Leiðbeiningar um ábyrga plastnotkun í atvinnulífinu nú á vefnum

13. október 2022

Við höfum nú birt hér á vefnum upplýsingar um ábyrga plastnotkun sem fyrirtækin í landinu geta nýtt sér.

Kjarninn í okkar ráðleggingum er að nauðsynlegt er að útrýma öllu óþarfa plasti og skapa hringrás fyrir það plast sem við þurfum. Atvinnulífið leikur hér lykilhlutverk.

Leiðbeiningarnar má nálgast á undirsíðunni Atvinnulífið. Þar kennir ýmissa grasa m.a. má þar finna upplýsingar um hvað helstu geirar geta gert til að stuðla að ábyrgari plastnotkun, hvaða ávinning það getur haft í för með sér, allt um tilskipun ESB um einnota plast sem tekin hefur verið upp í íslensk lög, upptökur af áhugaverðum erindum og fleira.