½ dl. vatn
  • salt og pipar
  • olía til steikingar

 

 

Blandið saman hveitinu, egginu, olíunni, vatninu, og kryddinuog búið til deig að svipaðri þykkt og vöffludeig.

Rífið kúrbítinn eða grænmetið niður og blandið saman við deigið.

Steikið á pönnu í litlum klöttum og ef verið er að steikja mikið magn er gott að fullsteikja í ofni. Þar sem kjarnhitinn þarf að ná a.m.k 85°c hita til að losna við hveitibragðið.

Það má skera út í deigið kjötbita og steikja, og kallast það þá kjöt í feluleik.

Fiskibollur

  • Soðinn fiskur, hægt að nota hvaða fisk sem er
  • Egg
  • Smjör
  • Hveiti
  • Laukur
  • Salt, pipar og krydd eftir smekk

 

 

 

 

Átt þú afgangs fisk frá því í gær? Þá er um að gera að skella í fiskibollur. Fiskibollur eru ekki bara góðar, heldur gefa þær fiskiafgöngum nýtt líf og geta lengt geymsluþol þeirra.

Magn í uppskriftinni fer eftir því hversu mikið af afgangi sem er til. Hægt er að miða við að nota 1 egg á móti 100 – 150 grömmum af fiski. Að sama skapi má nota 1 msk af smjöri og 1/2 dl af hveiti á móti 100 – 150 g af fiski. Í uppskriftina má nota hvaða lauk sem er, t.d. vorlauk, púrrulauk, rauðlauk eða hvítlauk og nota magn eftir smekk. Það er líka gaman að leika sér með krydd og ekki gleymi að salta og pipra.

Skellið öllum hráefnunum í mixer, mótið í bollur og steikið eins og lummur á pönnu.

Hleifur

Myndskreyting gegn matarsóun
  • Próteingjafi t.d. hakkaðar hnetur, quorn, fiskur, grísa eða nautahakk
  • Grænmeti t.d. rifnar gulrætur, sveppir, sætar kartöflur, sellerí, zuccini
  • Lím t.d. soðnar linsubaunir, egg, haframjöl, kartfölumjöl, soðnar kartöflur
  • Laukur, t.d. gulur laukur, rauður laukur, vorlaukur
  • Krydd t.d. lauksúpu í pakka, grænmetis teningur, soya, timían, rósmarín, fetaostur, rifinn ostur, tómatpúrra

Hleifar er í raun bara buff fyrir lata. Þú þarft ekki að standa við pönnuna og fylgjast með steikningunni á buffinu, heldur getur þú hent hleifnum inn í ofn og hroft á sjónvarpið á meðan hann eldast. Allt sem þarf er að búa til mix sem er sett í brauðform og bakað inn í ofni.

  1. Byrjið á því að hakka grænmeti og lauk. Hægt að gera það í matvinnsluvél ef svoleiðis er við hendina.
  2. Próteingjafa, grænmeti, lauk og kryddi er blandað saman.
  3. Hleifnum er svo haldið saman með ” líminu” sem geta verið t.d. soðnar linsubaunir eða egg. “Líminu” er bætt út í mixið þannig að úr verður nokkuð blautt deig, sem er samt ekki það blautt að hægt sé að hella því úr skálinni. Hleifurinn getur líka haldist enn betur saman ef það er sett smá kartöflumjöl, soðnar kartöflur eða haframjöl út í mixið.
  4. Mixinu er svo hellt í smurt brauðform og sett í 180 gráðu heitan ofn og bakað í ca. 45 mín
  5. Gott að bera fram með soðnum kartöflum, brúnni sósu, sultu og salati.

Pizzur

Hvað er betra en nýbökuð, sjóðheit pizza? Pizzur eru ekki bara syndsamlega góðar heldur ítalskt húsráð til að koma í veg fyrir matarsóun.

Pizza með öllu

  • pizzadeig
  • pizzasósa
  • rifnir ostakantar
  • álegg úr því sem er til

 

Er eitthvað sem er ekki gott á pizzu. Pizza er fullkomin leið til að gera skápahreinsun, nýta afganga og prófa eitthvað nýtt.

 

Veldu eitthvað af því sem gæti verið til í ísskápnum eða búrinu sem álegg: paprika, hálfþurrkaðir tómatar, þystilhjörtu, rauðlaukur, hvítlaukur, ólífur, ananas, maís, döðlur, chilli, jalapeno, spínat, sveppir, snakk, sætar kartöflur, kartöflur, salthnetur, hvítlaukssósa, siracha, bbq sósa, hvítlauks olía, tófú, kjúklingur, rækjur, beikon, pulled pork, skinka, pepperoni, hakk.

Það er líka um að gera að nota ostkanta og rífa niður, jafnvel blanda mismunandi tegundum sem eru til eða ná í rifinn ost sem hefur verið geymdur í frysti.

Svo er bara að fletja út degið, setja á pizza sósu, ost og álegg og baka í ofni í ca. 20 mín við 200 gráður.

Pizzusósa

Myndskreyting gegn matarsóun
  • 1/2 kíló tómatar
  • 4 hvítlauksrif
  • 2 msk ólífuolía
  • salt
  • grænar kryddjurtir

Það er tilvalið að nota ofþroskaða eða kramda tómata til þess að búa til pizzasósu. Ef þú ert í vafa hvort tómatarnir séu í lagi er best að nota nefið, skera burt það sem lyktar illa en nota rest. Það er líka hægt að nota 1-2 dósir af niðursoðnum tómötum. Steikið hvítlauk í botnfylli af ólífuolíu. Sjóðið tómatana saman við, allavega í hálftíma, en því lengur því betri verður sósan. Bætið við grænum kryddjurtum líkt og basíl og timjan af stauk eða notið afgang af ferskum kryddjurtum sem stungið var í frystinn.

Pizzadeig

  • 1 poki þurrger
  • 1 tsk sykur
  • 2 dl heitt vatn
  • 5 dl hveiti
  • 1 msk olía
  • 1 tsk salt

Þurrger leyst upp í volgu vatni með sykrinum og látið bíða í smástund.

Bætið við hveiti, olíu og salti saman við. Hnoðið deigið í höndunum eða í hrærivél. Látið það hefast undir hreinu viskastykki á hlýjum stað í hálftíma til klukkutíma. Til dæmis er hægt að hella volgu vatni í vaskinn og láta brauðskálina ofan í.

Fletjið svo út og bakið.

Brauðmeti

Brauð er ekki bara gott heldur auðvelt að nýta sem grunn fyrir það sem er til heima. Líklegast eiga öll lönd “sitt” eigið brauð, sem sýnir mikilvægi brauðsins.

Geggjuð samloka

  • Eitthvað kremað
  • Eitthvað grænmeti
  • Eitthvað prótein
  • Eitthvað innlagt
  • Eitthvað stökkt

Með þetta sem grunn er alltaf hægt að gera geggjaða samloku. Láttu hugmyndaflugið ráða för. Allt er leyfilegt. Það er hægt að nota hvaða brauð sem er og búa til bæði opna og lokaða samloku.

Eitthvað kremað: hummus, pestó, mæjó, smjör, rjómaostur eða ostsneið

Eitthvað grænmeti: salat, gúrka, tómatar, papríka, avocado, ruccola

Eitthvað prótein: baunasalsa, tófú, egg, afgangs kjúklingur, stappaður lax frá því í gær, afgangs steik skorin í bita.

Eitthvað innlagt:  sólþurrkaðir tómatar, marineraðir sveppir, sýrður rauðlaukur, sýrðar gulrætur, súrar gúrkur

Eitthvað stökkt: spírur, steiktur laukur, radísur, rauðkál skorið þunnt

Tacos

Myndskreyting gegn matarsóun
  • Einhver sósa
  • Eitthvað grænmeti
  • Eitthvað prótein
  • Eitthvað syndsamlegt
  • Taco skel eða tortillas

Ekki festast í sama gamla föstudags tacos-inu. Kíktu í ískápinn áður en þú kaupir inn í taco kvöldið og nýttu það sem er til. Berðu fram í litlum skálum og láttu alla blanda saman að vild. Með þessu móti verða taco kvöldin aldrei eins.

Ekki festast heldur í að hugsa tacos – það er hægt að nota sama prinsipp fyrir aðra rétti sem nota brauð sem grunn eins og t.d. pítur, hamborgar, og samlokur.

Einhver sósa: salsa, sýrður rjómi, chimmichurri, guacamole, chillimæjó, jógúrtsósa með hvítlauk, pico del gallo, hakkaðir tómatar, mango salsa, ananas salsa

Eitthvað grænmeti: Salat, tómatar, gúrka, papríka, maís, hvítkál, rauðkál, avocado, rifnar gulrætur, zuccini, sveppir

Eitthvað prótein: Svartar baunir, nýrnabaunir, kjúklingur, rækjur, steiktur fiskur, halloumi, nautahakk

Eitthvað syndsamlegt: Snakk, rifinn ostur, sultaður laukur, brúnaður laukur, kóríander

Þegar öllu er blandað saman og sett á taco brauð, þá er þetta komið!

Sá sæti

Myndskreyting gegn matarsóun
  • ca. 5 sneiðar afgangs brauð – t.d. kantar og þurrt brauð
  • bragðbætir t.d. marmelaði, epplamauk eða lemoncurd.
  • 2 dl mjólk
  • 1 egg
  • 1/2 tsk kanill
  • 2 tsk sykur

 

Brauðréttur er ekki bara klassík í hverju barnafmæli og fermingu heldur góð leið til að nýta brauð sem hefur séð sinn fífil fegurri. Rífðu brauðið niður og búðu til annaðhvort sætan brauðrétt.

Rífið brauðið niður í smurt mót, eða skerið í ferninga ef það er mjög hart.  Setjið smá bragðbæti á brauðið ef þið viljið. Hrærið saman eggi, mjólk, kanil og sykri og hellið yfir brauðið. Bakist í ofnið í 30 mín við 200 gráður.

Sá salti

Myndskreyting gegn matarsóun
  • ca. 5 sneiðar afgangs brauð – kantar, þurrt brauð, bakaríis brauð sem er búið að harðna
  • grænmeti: t.d. sveppir, spínat, aspas, paprika, púrrulaukur,
  • álegg: t.d. sólþurrkaðir tómatar, afgangur að kjúklingi, skinka, pepperoni,
  • 2 dl rjómi
  • 150 g smurostur, með því bragði sem er til
  • rifinn ostur, gjarnan kantar af osti sem er til

Rífið brauðið niður í smurt mót, eða skerið í ferninga ef það er mjög hart.  Hitið rjóma og smurost saman í pott. Skerið grænmeti og álegg í litla bita og dreifið yfir brauðið. Hellið rjómaosta blöndunni yfir og toppið með rifnum osti. Bakist í ofni í 30 mín við 200 gráður.

Ommelettur

Það eru líklega ekki til þeir afgangar sem ekki er hægt að nýta í ommelettur. Fljótlegt, ljúffengt og næringaríkt.

Tortilla de patatas

  • soðnar kartöflur
  • nokkur egg
  • Laukur
  • kannski eitthvað grænmeti, t.d. zucchini, sveppir
  • kannski eitthvað með seltu, t.d. sólþurrkaða tómata, steikt beikon

 

 

Spænsk ommiletta er frábær leið til að nýta kartöflur frá því í gær og aðra afganga.

Skerðu kartöflurnar í þunnar sneiðar og steiktu á pönnu. Steiktu lauk á pönnunni og ef þú vilt grænmeti sem þú átt til og eitthvað með seltu. Hrærðu saman eggjunum í skál. Helltu eggjablöndunni varlega í pönnuna og steiktu á hægum hita í ca 10 mín. Notaðu disk til að hjálpa þér að snúa henni við og steiktu hinum megin. Gott er að láta ommilettuna standa áður en hún er borin fram.

Frittata

Myndskreyting gegn matarsóun
  • Soðið pasta
  • nokkur egg
  • kannski eitthvað grænmeti, t.d. zucchini, sveppir, rauðlaukur
  • kannski eitthvað með seltu, t.d. sólþurrkaða tómata, steikt beikon
  • kannski smá ost, t.d. fetaost eða rifinn ost

 

Sauðstu óvart of mikið pasta? Fritata er góð og ljúffeng leið til að nota pasta frá því í gær

Skerðu grænmetið og steiktu létt. Blandaðu pastanu út í. Hrærðu saman eggjunum, með smá vatni, mjólk eða rjómaslettu. Saltaðu og pipraðu. Helltu eggjunum yfir pastað og mögulega rifnum osti. Bakaðu í ofni við 200 gráður í ca 30 mín.

Eggjahræra

Myndskreyting gegn matarsóun
  • Nokkur egg
  • Kannski smá rjóma eða mjólkursletta en má sleppa
  • Kannski smá rifinn ostkantur, t.d. parmesan, restar af piparosti
  • Kannski smá grænmeti sem er til, t.d. paprika, laukur, sveppir, tómatar
  • Kanski eitthvað prótein sem er til, t.d. afgangs tófú eða kjötrestir

Stundum nennir maður ekki að bíða eftir því að ommelettan steikist eða bisa við að snúa henni við. Þá er ekkert mál að breyta henni í eggjahræru.

Hræra saman í skál, hræra saman á pönnu. Borða!

Stir-fry

Taktu það sem er til, hrærðu og steiktu. Svo einfalt er stir-fry.

Klássískt stir-fry

  • aðalhlutverk: t.d. sveppir, tófú, fiskur, rækjur, kjúklingur, svínakjöt, nautakjöt
  • aukaleikarar: t.d. papríka, gulrætur, brokkolí, maís, strengjabaunir, sveppir
  • gestaleikarar: t.d. vorlaukur, hvítlaukur, rauðlaukur, sesamfræ, kóríander, jarðhnetur
  • sósa: t.d. blanda af hunangi, sinnepi, soyja sósu, og ediki
  1. Kíktu í ísskápinn og gáðu hvað er til
  2. Veldu eitt aðalhlutverk, 2-3 aukaleikara og eins marga gestaleikara og þú vilt. Hakkaðu aðalhlutverkið og aukaleikarana niður í munnbita og hakkaðu gestaleikarana smátt. Settu aðalhlutverk, aukaleikara og gestaleikara í sér skálar hliðina á pönnunni.
  3. Hitaðu olíu í pönnu, gjarnan wok pönnu. Þegar pannan er heit er farið í að steikja og hræra.
  4. Ef aðalhlutverkið er hrátt kjöt byrjaðu á að steikja það og legðu svo til hliðar. Ef þú notar hart grænmeti eins og gulrætur og brokkolí steiktu það næst. Þareftir er hitt grænmetið sett í, ásamt lauk ef hann er notaður. Seinast eru svo settir aðrir gestaleikarar en laukur, fiskur ef hann er í aðalhlutverki, eldað grænmeti ef það er aukaleikari og sósan.
  5. Það er hægt að leika sér að vild með sósuna. Mikilvægast er að fá góðu blöndu af sætu, seltu og súru. Það eru til margar tilbúnar sósur en svo er líka hægt að nota hugmyndina að ofan.
  6. Gott að bera fram stir fry með hrísgrjónum eða núðlum.

Bixí

Myndskreyting gegn matarsóun
  • Kartöflur skornar í litla bita, gott að nota afganga frá deginum áður
  • Eitthvað prótein, t.d. quarn bitar, reykt tófú, sveppir, medister pylsur, pylsur, kjötrestir
  • Laukur hakkaður smátt
  • Krydd, t.d. salt, pipar, smá soya, steinselja, timjan

 

Bixí er tilvalinn réttur til að nýta afganga.

Öllu blandað saman og steikt á pönnu. Gott að bera fram með rauðbeðum og steiktu eggi.

Eftirréttir

Ekki láta ávexti og ber sem eru á síðasta séns fara til spillis. Skelltu í staðinn í ljúffengan eftirrétt. Mmmm!

Ávaxta cobbler

  • ávexti eða ber sem gott er að hita
  • 6 msk hrásykur
  • smá balsamic edik (má sleppa)
Deigið ofaná:
  • 1dl. olía
  • 200 gr. hafar
  • 100 gr. heilhveiti
  • 45 gr. hrásykur
  • salt
  • 150 ml. mjólk eða vatn

Í uppskriftina má nota alla þá ávexti sem þola að vera borðaðir heitir: perur, epli, plómur, banana, ananas, mangó, öll ber og sitthvað fleira. Magnið er hægt að miða við að það þekji botninn á pæ formi.

Hitið ofnin í 160°c

Nuddið olíunni saman við hveitið og hafrana þangað til þatta lítur út einsog fínn brauðraspur, bætið við sykri og salti, hrærið vel og bætið inn mjólkinni. Myljið þetta yfir heita ávextina hér og þar svo degið taki til sín safan, bakið síðan áfram í 30 mínútur eða svo.

Setjið ávextina alla í eldfast mót, bakið í 20 mín.

Skyrkrem (má sleppa)

  1. 300 g skyr, hreint
  2. 200 ml rjómi
  3. 2 msk hunang
  4. vanillurdropi

Þeytið rjóman og blandið saman við skyrið ásamt hunanginu og smá vanilludropa.

Þetta er ferskar og léttara heldur en að vera með hreinan þeyttan rjóma með ávaxta cobblernum.

Hér má að sjálfsöðu nota hvaða skyr sem leynist í ísskápnum og er í uppáhaldi hjá ykkar fólki.

Besta bananabrauðið

Myndskreyting gegn matarsóun
  • 1,5 bolli fínmalað spelt eða heilhveiti
  • 1/2 bolli haframjöl
  • 2 stk kanill
  • 1/2 tsk salt
  • 1 tsk matarsódi
  • 2 tsk lyftiduft
  • 2 msk kókosolía
  • 3 vel þroskaðir bananar
  • 10 mjúkar döðlur, vel saxaðar (látið liggja í bleyti ef þarf)
  • 1 stórt egg

Hitið ofinn í 175°. Hrærið saman spelti, haframjöli, matarsóda, lyftidufti, og kanil í deigið og blandið vel. Bræðið kókosolíu. Bætið henni, bönunum, döðlum og eggi í mixer og hrærið vel saman.  Setjið deigið í smurt brauðform og bakið í 40-50 mínútur.

Boozt

Boozt er fljótlegur og hollur morgunmatur eða millimál. Þau eru líka tilvalin leið til að nýta ávexti, grænmeti, eða mjólkurvörur sem eru komnar á síðasta séns.

Velvildar velþroskaður vellingur

  • Vel þroskaður banani (má sleppa)
  • Aðrir vel þroskaðir ávextir eða ber, t.d. mangó, pera, appelsína, epli, hindber, bláber, spínat, avocado
  • Vökvi, t.d. klaki, möndlumjólk, mjólk, appelsínudjús, epladjús, létt ab mjólk, skyr, grísk jógúrt
  • Bragðbætir (má sleppa), t.d. hnetusmjör, möndlusmjör, döðlur lagðar í bleyti, mynta, hunang, kakó

Boozt, smoothie, sjeik, vellingur, hvað sem það nú allt heitir, þá er það frábær leið til að umbreyta vel þroskuðum ávöxtum í ljúffenga næringu.

Magn og þykkt fer eftir smekk og því sem er til. Blandið að villd, skellið í mixer eða maukið með stafmixer. Klárt!

Ef þú ert óviss hvort að velþroskuðu ávextirnir séu mögulega orðnir ofþroskaðir byrjaðu þá á því að nota nefið! Treystu skynfærunum áður en þú hendir ávöxtunum. Af velþroskuðum ávöxtum er sætur ilmur. Þó að ávextirnir séu marðir, mjúkir eða með blettóttan börk getur verið í góðu lagi að nota þá í smoothie, og það er alltaf hægt að skera burt það sem er orðið of þroskað. Ef það er vond eða súr lykt af ávöxtunum eru þeir orðnir of gamlir.

Séns safi

Myndskreyting gegn matarsóun
  • ávexti og grænmeti sem komið er á séns
  • afskurður af grænmeti og ávöxtum

Áttu grænmeti eða ávexti sem er komið á séns? Áttu safapressu? Þá er þetta uppskriftin fyrir þig!

Það eru engin takmörk fyrir því hvað er hægt að setja í séns safa. Það getur til dæmis verið sniðugt að safna saman afskurði af grænmeti og ávöxtum í dall yfir vikuna og tína svo til annað grænmeti og ávexti sem eru komin á séns. Öllu þessu er svo skellt í safapressuna í lok vikunnar. Eina vikuna verður það þá kannski blanda af gulrótum, papríku, gúrku og appelsínu. Næsta vika verður þá kannski brokkolístilkur, sellerí, pera og epli. Hvað sem það er verður það örugglega ljúffengt orkuskot!