Umhverfisvænt jóladagatal fyrir börnin

30. nóvember 2021

Í desember eru margar fjölskyldur með jóladagatöl fyrir börnin. Hægt er að fara ýmsar leiðir, en við mælum með því að hafa í dagatalinu upplifanir frekar en dót og drasl. Hér eru 24 tillögur. Við þökkum Facebook vinum okkar fyrir góðar tillögur!

1. Hlustum á lagið um jólaköttinn yfir morgunmatnum

2. Bökum pipakökur

3. Förum í sund

4. Rennum okkur á sleða

5. Búum til snjókarl eftir skóla/leikskóla

6. Föndrum jólamerkimiða úr afgangs pappír

7. Skreytum

8. Höfum kveikt á kerti yfir morgunmatnum

9. Hlustum á Snjókorn falla þegar við erum búin að klæða okkur

10. Búum til jólagjafapappír úr dagblöðum/ónýttum pappírspokum

11. Gera bananapönnukökur í morgunmat á virkum degi

12. Klárum ísinn í frystinum (eða eitthvað sem börnunum finnst gott og búum þannig til pláss í frystinum)

13. Heimsækjum ömmu og afa/frænku og frænda/vini

14. Skrifum jólakort

15. Plokkum saman

16. Gefum fuglunum að borða

17. Búum til heitt súkkulaði eftir skóla

18. Spilum spil

19. Horfum á jólamynd

20. Bökum lakkrístoppa

22. Pökkum inn jólagjöfum

23. Fara í strætórúnt að skoða jólaljósin í hverfinu

24. Lesum jólasögu

Bendum líka á þetta skemmtilega samverudagatal sem Múlaþing gerði.