Á dögunum hélt Umhverfisstofnun málþing fyrir mötuneyti um hvernig mætti sporna gegn matarsóun og minnka óþarfa umbúðanotkun. Tilefni málþingsins voru nýútgefnar leiðbeiningar okkar um umbúðanotkun og minni matarsóun í mötuneytum, þær má finna undir á heimasíðu Saman gegn sóun undir ,,Atvinnulíf“ þar sem fjallað er um matarsóun. Við vekjum sérstaka athygli á veggspjaldi sem var hannað við sama tilefni þar sem nokkrar vel valdar aðgerðir eru dregnar fram. Veggspjaldið er tilvalið til útprentunar, mætti gjarnan hanga inni í eldhúsum eða kaffistofum starfsfólks mötuneyta og hefur verið þýtt á bæði ensku og pólsku. Við hvetjum alla starfsmenn og rekendur mötuneyta til þess að kynna sér leiðbeiningarnar og nýta sér sem innblástur í bættu umhverfisstarfi.
Leiðbeiningarnar styðja við tvo málaflokka sem hafa nú þegar verið í forgrunni hjá Saman gegn sóun, það er að draga úr matarsóun og óþarfa plastnotkun. Tilurð leiðbeininganna er aðgerðir stjórnvalda í Innkaupastefnu matvæla fyrir ríkisaðila en þær voru skrifaðar með það í huga að geta nýst hvers konar stóru framleiðslueldhúsi hvort sem að það eru mötuneyti, veitingastaðir eða morgunverðarhlaðborð hótela.
Erindin í tímaröð:
Fundarstjóri var Kristín Helga Schiöth.
00:00-09:53: Kynning á nýjum leiðbeiningum Umhverfisstofnunar. Ásdís Nína Magnúsdóttir, sérfræðingur við Umhverfisstofnun.
09:34-23:53: Heilsusamlegt mataræði hagstætt umhverfinu. Anna Sigríður Ólafsdóttir, doktor í næringarfræði og prófessor við Menntavísindasvið HÍ.
23:54-35:18: Áherslur Matvælaráðuneytisins og stefnumótun um matvælaframleiðslu Íslands. Sigurður Eyþórsson, sérfræðingur við Matvælaráðuneytið.
35:19-47:00: Svansvottuð mötuneyti – Reynslusaga. Ríkharður Gústavsson, deildarstjóri og yfirmatreiðslumaður Íslandsbanka og Ásgeir Ólafsson, sérfræðingur rekstrarþjónustu Íslandsbanka.
47:01-58:56:00 – Umhverfisvænt mötuneyti – Upplifun neytenda. Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir, íslenskukennari og meðlimur í Umhverfisnefnd Menntaskólans á Akureyri.
56:01-1:03:00 – Spurningar og umræður.