Konur hluti af textílvandanum og -lausninni

26. maí 2021

Talið er að 8 – 10 % gróðurhúsalofttegunda eigi rætur sínar að rekja til textílframleiðslu auk þess sem ýmis önnur vandamál fylgja henni, bæði umhverfisleg og félagsleg. Konur eru áberandi á báðum enda virðiskeðjunnar, bæði við framleiðslu og neyslu textíls. Samkvæmt rannsókn sem Umhverfisstofnun lét gera sjá konur í 80% til­fell­a um text­íl­inn­kaup á heim­il­um, að mest­u eða öllu leyt­i. Í viðtali við Krist­ínu Eddu Óskars­dótt­ur, meist­ar­a­nem­a í fé­lags­legr­i sál­fræð­i og um­hverf­is­fræð­i, sem unnið hefur úr rannsókni kemur fram að kon­ur voru lík­legr­i til að kaup­a text­íl í fljót­færn­i og kaup þeirr­a stjórn­uð­ust oft­ar af til­finn­ing­um. Hún bendir á að karlar séu nægj­u­sam­ar­i þeg­ar kem­ur að fat­a­kaup­um og lík­legr­i til þess að kaup­a ein­ung­is það sem þá vant­ar. Á móti kemur að konur eru duglegri að laga saumsprettur og göt á fötum og fara með föt í fatagáma.

Hvað geta kynin lært af hvort öðru í textílmálum?

Segja má að kynin geti lært af hvort öðru í textílmálum. Konur geta tekið karlmenn sér til fyrirmyndar og keypt minna og verið nægjusamari. Karlmenn geta tekið konur sér til fyrirmyndar og verið enn duglegri að fara með textíl í fatagáma, keypt meira notað, gert meira við og fengið lánuð föt í auknum mæli. Það er því bæði mikilvægt jafnréttismál og umhverfismál að bæði kynin taki ábyrgð á umsýslu með textíl og að halda neikvæðum umhverfis og félagslegum áhrifum í lágmarki.