Upptökur frá Nýtniviku

26. nóvember 2020

Nú líður að enda nýtnivikunnar sem hefur farið fram undanfarna daga víðsvegar um Ísland og Evrópu. Átakið er samevrópskt og hefur það að markmiði að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs. 

Umhverfisstofnun og Reykjavíkurborg hafa að þessu tilefni boðið til hádegiserinda en hér fyrir neðan má finna upptökur af fyrstu tveimur. Þriðju upptökunni verður bætt inn eftir morgundaginn eftir að erindið hefur verið flutt.

Out of sight, out of mind: the outsourced global warming impact of Iceland

Jukka Heinonen, prófessor við Háskóla Íslands flutti erindið Out of sight, out of mind: the outsourced global warming impact of Iceland. Erindið sem fór fram á ensku fjallar um neysludrifið kolefnisspor Íslendinga, en samkvæmt rannsóknum Jukka er það með því hæsta sem þekkist á heimsvísu.

Að lifa í samræmi við gildin okkar

Hrefna Björg Gylfadóttir flutti erindið Að lifa í samræmi við gildin okkar. Hrefna Björg er loftslagsaðgerðarsinni sem hefur kannað mismunandi leiðir til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt, allt frá því að lifa zero waste lífsstíl yfir í að leiða stærri verkefni tengd kerfisbreytingum. Hrefna Björg fjallaði um hvernig við sem einstaklingar getum haft áhrif á tímum loftlagsbreytinga.

Umhverfisáhrif netnotkunar og gagnavera

Árni Jón Eggertsson framkvæmdastjóri Reykjavík Data Center segir okkur frá umhverfisáhrifum gagnavera og hvernig við getum dregið úr stafrænu kolefnisspori okkar.

Í ár var þema vikunnar „það sem ekki sést“ og er þar vísað til alls úrgangs og sóunar sem myndast í framleiðsluferli vöru áður en hún kemst í okkar hendur en einnig mengunar sem verður vegna virkni vöru án þess að við verðum þess sérstaklega vör. Dæmi um úrgang og sóun sem við gerum okkur svo sannarlega ekki alltaf grein fyrir er orkunotkun og kolefnisspor netnotkunar.