Mjólkin kemur svo sannarlega víða við á leið sinni úr haga í maga! Mjólkin er dýrmæt afurð sem hefur farið í gegnum langt framleiðsluferli áður en hún endar hjá okkur neytendum.
Því er mjög mikilvægt að hugsa sig vel um áður en maður sóar fullkomlega góðum mjólkurafurðum. Til þess að meta gæðin er lang best að einfaldlega treysta á sín eigin skynfæri, Nota nefið, lykta og smakka. Það er nefnilega ekkert hættulegt, því „Best fyrir“ dagssetningin á mjólkurvörum er ekki það sama og „síðasti neysludagur“. Best fyrir er einungis sú dagssetning sem framleiðandinn treystir sér til þess að lofa fullum gæðum og eiginleikum vörunnar. Varan þarf samt alls ekki að vera vond eða ónýt þó hún sé komin fram yfir Best fyrir. Treystum nefinu okkar í þessu!
„Um framleiðsluna sjá rúmlega 26 þúsund mjólkurkýr sem búa á 600 kúabúum víðsvegar um landið. Þær skila af sér um 3 milljónum lítra af mjólk í hverri viku sem mjólkurbíllinn sækir og keyrir til afurðastöðva þar sem hún verður að yfir 300 tegundum mjólkurvara.“ Lesið meira og sjáið nýtt myndband á www.naut.is
Horfa á myndband: ÚR HAGA Í MAGA