Bleiki dagurinn 2021 – Plast og krabbamein

15. október 2021

Saman gegn sóun sýnir stuðning og samstöðu við konur sem greinst hafa með krabbamein í tilefni bleika dagsins 15. október. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein meðal íslenskra kvenna og greinast rúmlega 230 konur á hverju ári. Ekki er vitað hvað veldur brjóstakrabbameini en margt bendir til að ýmsir áhættuþættir séu til staðar. Á meðal þess sem hefur verið rannsakað eru heilsuspillandi áhrif plasts. Að forðast útsetningu kvenna fyrir bæði plastefnum og öðrum heilsuspillandi efnum er því mikilvægt til að draga úr áhættu á brjóstakrabbameini. Vísbendingum um heilsuspillandi áhrif plasts fer fjölgandi og þessar niðurstöður eru í samræmi við það.

Tengsl á milli brjóstakrabbameins og BPA í plasti

Rannsóknir hafa endurtekið bent til þess að snerting við efni í plasti hafi ýmis heilsuspillandi áhrif og geti átt þátt í myndun krabbameina. Eitt mikilvægasta byggingarefnið í hörðu plasti er bisfenol A (BPA). BPA er innkirtlatruflandi efni sem hefur verið tengt við ýmis heilsufarsleg vandamál á við taugaatferlisraskanir, óeðlilegan þroska kynfæra drengja, ótímabæran kynþroska stúlkna og hormónatengd krabbamein (t.d. brjósta- og blöðruhálskrabbamein).

Paraben í brjóstakrabbameinsvefjum

Margar snyrtivörur innihalda einnig innkirtlatruflandi efnið paraben. Paraben er vel þekkt efni sem notað er í vörur til að auka geymsluþol þeirra. Paraben hafa hins vegar fundist í brjóstkirtlum og brjóstakrabbameinsvefjum. Á sama tíma er almenningur í auknum mæli útsettur fyrir plastögnum sem verða til við framleiðslu plasts og förgun úrgangs.

Nýleg rannsókn skoðaði samverkandi áhrif plastefna og parabena á myndun brjóstakrabbameins. Niðurstöður sýndu að paraben juku vöxt brjóstakrabbameinsfruma sem eru næmar fyrir estrógeni. Þessi áhrif urðu enn meiri ef bæði paraben og örplast voru til staðar.

Lausnir

Mörg fyrirtæki hafa nú þegar byrjað að taka BPA úr vörum sínum og neytendur geta haft augun opin fyrir BPA fríum vörum. Ábyrgð stjórnvalda er einnig mikil, en þau gætu t.d. bannað BPA í vörum og/eða styrkt rannsóknir og nýsköpun á BPA fríu plasti.  

Hvað er til ráða fyrir neytendur?

Hvað geta verslanir gert?

  • Kaupa meira BPA frítt
  • Setja stefnu um að fasa út BPA fyrir ákveðinn tíma
  • Setja framboð á BPA-fríu plasti inn í birgjamat
  • Velja frekar vörur frá birgjum sem eru BPA fríar