Gerum okkur mat úr mörgu – Matarauður Íslands

8. nóvember 2017

Af hverju fóru Íslendingar að nota mjólkursúr til að geyma matinn sinn? Hver eru matarsérkenni vesturlands? Var kræklingasúpa margreynt ráð við svefnleysi fyrr á öldum? Hver er sérstaða íslensks hráefnis? Hvar og hvenær eru matarviðburðir? Hvernig hefur sjálfbærni í matvælaframleiðslu áhrif á heilsu okkar? Hvað gera matarfrumkvöðlar?

Þetta og svo margt fleira sem tengist mat og matarmenningu okkar Íslendinga er að finna á nýrri vefsíðu Matarauðs Íslands. Tilgangur vefsíðunnar er að vekja athygli á fjölbreytileika og gæðum íslensks matar og þær ríkulegu hefðir sem við búum við. Verum þakklát fyrir gjöful mið og fjölbreytilegar landbúnaðarafurðir. Verum þakklát þeim Íslendingum sem brauðfæða okkur og leggja sig fram um að bjóða okkur upp á hreinar afurðir úr faðmi íslenskrar náttúru.Matur er stór hluti af ímynd þjóða og speglar náttúruna, söguna og tíðarandann. Matarferðaþjónusta er hratt vaxandi angi innan ferðaþjónustunnar. Hjá flestum okkur blundar þrá eftir því að tengja það sem við látum ofan í okkur við einhvern uppruna og merkingu. Að sitja á veitingahúsi í Öræfasveit með útsýni yfir stórfenglegan Vatnajökul og drekka bjór sem bruggaður er úr vatni jökulsins eða að snæða ylvolgt hverabakað rúgbrauð með taðreyktum silungi í Mývatnssveit er dæmi um það hvernig hægt er að tengja mat við landið og söguna.

Matarauður Íslands er verkefni sem heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Fylgstu með á Facebook, Instagram og Twitter: @mataraudur

Glænýtt myndband um matarauð okkar Íslendinga:

Frekari upplýsingar veitir Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands í síma 8601969 eða á brynja.laxdal@anr.is