Í anda hugsunarháttar gegn sóun, hafa jólasveinarnir arkað grænum skrefum til byggða í ár. Við hjá Umhverfisstofnun fögnum þessari jákvæðu þróun! Um leið og við óskum ykkur gleðiðlegra jóla, hvejum við ykkur til að velja ykkur nokkra uppáhalds og tileinka ykkur siði þeirra á nýju ári!
Gleðileg jól og farsælt umhverfisvænna komandi ár!
Hleðslustaur kemur fyrstur, stinnur eins og tré. Hann laumast í bílskúra og hleður bóndans vél. Ruslaplokka er önnur, með græna pokann sinn. Hún skríður niður í fjöru og þá hverfur ósóminn. Nýtnir heitir sá þriðji, stubburinn sá. Hann krækir sér í afganga þegar kostur er á. Sá fjórði, Skammtamælir, var fjarskalega mjór. Og ósköp var hann glaður, þegar ekkert var óhóf. Sú fimmta, Sokkastoppa, -skrítin kuldaskræfa. Hún bætir sokka barna, er þau tekst að svæfa. Sjötti kemur Skefill, spenntur að sjá. Að skafa úr ílátum honum liggur á. Sjöunda þýtur Hjólabuna, tryllitæki á. Er fólkið situr fast á rauðu fýkur hún framhjá. Leifasvelgur, sá áttundi, nautnaseggur er. Ef augun reka í afganga beint í kjaftinn fer. Níundi er Restafrystir, sparsamur og séður. Er örðu eftir skilur systir, frystur er moli téður. Tíundi kemur Gluggaþéttir, passasamur drengur, lokar og rafreikningum léttir, varma eytt ei lengur. Ellefti er Dekkjaskelfir, stríðnispúkinn sá. Í heilsársdekk yfir skiptir því ei vill nagla sjá. Pokakrækja, sú tólfta segir ,,ekkert einnota má.“ Ef í moltu ei fer til brota hún lætur margnota fá.Á jólanótt hann Flöskusníkir, mun skila flöskusjóð. Til þeirra sem ekki eru ríkir en þurfa klæðin góð.