Alþjóðlegi Umhverfisdagurinn 2021

4. júní 2021

Þann 5. júní er alþjóðlegi Umhverfisdagurinn og þema ársins 2021 er: Endurhugsum, endursköpum, endurheimtum. Deginum er ætlað að varpa ljósi á að þó við höfum glatað ýmsum vistkerfum og dýrategundum þá sé enn tækifæri til og í raun nauðsynlegt að styrkja það sem eftir stendur og endurheimta það sem hægt er. Við höfum magnað tækifæri til að taka höndum saman og hafa jákvæð áhrif, með stórum gjörðum jafnt sem smáum.

Í tilefni dagsins tókum við saman nokkrar hugmyndir um hvernig hægt er að halda upp á Umhverfisdaginn.

Endurhugsum

Við mælum með að taka sér tíma, njóta útiveru og velta fyrir sér:

Hvert er þitt samband við umhverfið?

Hvað gefur umhverfið þér?

Hvað gefur þú umhverfinu?

Hvað munt þú gera til að stuðla að því að umhverfið verði í betra standi í framtíðinni en það er í dag?

Endursköpum

Skoðaðu hvernig þú getur verið virkari samfélagsþegn:

Láttu í þér heyrast, er eitthvað sem að sveitarfélagið þitt getur gert betur til að stuðla að líffjölbreytni?

Eru möguleikar á grænum svæðum í þínu nærumhverfi? Það er um að gera að vekja athygli á því!

Eru möguleikar á sjálfboðaliðastarfi sem þú getur tekið þátt í? Það geta verið fjáraflanir, plokk, umönnun grenndargarða eða styrkir til náttúruverndarsamtaka í uppáhaldi.

Nú styttist í kosningar, nýttu kosningaréttinn, og láttu stjórnmálamenn í öllum flokkum vita að umhverfismál verða að vera sett á dagskrá.

Endurheimtum

Bjóddu býflugur velkomnar í garðinn þinn með fjölbreyttum gróðri.

Vertu kærulaus og sláðu grasið í garðinum sjaldnar.

Plantaðu trjám.

Ræktaðu þinn eigin mat.

Njóttu þess að borða meira af ljúffengu grænmeti.

Prufaðu að njóta útivistar og plokka í nærumhverfi eða á ströndum.