Plast og ójöfnuður

22. október 2021

Plastmengun er ekki bara umhverfisvandamál heldur líka samfélagslegt mein. Hér fyrir neðan eru dæmi um hvernig plastmengun og ójöfnuður helst í hendur. Það er eins með plastið og svo margt annað tengt umhverfismálum – að þegar við hlúum að umhverfinu erum við um leið að hlúa að okkur.

Viðkvæmir hópar

Viðkvæmir hópar geta orðið fyrir verri áhrifum af plasti vegna óskilvirkrar sorphirðu eða skorti á sorphirðu. Einnig geta verið slæm áhrif af framleiðslu plasts, notkunar og mengaðs umhverfis vegna plasts.

Framleiðsla plasts

Plast er unnið úr olíu og olíuvinnsla getur verið mjög skaðleg og mengandi. T.d. hafa samfélög frumbyggja þurft að flýja landsvæði fyrir olíuborun, vinnslan getur mengað drykkjarvatn og olíuhreinsunsarstöðvar geta verið skaðlegar heilsu fólks sem býr í nágrenni þeirra.

Jafnrétti og plast

Konur eru líklegri til að vera útsettar fyrir eiturefnum í plasti vegna meiri notkunar plasts í vörum fyrir heimilið, snyrtivörum eða tíðarvörum.

Förgun plasts

Plast sem fær ekki rétta úrgangsmeðhöndlun endar gjarnan í sjónum þar sem það getur ógnað lífsviðurværi fólks sem reiðir sig á fæðu úr sjónum. Plast getur jafnvel leynst í fæðu og ógnað heilsu fólks.

Plasttínsla

Fólk sem starfar við plasttínslu er hlutfallslega meira útsett fyrir eiturefnum í plasti