Er'ekki allir í stuði?!

Hagsmunaaðilafundur um raftæki miðvikudaginn 24. maí 2023 frá kl. 8:30-11. Öll velkomin!

Skráning 

  •  

Um fundinn

Til að draga úr þeim neikvæðu umhverfisáhrifum sem raftæki hafa er mikilvægt að hagsmunaaðilar ræði saman og finni lausnir.

Saman gegn sóun, Sorpa, Úrvinnslusjóður og Tækniskólinn bjóða öllum sem starfa við og/eða hafa áhuga á hönnun, sölu, notkun og endurvinnslu raftækja til fundar í Góða hirðinum þann 24. maí næstkomandi frá kl. 8:30-11.

Á fundinum hlýðum við á fyrirlestra og ræðum í sameiningu um stöðu raftækja í hringrásarhagkerfinu. Til umræðu verður einna helst hvað stendur í vegi fyrir því að við getum: 

  • dregið úr ofneyslu raftækja?
  • lengt líftíma raftækja?
  • aukið flokkun og endurvinnslu raftækja? 

Fyrir hverja?

  • Framleiðendur raftækja
  • Verslanir sem selja raftæki
  • Móttökuaðila raftækja
  • Viðgerðaraðila raftækja
  • Endursöluaðila raftækja
  • Verkfæraleigur
  • Fyrirtæki og stofnanir sem kaupa og nota raftæki
  • Öll áhugasöm um raftæki og hringrásarhagkerfi

Tengliðir verkefnisins eru Birgitta Steingrímsdóttir (birgittasteingrims@ust.is) og Þorbjörg Sandra Bakke (thorbjorgb@ust.is) hjá Saman gegn sóun. 

Sjáumst í stuði!

Samstarfsaðilar

Rauði krossinn
Listaháskóli Íslands