Allt í plasti! – Upptaka af fyrirlestri nú aðgengileg

14. október 2022

Við þökkum öllum þeim sem voru með okkur á fyrirlestrinum þann 13. október síðastliðinn. Upptöku má finna hér að neðan en hún er einnig aðgengileg á Youtube, sjá hér. Efni fyrirlestrarins byggir á leiðbeiningum okkar um plast í atvinnulífinu sem finna má undir Atvinnulífið hér á síðunni.

Jafnvel þó Plastlaus september líði senn undir lok viljum við að sjálfsögðu draga úr óþarfa plastnotkun allt árið um kring. Þess vegna bauð Umhverfisstofnun til opins fyrirlestrar í fjarfundi um ábyrga plastnotkun í atvinnulífinu fimmtudaginn 13. október frá kl. 11-12. Í aðgerðaráætlun um plastmálefni eru fyrirtæki í íslensku atvinnulífi hvött til að leggja áherslu á ábyrga notkun plasts, nýta þær lausnir sem til eru og skapa nýjar lausnir þar sem það er mögulegt. Umhverfisstofnun birti nýlega upplýsingar á vefnum Saman gegn sóun sem eiga að auðvelda fyrirtækjum að hefja þessa vegferð.

Í fyrirlestrinum veltum við upp eftirfarandi spurningum:
• Af hverju er plast vandamál?
• Hvað geta fyrirtæki gert til að draga úr plastnotkun?
• Hvernig einnota umbúðir eigum við að velja ef þær reynast nauðsyn?
• Hvað felur tilskipun ESB um að draga úr áhrifum tiltekinna plastvara á umhverfið í sér?

Fyrir hverja?
• Verslanir
• Heild- og smásölur
• Umbúðahönnuði
• Framleiðendur
• Stofnanir
• Skóla
• Önnur fyrirtæki
• Alla sem hafa áhuga á plastmálefnum

Fyrirlesturinn flytur Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Opið verður fyrir spurningar frá þátttakendum. Við hvetjum áhugasama þó til að senda inn spurningar fyrirfram svo við getum mótað efnistökin eftir ykkar áhuga – sendið inn nafnlausa spurningu hér.