Uppskriftir gegn sóun: Núðlur fyrir nautnaseggi

1. október 2021

Áttu grænmeti á síðasta séns? Vinningshafi samfélagsmiðla leiksins okkar sem nefnist Uppskriftir gegn sóun er með lausn á þeim vanda. @helenareynis leggur til að maður bjargi málunum með því að skella í einn núðlurétt. Þessar núðlur eru fyrir nautnaseggi, því þær eru bæði sjúklega easy og sjúklega tasty, eins og Helena sjálf orðaði það. 

Kremaða pastað hennar Kristrúnar

Innihald:

  • Núðlur, t.d. instant núðlur
  • Grænmeti sem er til, t.d. zucchini, gulrætur, sveppir
  • Laukur, t.d. blanda af gulum lauk, hvítlauk og vorlauk
  • sesamolía, eða önnur góð olía
  • sesamfræ (má sleppa)
  • soyja sósa
  • gúrkubitar til skreytinga (má sleppa)

Aðferð:

  • Hakkið lauk
  • Skerið grænmeti í passlega bita
  • Steikið grænmeti og lauk á pönnu. Hart grænmeti fyrst, svo mjúku grænmeti bætt við.
  • Sjóðið núðlur samkvæmt leiðbeiningum
  • Skvettið á smá sesamolíu og soya sósu
  • Toppið með sesamfræjum og gúrkubitum

Hægt er að finna þessa uppskrift og fleiri uppskriftir gegn sóun hér. Við óskum @helenareynis til hamingju með vel verðskulduð verðlaun í leiknum og sendum henni 10.000 króna gjafabréf frá Te & Kaffi sem þökk.