Nýtum plastpokabannið til að hugsa allan hringinn

19. febrúar 2021

1. Janúar 2021 tóku í gildi lög sem gera það óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hægt er að bregðast við banninu með því að skipta úr einnota plastpokum yfir í einnota burðarpoka. En svo er líka hægt að nýta bannið til þess að byrja að hugsa í hring. Hringrásarhugsun snýst um að deila, gera við, endurnota, endurframleiða og endurvinna. 

Endurnota 

Það hafa verið gerðar margar rannsóknir á umhverfisáhrifum mismunandi poka. Pokar úr plasti, pappír, og bómull hafa allir sín sérstöku áhrif á umhverfið. Umhverfisáhrifin ákvarðast ekki bara af því hvort þeir brotni niður í umhverfinu, heldur líka hver áhrif pokanna er á losun og hversu vel er hægt að endurnýta og endurvinna pokana. Flestir vita að plastpokar brotna ekki niður í umhverfinu og velda mikilli mengun, sérstaklega í sjávarlífríkinu. En pokar úr öðrum efnum sem eru notaðir sjaldan geta haft veruleg neikvæð umhverfisáhrif. Bestu pokarnir eru því þeir sem maður notar aftur og aftur og endast jafnvel alla ævina.   

En þá er líka mikilvægt að við munum eftir að taka með okkur pokann. Besta leiðin til að muna er að hafa pokann á handhægum stað – í bakpokanum, handtöskunni, í hjólakörfunni eða hanskahólfinu á bílnum. Svo eftir hverju ertu að bíða? Stingdu fjölnota pokanum þínum strax á réttan stað. 

Deila 

Þegar við deilum og fáum lánað í staðinn fyrir að kaupa nýtt minnkum við þörfina á því að nota einnota burðarpoka. Þegar við fáum lánaðar vörur frá vinum, ættingjum og kunningjum getum við í mörgum tilvikum líka fengið lánaðan burðarpoka í leiðinni. Það er líka gott að vera rausnarlegur við aðra og deila sínum burðarpokum. Og afhverju ekki að deila reynslu af því að skipta úr einnota burðarpokum yfir í fjölnota? 

Gera við 

Þegar við fjárfestum í fjölnota poka er gott að hugsa um að kaupa endingargóðan poka, sem hægt er að þrífa og gera við. Bestu pokarnir fyrir umhverfið eru þeir sem við getum notað aftur, og aftur, og aftur.  

Endurframleiðsla 

Það er hægt að minnka neikvæðu umhverfisáhrifin af burðarpokum með því að kaupa fjölnota burðarpokum úr endurunnum efnum. Sumir hafa líka skemmt sér við það að gera sjálfir poka úr því sem fellur til heima, s.s. gömlum bolum. Það er lítið mál og á netinu er fjöldinn allur af kennslumyndböndum og leiðbeiningum um hvernig maður fer að. 

Endurvinna 

Þegar búið er að nota burðarpokann eins mikið og mögulega hægt er, er alltaf mikilvægt að passa upp á að hann fari í réttan endurvinnslufarveg. Plastpokar í plastendurvinnslu, pappírspokar í pappír endurvinnslu, lífbrjótanlegir pokar í almennt rusl eða lífrænt, og textílpokar í safngáma frá Rauða krossinum og Hjálpræðishernum.