Er‘ekki allir í stuði?! Hagsmunaaðilafundur um raftæki

2. maí 2023

Skráning á fundinn er nauðsynleg – sjá hér.

Þann 24. maí næstkomandi bjóða Saman gegn sóun, Sorpa, Úrvinnslusjóður og Tækniskólinn öllum sem starfa við og/eða hafa áhuga á hönnun, sölu, notkun, viðgerðum og endurvinnslu raftækja til fundar í Góða hirðinum.

Til að draga úr þeim neikvæðu umhverfisáhrifum sem raftæki hafa í för með sér er mikilvægt að hagsmunaaðilar ræði saman. Á fundinum hlýðum við á fyrirlestra og ræðum í sameiningu um stöðu raftækja í hringrásarhagkerfinu. Til umræðu verður einna helst hvað stendur í vegi fyrir því að við getum: 

  • dregið úr ofneyslu raftækja?
  • lengt líftíma raftækja?
  • aukið flokkun og endurvinnslu raftækja? 

Fyrir hverja?

  • Framleiðendur raftækja
  • Verslanir sem selja raftæki
  • Móttökuaðila raftækja
  • Viðgerðaraðila raftækja
  • Endursöluaðila raftækja
  • Verkfæraleigur
  • Fyrirtæki og stofnanir sem kaupa og nota raftæki
  • Öll áhugasöm um raftæki og hringrásarhagkerfi

Sem fyrr segir fer fundurinn fram í Góða hirðinum þann 24. maí næstkomandi frá kl. 8:30-11. Skráning fer fram hér.
Fundinum verður ekki streymt.

Tengliðir verkefnisins eru Birgitta Steingrímsdóttir (birgittasteingrims@ust.is) og Þorbjörg Sandra Bakke (thorbjorgb@ust.is) hjá Saman gegn sóun.

Sjáumst í stuði!