Sníðum okkur stakk eftir vexti: málþing um aðgerðir gegn textílsóun og ójafnrétti

18. maí 2021

Á föstudaginn næstkomandi 21. maí frá kl. 10-12 stendur Umhverfisstofnun í samstarfi við Hönnunarmars fyrir málþingi um aðgerðir gegn textílsóun og ójöfnuði undir nafninu Sníðum okkur stakk eftir vexti.

Á fundinum verða stutt erindi um vandamálin en jafnframt lausnir meðal annars frá sérfræðingi frá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfarið af erindum fara fram umræður en þær munu nýtast sem grunnur að vinnu að aðgerðaráætlunar stjórnvalda um aukna sjálfbærni textíls.

Talið er að 8 – 10 % gróðurhúsalofttegunda eigi rætur sínar að rekja til textílframleiðslu auk þess sem ýmis önnur vandamál fylgja henni, bæði umhverfisleg og félagsleg. Það skiptir því miklu máli að bregðast við og fundurinn á föstudaginn er frábært tækifæri til að hafa áhrif.

Við hvetjum ykkur til að mæta!