Alþjóðlegi hreinsunardagurinn verður haldinn hátíðlegur á laugardaginn 18. september. Þá er um að gera að bretta upp ermar og taka til hendinni. Fyrir þá sem eru staddir á Húsavík eða nágrenni bendum við á strandhreinsun sem Ocean Missions stendur fyrir í samstarfi við við norræna verkefnið NordMar Plastics. Öllum er velkomið að koma og hreinsa til á ströndinni og við höfnina á Húsavík. Þeir sem hafa áhuga geta skráð sig á viðburðinn hér. Viðburðir á borð við þennan verða haldnir um allan heim í tilefni af alþjóðlega hreinsunardeginum eða World Cleanup Day eins og hann heitir á ensku.
Oceans missions er teymi af áhugasömu fólki með mismunandi bakgrunn sem hefur komið saman til að vernda og bæta umhverfi hafsins. NordMar Plastic er verkefni sem norræna ráðherranefndin stendur fyrir sem er meðal annars ætlað að auka meðvitund um áhrif plasts í umhverfi sjávar á Norðurlöndunum.