Gleðjum feður með góðum stundum

13. nóvember 2021

Á morgun er feðradagurinn og mörgum sem finnst mikilvægt að gera eitthvað til að gleðja feður í kringum sig. Smekkur feðra getur verið eins mismunandi og þeir eru margir en við teljum að það gleðji fæsta að fá enn einn hlutinn sem þeim vantar ekki, og stuðla í leiðinni að óþarfa neikvæðum umhverfisáhrifum og sóun.  

Hér eru því nokkrar góðar hugmyndir að því að gleðja feður sem við erum viss um að hitti beint í mark: 

Upplifun

  • Útbúa góðan morgunverð eða kaffitíma 
  • Elda góðan mat heima 
  • Samverustund 
  • Bjóða á kaffihús, í drykk eða út að borða 

Gjafabréf

  • Skeggsnyrting  
  • Út að borða í bröns eða kvöldmat
  • Nudd 
  • Afþreying sem tengist áhugamáli, t.d. bíó, uppistand, leikhús, tónleikar, keila, píla…