Skiptumst á búningum!

14. febrúar 2023

Öskudagurinn nálgast óðfluga en hann ber upp á 22. febrúar í ár. Við í Saman gegn sóun hvetjum sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og skóla til að setja upp búningaskiptimarkað í tilefni öskudagsins. Á þann hátt komum við búningum í áframhaldandi notkun og finnum jafnvel gersemar sem gleðja lítil hjörtu. Semsagt – hringrásarhagkerfi búninga 🙂 Hér að neðan getið þið nálgast tilbúnar auglýsingar fyrir slíkan markað eða nýtt þær sem innblástur:

Við bendum einnig á að fataverslanir Rauða krossins, Barnaloppan, Góði Hirðirinn og aðrar sambærilegar verslanir bjóða upp á gott úrval af búningum á góðu verði.

Heyrið í okkur í gegnum netfangið samangegnsoun@samangegsoun.is ef einhverjar spurningar vakna eða þið viljið nýta ykkur efnið hér að ofan í breyttri mynd – við getum aðstoðað!