Öskudagurinn er handan við hornið, verður hann haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 5. mars 2025. Þá klæða börn á Íslandi sig upp í búninga og syngja fyrir verslanafólk til að fá sælgæti.
Það er alltaf gaman að vera frumleg með búninga. Saman gegn sóun bendir á þann möguleika að nýta það sem til er nú þegar heima í skápnum til að virkja ímyndunaraflið og vera umhverfisvæn í leiðinni. Ferlið að búa til búning saman getur verið góð samverustund.
Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir búninga sem auðvelt er að setja saman:
- Klassíski draugurinn. Allt sem þarf er gamalt lak og skæri. Búningurinn er klár þegar búið er að klippa augu á lakið. Bú!
- Dýrabúningar, t.d. kisa, refur, einhyrningur eða hundur. Allt sem þarf er spöng og efnisbútur til að búa til eyru eða horn
- Ofurhetja. Allt sem þarf til er efnisbútur sem hægt er að nota sem skikkju. Svo er hægt að mála og klippa út grímu af pappaspjaldi eða úr þykkara efni.
- Rauða drottningin úr Lísu í Undralandi. Allt sem þarf er rauður kjóll, spilastokkur og pappaspjald. Pappaspjaldið er nýtt til að búa til kraga sem spilin eru svo límd á.
- Fuglahræða. Allt sem þarf eru smekkbuxur, köflótt skyrta og stráhattur
- Men in black. Allt sem þarf eru svört jakkaföt og sólgleraugu
- Leðurblaka. Allt sem þarf er ónýt regnhlíf sem er klippt í tvennt og saumuð á hettupeysu
- Sigurvegari. Allt sem þarf er svitaband og medalíur
- Audrey Hepburn. Allt sem þarf er svartur kjóll og nokkrar perlufestar
- Ræningi. Allt sem þarf er röndóttar bolur, svört húfa og svartar buxur. Hægt að setja toppinn yfir y-ið með því að teikna peningamerki á taupoka
- Beinagrind. Allt sem þarf er hvítur gamall bolur og hlýrabolur. Búið til beinagrindamynstur í hvíta bolinn með því að klippa í hann og hafið hlýrabolinn svo fyrir innan
- Wednesday Adams. Allt sem þarf er skyrta, svartur kjóll utanyfir og hárið fléttað í tvær fléttur.
- Kaktus. Allt sem þarf er grænn bolur/ skyrta /kjóll og snæri. Snærið er saumað í græna bolinn hér og þar og þá er kominn kaktus.
- Geimfari/geimflaug. Ef stór pappakassi er til á heimilinu er hægt að klippa út geimflaugarvængi og mála.
Ef ekki gefst tími til að búa til búning eða finna eitthvað sniðugt heimafyrir er tilvalið að kíkja í loppumarkaði, sem margir hverjir hafa sett fram sér slá með öskudagsbúningum.
Einnig eru margir vinnustaðir sem setja fram búningaskiptimarkaði, flestir sem eiga börn eiga gamla búninga í skápum sem hægt er að nota á öðru heimili í ár.
Góða skemmtun!