Íslendingar henda gríðarmiklu magni af textíl á hverjum degi, hátt í 10 tonnum á dag.
Saman gegn sóun og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa stofnað til vitundarvakningar til að vekja athygli á textílvandanum. „10 tonn af textíl“ er vitundarvakning til að vekja almenning til umhugsunar um magn, gæði og notkun textíls.
Eina lausnin til að stemma stigu við þessu gríðarlega magni af textíl er að skrúfa fyrir textílkranann og draga úr óþarfa fatakaupum. Markmið vitundarvakningarinnar er fyrst og fremst að hvetja fólk til að kaupa minna og nýta betur þann textíl sem það á.
Sjá meira um vitundarvakninguna á lendingarsíðunni „10 tonn af textíl“

