Við skorum á nemendur að taka þátt í plastkapphlaupinu!

19. nóvember 2021

Í nóvember skorar Norden i skolen á alla nemendur í Norðurlöndunum til að beina sjónum sínum að rusli í náttúrunni. Með því að taka þátt í plastkapphlaupinu geta bekkir um öll Norðurlöndin hjálpast að við að bjarga náttúrunni. Þið veljið sjálf hvort þið einbeitið ykkur að sjávarsíðunni, skóglendi, skólalóðinni eða aðra staði þar sem þið teljið að þörfin sé brýn.

Svona farið þið að

  1. Leitið uppi stað í náttúrunni þar sem er rusl og þörf á að hreinsa til.
  2. Setjið af stað skeiðklukku, hlaupið af stað með bekknum og safnið saman eins miklu og þið getið af plasti, og öðrum efnum sem brotna ekki niður á náttúrulegan hátt, á 15 mínútum.
  3. Takið ruslið sem þið söfnuðuð saman með ykkur upp í skóla, myndið nemendurnar með ruslahauginum og hlaðið upp á nordeniskolen.org
  4. Flokkið ruslið! Skiptið nemendunum upp í hópa og gerið flokkunina sömuleiðis að skemmtilegri keppni. Hvaða hópur verður fyrstur til að flokka sinn ruslahaug. Ath! Ruslið verður að sjálfsögðu að vera flokkað á réttan hátt!

VINNINGURINN FER Í BEKKJARSJÓÐINN

Þeir bekkir sem taka þátt keppast um sigurlaun sem nema 5000 DKK sem renna rakleiðis í bekkjarsjóðinn. Til að taka þátt þarf bekkurinn í síðasta lagi að skila inn mynd þann 30. nóvember 2021 en þá verður sigurvegarinn dreginn upp úr lukkupotti úr hópi þeirra sem skiluðu inn mynd á www.nordeniskolen.org. Gangi ykkur vel!

Skráning á Norden i skolen