Bláskelin afhent þann 15. september

7. september 2022

Bláskelin, viðurkenning umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir, verður afhent á málþingi Plastlauss september í Veröld – húsi Vigdísar þann 15. september kl. 17.

Í ár komust þrír aðilar í úrslitahóp og munum við segja frá þeim og þeirra frábæru lausnum á næstu dögum. Fyrrum handhafar Bláskeljarinnar eru Segull 67 Brugghús, Matarbúðin Nándin og Pure North Recycling.

Í dómnefnd Bláskeljarinnar í ár sátu Áslaug Hulda Jónsdóttir, aðstoðarmaður háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Skúli Þórðarson, sviðstjóri á Umhverfisstofnun, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, Freyr Eyjólfsson verkefnastjóri hjá Sorpu og Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir fyrir hönd Ungra Umhverfissinna.

Við hvetjum áhugasama til að mæta og hlýða á áhugaverðar umræður og sjá hver hlýtur Bláskelina í ár. Málþingið ber heitið Plastvandinn – reddast þetta? og munu brautryðjendur og sérfræðingar frá fyrirtækjum, háskólasamfélaginu, félagasamtökum og stjórnvöldum ræða viðbrögð við plastmengun og hvernig við getum unnið saman. Frítt inn og allir velkomnir!

Sjá viðburð á Facebook hér.