Í anda hugsunarháttar gegn sóun, arka jólasveinarnir og sveinkurnar grænum skrefum til byggða annað árið í röð. Við hjá Umhverfisstofnun fögnum þessu og þeim breyttu og umhverfisvænu tímum sem þau boða! Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla, hvetjum við ykkur til að velja ykkur uppáhalds jólasveina og -sveinkur og tileinka ykkur siði þeirra á nýju ári!
Gleðileg jól og farsælt umhverfisvænna komandi ár!

Dekkjaskelfir 
Flöskusnýkir 
Gluggaþétta 
Hjólabuna 
Leifasvelgur 
Nýtnir 
Pokakrækja 
Restafrysta 
Ruslaplokka 
Skafa 
Skammtamælir 
Sokkastoppa 
Hleðslustaur
