Plast í atvinnulífinu

„Atvinnulífið leikur lykilhlutverk í að koma á ábyrgari plastnotkun í samfélaginu“

Það er atvinnulífið sem framleiðir plast, flytur inn plast, pakkar vörunum sínum í plast og selur plast. Það er ekki skrítið að plast verði fyrir valinu því enda mjög nytsamlegt efni sem hægt er að gefa nánast hvaða eiginleika sem er. Auk þess er það oft létt og ódýrt miðað við önnur efni og endist lengi. Ofnotkun okkar á plasti hefur hinsvegar í för með sér mikla sóun og slæm áhrif á umhverfi og heilsu. Með ábyrgari notkun á plasti er hægt að ná jafnvægi milli þeirra lífsgæða sem plastið hefur stuðlað að, á sama tíma og dregið er úr neikvæðum áhrifum á umhverfi og samfélag. 

 

Spói

Hvað þurfa fyrirtæki að gera? 

Útrýma öllu óþarfa plasti 

Tryggja að plastið sem þarf sé endurnýtanlegt og endurvinnanlegt

Koma í veg fyrir að plast endi í náttúrunni

Umbúðir

Landbúnaður

Sjávarútvegur

Skrifstofur

Byggingariðnaður

Ferðaþjónusta

Hér má finna upptöku af opnum fyrirlestri sem haldinn var þann 13. október 2022. Svör við spurningum má finna hér.

Málþing um plastið í atvinnulífinu

Upptökur frá málþingi Grænvangs í maí 2021.

Reglur um plast

Um mitt ár 2021 tóku í gildi reglur sem setja einnota plastvörum hin ýmsu takmörk.

Í hverju felast lögin og hvaða lausnir standa til boða?

Af hverju ábyrgari plastnotkun?

Það eru margar ástæður fyrir því að framleiðendur umbúða, vörumerkja eigendur, og atvinnulífið almennt eiga að stefna að ábyrgari plastnotkun.

Innleiðir hringrásarhagkerfið

Hringrásarhagkerfið er hagkerfi þar sem leitast er við að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi með áherslum sem tryggja að hægt sé að viðhalda verðmætum auðlinda eins lengi og mögulegt er. Markmiðið er að lágmarka auðlindanotkun og þar með úrgangsmyndun. 

Plast sem er notað á óábyrgan hátt er mjög skaðlegt umhverfinu. Plast getur hinsvegar verið tiltölulega umhverfisvænt ef því er komið inn í lokaða hringrás. Plast er mjög endingagott og hentar því vel að nota það aftur og aftur. Auk þess er hægt að endurvinna margar tegundir af plasti með góðum árangri.

    Lægra kolefnisspor

    Það er hægt að velja plast með lægra kolefnisspor. Lífplast sem unnið er úr hliðarafurðum matvælaframleiðslu eru að jafnaði með lægra kolefnisspor en hefðbundið plast. Endurunnið plast er einnig með lægra kolefnisspor en nýplast. Að jafnaði er minni orka nýtt í endurvinnsluferlinu en við útdrátt hráefnisins sem er nýtt í plast og vinnslu. 

      Nýting á endurunnu plasti er forsenda endurvinnslu plasts

      Markaðslögmál stýra endurvinnslu. Ef engin eftirspurn er eftir endurunnu hráefni þá svarar það ekki kostnaði að endurvinna það. Það eru því ekki endilega tæknilegar hindranir sem gera það að verkum að efni er ekki endurunnið, heldur ónóg eftirspurn. 

      Forðast orðsporsáhættu

      Fyrirtæki hafa mörg hver sett sér markmið um að verða umhverfisvænni. Þetta er hægt að gera með því að draga úr magni plasts, koma á hringrás plast, endurvinna betur og nýta meira af endurunnu plasti.  

      Byggja upp traust

      Æ fleiri neytendur vilja umhverfisvænar vörur, sérstaklega á meðal ungs fólks sem eru neytendur framtíðarinnar. Með því að bæta nýtingu á plasti og nota endurunnið plast í vörum sínum er hægt að ná til þessa hóps. 

      Draga úr plastmengun

      Plastrusl á landi og í vatnsfarvegum er alvarlegt umhverfisvandamál sem hefur áhrif á heilsu manna, dýra og lífríkisins almennt.  

      Þetta umhverfisvandamál getur á endanum líka haft áhrif á efnahaginn og atvinnulífið. Til dæmis getur plastmengun dregið úr fiskveiðum þar sem plast og örplast er hættulegt lífríki sjávar. Túrismi getur einnig minnkað á stöðum þar sem ímynd landa skaðast af miklu magni af plastrusli.

        Minnka þörfina á löggjöf

        Því betur sem atvinnulífinu tekst að bregðast við umhverfisvandanum sem tengist plastmengun því minni ástæða verður til þess að innleiða íþyngjandi löggjöf. 

        Bláskelin er viðurkenning sem er veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu.