Upptaka af umræðufundi um textíl

18. júní 2021

21. maí síðastliðinn fór fram upplýsinga- og umræðufundur um um aðgerðir gegn textílsóun og ójöfnuði undir nafninu Sníðum okkur stakk eftir vexti.

Á fundinn mætti fjöldi fólks sem starfar í textílbransanum og umhverfisgeiranum auk annara áhugasamra. Þáttakendur hlýddu á erindi um sjálfbæra neyslu og framleiðslu textíls og tóku í kjölfarið þátt í umræðum í minni hópum þar sem ræddar voru hugmyndir að aðgerðum sem ætlunin er að nýta sem grunn að vinnu aðgerðaráætlunar um aukna sjálfbærni textíls.

Hlýða mátti á eftirfarandi erindi af viðburðinum í myndbandinu hér fyrir neðan.  

Sustainability and circularity in the textile value chain
Bettina Heller, programme officer at UNEP

Kauphegðun Íslendinga – tíska og textíll
Kristín Edda Óskarsdóttir, meistaranemi í félagslegri sálfræði og umhverfisfræði

Ecolabelled textiles – the sustainability journey of Blanche
Melissa Bech, co-founder and brand director of Blanche CPH

Sjálfbærni í textíl: Neysla nýting og nýsköpun
Ásdís Jóelsdóttir, lektor í textíl og hönnun við HÍ