Skiptir máli hvað ég eða þú gerir?

20. maí 2021

Nýjar fréttir og rannsóknir sérfræðinga sýna að tuttugu risafyrirtæki framleiddu yfir helming af öllu plastrusli árið 2019, það er að segja, samtals framleiða þau um 55% þeirra hundrað og þrjátíu milljóna tonna af einnotaplasti sem hent var í ruslið – eða út í náttúruna.

Þegar svona staðreyndir ber á borð, þegar hlutur risafyrirtækja virðist svo stór hvað loftslagsáhrifin varða – má þá spyrja – skiptir einhverju máli hvað ég geri í baráttunni gegn loftslagsvánni? Skiptir einkaframtakið máli? Gró Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á sviði loftslagsmála og græns samfélags og doktor í félagssálfræði, svarar því og meiru til í seinni hluta fréttaþáttarins Hádegið á Rás 1. Viðtalið má heyra á mínútu 8:45 í spilaranum hér.