Plastlaus september hefst í dag

1. september 2022

Árverkniátakið Plastlaus september hefst í dag. Markmið átaksins er að hvetja okkur til að nota minna af einnota plasti og velja vörur úr öðru hráefni þegar því er komið við. Átakið snýst ekki um að vera fullkomlega plastlaus í september heldur að finna sér markmið í mánuðinum til að minnka neyslu á einnota plastumbúðum.

Í ár er sérstök áhersla lögð á vitundarvakningu um örplast. Í kynningarefni átaksins kemur m.a. fram að við innbyrðum 5 grömm af plasti með mat og drykk í hverri viku, sem samsvarar einu kreditkorti! Þetta eru ansi sláandi upplýsingar og því um að gera að setja sér markmið um að minnka plastið í september.

Á heimasíðu Plastlauss september má finna ýmsar aðgerðir sem hægt er að velja úr og einbeita sér að í mánuðinum. Enginn getur allt en allir geta gert eitthvað!