Bláskelin eru nýsköpunarverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir framúrskarandi lausn í plastmálefnum. Bláskelin verður afhent á málþingi Plastlauss septembers 16. september klukkan 17:00 í Auðarsal í Veröld – húsi Vigdísar.
Viðurkenningin er veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Kallað var eftir tilnefningum á vormánuðum og voru 17 aðilar tilnefndir í 25 tilnefningum. Allir aðilarnir eiga það sameiginlegt að á einn eða annan hátt hafa lagt sitt af mörkum við að bæta samband okkar við plast, t.d. með því að stuðla að minni plastnotkun, betri plastnotkun, og bættri hringrás plasts.
Tilnefndir voru:
- Balancing powder shampoo
- Bambahús
- Borgarbókasafnið
- Fermata
- HempPack
- Hreinni hornstrandir
- Krónan og Plastplan
- Matarbúðin Nándin
- Munasafn
- Pure North Recycling
- Sódavatn.is
- Sólheimar
- Súrkál fyrir sælkera
- Te og Kaffi
- Vistvera
- Vistvæna búðin
- Waldorfskólinn Lækjarbotnum
Fjórir aðilar komust í úrslitahóp, og munum við fjalla um hvern og einn á næstu dögum. Við hvetjum ykkur því til að fylgjast vel með því!
Dómnefnd Bláskeljarinnar skipa Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, sviðstjóri á Umhverfisstofnun, Sigríður Ingvarsdóttir, fyrrv. forstjóri Nýsköpunnarmiðstöðvar Íslands, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, Natalie Ouelette, fyrir hönd Plastlauss september og Björk Gunnbjörnsdóttir, fyrir hönd Ungra Umhverfissinna.
Við val á verðlaunahafa var horft til eftirfarandi þátta:
- nýsköpunargildi viðkomandi lausnar
- hvort lausnin stuðli að hringrásarhagkerfinu
- hvert framlag lausnarinnar sé til umhverfismála
- hvaða plastvöru sé verið að komast hjá með lausninni
- hvort lausnin hafi möguleika á að komast í almenna notkun