Gleðilegan Hringrásar mánudag!

22. nóvember 2021

Í dag, 22. Nóvember er Hringrásar mánudagur (e. Circular Monday). Dagurinn er mótvægi við ofneyslu vegna Svarts föstudags. Í staðinn fyrir að kaupa nýja hluti á tilboðsdögunum hvetjum við ykkur því til að taka þátt í hringrásinni. 

Hringrásar mánudagur, er framtak sem á uppruna sinn í Svíþjóð, og hefur líka verið kallaður hvítur mánudagur. Á deginum er fólk hvatt til að stunda hringrásar-neyslu (circular consumption), það er að versla notað, nýta deiliþjónustur, viðgerðaþjónustur, fá lánað eða versla einungis umhverfisvottaðar vörur. Skilaboðin eru að maður getur í raun verslað eins mikið og maður vill án þess að ganga á auðlindir jarðar, að því gefnu að maður stundi hringrásar neyslu.  

Afslættir á hringrásinni í tilefni dagsins

Víðsvegar um heim hafa margar second-hand verslanir og viðgerðaþjónustur tekið þátt í hringrásar mánudegi með því að bjóða upp á afslátt á deginum.  Við höfðum samband við fyrirtæki sem við teljum styðja við hringrásarhagkerfi og hvöttum þau til að taka þátt í deginum t.d. með því að bjóða upp á afslátt af vöru eða þjónustu hjá sér. Hér er listi yfir þá sem við vitum að bjóða upp á afslátt:  

Verslun eða þjónusta Hvar? Hvað? Tilboð 
VerzlanahöllinLaugavegur 26, ReykjavíkBásar þar sem hægt er að kaupa og selja notaðn fatnað 25% afsláttur af básaleigu (óháð lengd) með kóðanum CIRCULAR.
Spjaraspjara.is
Sundlaugarvegi 34, Reykjavík
Stafræn fataleiga með merkisvöruTilboð í dag
Aftur nýtt Sunnuhlíð 12, Akureyri 
afturnytt.is
Básar þar sem hægt er að kaupa og selja notaðan fatnað 20% afsláttur af leigu á básum í dag 
Sódavatn Höfuðborgarsvæðinu 
sodavatn.is
Hringrásarþjónusta fyrir sódavatnshylki Fyrsta hylki frítt ásamt heimsendingu fyrir þá sem skrá sig í áskrift í dag 
Vistvera Efstalandi 26, Reykjavík 
Eyrarvegi 5, Selfoss 
vistvera.is
Áfyllingavörur, margnota vörur, og plastlausar lausnir 15% afsláttur á öllum vörum 
Guðrún Borghildur Vesturgata 4, Reykjavík 
kirs.is/author/gudrun  
Endurnýtt hráefni eins og leðurjakkar og gömul tjöld nýtt til að búa til fylgihluti af ýmsu tagi Tilboð á vörum 
Vistvæna búðin Sunnuhlíð 12, Akureyri Áfyllingavörur, margnota vörur, og plastlausar lausnir 20-40% afslátt af áfyllingarvörum 
ABC nytjamarkaður Nýbýlavegur 6, 200 Kópavogur Nytjamarkaður ABC barnahjálpar til styrktar hjálparstarfinu 50% afsláttur á öllum húsgögnum, og allar vínilplötur á 100 kr, eða með 400 kr afslætti. 
Extraloppan Smáralind, Kópavogi 
extraloppan.is 
Básar þar sem hægt er að kaupa og selja notaðn fatnað Afsláttur á básaleigu 
Barnaloppan Skeifan 11a, Reykjavík 
barnaloppan.is 
Básar þar sem hægt er að kaupa og selja notaðn barnafatnað og aðrar barnavörur Afsláttur á básaleigu 

Veist þú um fyrirtæki sem vantar á listann? Sendu okkur línu á ust@ust.is með titlinum Hringrásar mánudagur 

Hér er líka listi yfir hringrásar verslanir sem hægt er að styðja alveg sérstaklega í dag.

Þema dagsins rímar vel við Evrópsku nýtnivikuna sem stendur yfir núna dagana 21.-29. Nóvember. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr sóun.  Hringrásarhagkerfið snýst um að deila, leigja, lagfæra, fá lánað, endurnýta, endurframleiða og endurvinnslu. Þetta er leiðin sem við verðum öll að fara saman, fyrir sjálfbæra framtið og velferð okkar á jörðinni.