Nýjar fréttir og rannsóknir sérfræðinga sýna að tuttugu risafyrirtæki framleiddu yfir helming af öllu plastrusli árið 2019, það er að segja, samtals framleiða þau um 55% þeirra hundrað og þrjátíu milljóna tonna af einnotaplasti sem hent var í ruslið – eða út í náttúruna.
Þegar svona staðreyndir ber á borð, þegar hlutur risafyrirtækja virðist svo stór hvað loftslagsáhrifin varða – má þá spyrja – skiptir einhverju máli hvað ég geri í baráttunni gegn loftslagsvánni? Skiptir einkaframtakið máli? Gró Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á sviði loftslagsmála og græns samfélags og doktor í félagssálfræði, svarar því og meiru til í seinni hluta fréttaþáttarins Hádegið á Rás 1. Viðtalið má heyra á mínútu 8:45 í spilaranum hér.