Ljúffengt hrekkjavökuskraut

27. október 2021

Sífellt fleiri halda hrekkjarvöku hátíðlega hér á landi og hafa tekið upp þann sið að skera út grasker. Á ári hverju eru á heimsvísu mörg þúsundir tonna af graskerum sem fara í ruslið eftir Hrekkjavöku án þess að nokkur hafi borðað innihald þeirra. Slík sóun skapar óþarfa álag á umhverfið. 

Grasker eru full af vítamínum og hægt að nýta á marga vegu. Einnig er hægt að nýta graskersfræin og neysla þeirra hefur góð áhrif á heilsuna, og því mikil sóun að henda þeim í ruslið. 

Ætt skraut

Það er hægt að skreyta fyrir Hrekkjavöku án graskera, t.d. með mandarínum, melónu, butternut squash eða öðru sem maður er viss um að maður vilji borða innan úr. Það er líka hægt að gera mat með hrekkjavökuþema úr öðru en graskerjum, t.d. múmíu pylsur, drauga sykurpúða og kóngulóa kökur.

Nýta innihald graskerja

Ef grasker eru notuð til skreytinga er mikilvægt að nýta innhald þeirra. Ef ekki gefst tími til að elda það um leið má skera það niður í bita og frysta.  Það er til dæmis tilvalið að nýta grasker í notalega heita súpu eða pottrétt yfir vetrartímann. 

Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir af uppskriftum en það er líka um að gera að nýta það sem er til og prófa sig áfram með að nota grasker í staðinn fyrir annað grænmeti sem maður er vanur að nota í aðra rétti! Til að draga úr matarsóun er mikilvægt að vera ófeimin við að skipta út innihaldi í uppskriftum og lagfæra magn til að nýta sem best það sem til er. 

Ætt skraut

Hrollvekjandi melónur

Skreyttar mandarínur

Drauga og múmíu brownies

Múmíu pylsur

Köngulóakökur

Graskers uppskriftir

Á uppskriftasíðu Saman gegn sóun má finna ýmsar uppskriftir sem hægt væri að nýta grasker í . Til dæmis er hægt að nota grasker í kókossúpu, diskósúpu eða eldað úr öllu kássu.  

Graskers marmelaði

Graskers vöfflur

Graskers baka

Graskers- og kókossúpa 

Graskers- og eplasúpa 

Graskers- og spínatlasagne 

Ofnbakað grasker sem meðlæti 

Ristuð graskersfræ   

Instagram inspo 

#eatyourpumpkin