Uppskriftir gegn sóun: Spænsk Tortilla

28. september 2021

Rétt upp hönd sem hefur gerst sek eða sekur um að henda afgangs frönskum? Fyrsti vinningshafi samfélagsmiðla leiksins okkar sem nefnist Uppskriftir gegn sóun spurði fylgjendur sína þessarar áleitnu spurningar. Svarið er að líklegast hafa margir séð á eftir köldum frönskum í ruslið. Rannsóknir sýna að þeir sem borða mikið af skyndibita henda að jafnaði meiri mat. Þessu er hægt að breyta með því að gefa frönskunum nýtt líf í stað þess að henda þeim í ruslið.

Þetta var einmitt það sem hún Allý sem er með reikninginn heilsuhorn_allyjar á instagram. Hún skellti í eina mjög svo girnilega spænska tortilla með afgangs frönskum.

Spænsk Tortilla

Innihald:

  • Afgangs franskar (sjoppu eða heimagerðar)
  • 2-4 egg (fer eftir því hvað þú átt mikið af frönskum)
  • 1 laukur
  • Laukduft, frönsku krydd, hvítlauksduft allt eftir smekk
  • Extra virgin ólífuolia

Aðferð:

  • Skera franskar og lauk í mjög smáa bita
  • Hita franskar örlítið upp í örbylgju til að mýkja
  • Hræra öllu vel saman og leyfa því að standa
  • Hella smá olíu á pönnu
  • Hella blöndunni á pönnu
  • Steikja við vægan hita
  • Flippa yfir á disk og steikja á hinni hliðinni þar til klárt

Hægt er að finna þessa uppskrift og fleiri uppskriftir gegn sóun hér. Við óskum Allý til hamingju með vel verðskulduð verðlaun í leiknum og sendum henni 10.000 króna gjafabréf frá Te & Kaffi sem þökk.