Uppskriftir gegn sóun: Pottréttur Krumma

30. september 2021

Er grænmetisskúffan full af grænmeti sem hefur munað sinn fífil fegri? Vinningshafi samfélagsmiðla leiksins okkar sem nefnist Uppskriftir gegn sóun er með lausn á þeim vanda. @krumminn leggur til að maður búi til pottrétt úr grænmetinu og gefa því þannig nýtt líf. Skelltu svo bara smá próteini út í, eins og baunum eða afgangs kjúklingi og þá ertu kominn með saðsamann kvöldmat.  

Pottréttur Krumma

Innihald:

 • 1/2 – 1 laukur, skiptir ekki máli hvaða gerð
 • smá chilli eða engifer eða hvítlaukur, ef það er til
 • afganga grænmeti, t.d. kartöflur, brokkolí, gulrætur
 • 1 dós niðursoðnir tómatar
 • 1 dós kókosmjólk eða bara venjulegur rjómi
 • kjúklingabaunir eða rauðar linsubaunir eða afgangs kjúklingur
 • krydd, t.d. oregano, basiliku eða túrmerik og karrí

Aðferð:

 • steikið hakkaðan lauk og grænmeti á pönnu
 • bætið kryddi út í og chilli, lauk eða engifer, ef það er notað
 • bætið út í niðursoðnum tómötum og kókosmjólk út í og látið malla
 • í lokin er baunum eða afgangs kjúklingi bætt út í svo það nái að hitna
 • saltað og piprað eftir smekk
 • borið fram með frosnu brauði sem hefur verið léttsteikt á pönnu með salti og pipar. Þarna koma endarnir á súrdeigsbrauðinu sér líka vel eða rest af polarbrauði.

Hægt er að finna þessa uppskrift og fleiri uppskriftir gegn sóun hér. Við óskum @krumminn til hamingju með vel verðskulduð verðlaun í leiknum og sendum henni 10.000 króna gjafabréf frá Te & Kaffi sem þökk.