Kerecis: Lækningarvörur úr þorskroði

1. febrúar 2023

Það kallar á hugmyndaauðgi að horfa á það sem áður hefur verið álitið úrgangur sem auðlind. En þar hafa fyrirtæki eins og Kerecis komið sterk inn og skapað verðmæti. Kerecis nýtir aukaafurð úr sjávarútvegi og þróar lækningarvöru úr þorskroði. Varan er notuð sem sáravara til að meðhöndla þrálát sár, brunasár og í skurðaðgerðum.


Framleiðslan er staðsett á Ísafirði og en hjá Kerecis starfa 400 starfsmenn sem staðsettir eru í Bandaríkjunum, Evrópu og á Íslandi. Á dögunum fengum við þau til þess að segja okkur frá fyrirtækinu og ferlinu við að framleiða vöruna sem reynist vel.

Á Instagram-síðu okkar má finna myndband með frásögninni sem við hvetjum ykkur til að horfa á.

Nýting aukaafurða er mikilvægur hlekkur í hringrásarhagkerfinu – hún dregur úr auðlindanotkun og úrgangsmyndun, eykur verðmætasköpun og lokar hringnum. Kerecis hvetur aðila sem vilja stíga sín fyrstu skref í nýsköpun til að finna sóun og byrja þar, við í Saman gegn sóun tökum undir!

Lesa má nánar um Kerecis á vefsíðu þeirra.
Saman gegn sóun ætlar að setja fókus á nýtingu aukaafurða kjöts og fisks næstu misserin og munum við segja frá fleri aðilum sem eru að gera flotta hluti í þeim efnum á næstunni.