Vöktun á magni plasts í meltingarvegi fýla árið 2019 er lokið og eru niðurstöður aðgengilegar á heimasíðu Umhverfisstofnunar.
Helstu niðurstöður
Um 64% fýlanna voru með plast í meltingarvegi, þar af um 13% með yfir 0,1 g.
Að meðaltali voru 3,7 plastagnir í hverjum fýl. Meðalþyngd plastsins var 0,12 g/fýl, sem er sambærilegt við niðurstöður ársins 2018.
Þetta er örlítið minna magn en komið hefur fram í eldri rannsóknum á plasti í fýlum hér við land.
Magn plasts er yfir þeim mörkum sem OSPAR stefnir að og fela í sér að innan við 10% fýla hafi yfir 0,1 g af plasti í meltingarvegi.
Samanborið við fýla á öðrum hafsvæðum við Norður-Atlantshaf virðist vera minna magn af plasti í fýlum hér við land, miðað við niðurstöður rannsókna árin 2018 og 2019.
Mynd: Plast í meltingarfærum eins fýls árið 2019 á millimetrapappír.