Höfum það umbúðalaust! Evrópska Nýtnivikan er handan við hornið

10. nóvember 2023

Dagana 18.-26. nóvember næstkomandi stendur Evrópska Nýtnivikan yfir en markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.

Þema ársins er umbúðir undir slagorðinu Höfum það umbúðalaust!

Fyrirtæki, sveitarfélög, stofnanir, skólar og almenningur eru hvött til þess að leggja sitt af mörkum til að draga úr notkun einnota umbúða.

Við í verkefninu Saman gegn sóun í samstarfi við Reykjavíkurborg höfum útbúið einfalt kynningarefni sem nýtist fyrirtækjum og einstaklingum sem vilja prófa sig áfram í umbúðalausum og fjölnota lausnum í Nýtnivikunni. Efnið er unnið upp úr leiðbeiningum Matvælastofnunar.

A4 plakat Nýtnivikunnar í ár

Instagram mynd

Facebook cover mynd

Við tökum þátt í Nýtnivikunni! – Plakat fyrir þátttakendur

Leiðbeiningar fyrir söluaðila um afgreiðslu matvæla í ílát viðskiptavina

Leiðbeiningar fyrir neytendur um notkun fjölnota umbúða

Við hvetjum alla sem taka þátt í Nýtnivikunni í ár af einhverju tagi; selja umbúðalaust, kaupa umbúðalaust, neyta umbúðalaust, standa fyrir einhverskonar viðburðum eða hvað annað sem er að deila því með okkur á Facebook síðu Saman gegn sóun eða Instagram, með því að merkja okkur eða senda skilaboð og við deilum því áfram.

Svo er um að gera að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn, halda viðgerðarkaffi, skiptimarkaði, fyrirlestra eða hvað eina sem styður við minni sóun, sama af hvaða tagi hún er.

Einnig er hægt að hafa samband við okkur í gegnum netfangið samangegnsoun@samangegsoun.is ef einhverjar spurningar vakna.

#samangegnsoun #umbudalaust #nytnivikan #ewwr2023

Pssst! Við elskum endurnýtingu og bendum því á plakat og leiðbeiningar okkar um fataskiptimarkaði frá Nýtnivikunni í fyrra.