Vinnustofa um ábyrga notkun plasts

4. nóvember 2021

Hvenær: 18.nóvember kl.13-16 
Hvar:  Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35 – salur á fyrstu hæð.

Grænvangur og Umhverfisstofnun boða til vinnustofu um val á umhverfisvænni umbúðum og ábyrgari notkun á plasti. Vinnustofan er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda sem miðar að því að leysa okkur Úr viðjum plastsins

Í vinnustofunni verður farið yfir leiðbeiningar í vinnslu og atvinnulífinu gefið færi á því að koma með uppbyggilega gagnrýni á efnið svo upplýsingagjöfin geti orðið markvissari og réttari. 

Leiðbeiningarnar eru unnar af Umhverfisstofnun og markmið þeirra er að auðvelda atvinnulífinu ábyrgari notkun á plastumbúðum, t.d. með því að auðvelda þeim val á plastvörum sem hentar til endurnotkunnar og endurvinnslu. Um leið er tilgangur vinnustofunnar að vekja athygli stjórnenda fyrirtækja á þeim sóknarfærum sem felast í að auka virði vöru og þjónustu með því að nýta plast með ábyrgum hætti í starfsemi sinni og draga úr plastnotkun þar sem það er mögulegt.

Við óskum eftir breiðri þátttöku úr atvinnulífinu og biðjum áhugasama um að skrá sig fyrir 12. nóvember 2021. Nánari dagskrá verður send þá þátttakendur þegar nær dregur.

Skráning