Sjávarútvegur

Góð ráð fyrir útgerðir  

Plast í hafinu

Vöktun Umhverfisstofnunar á ströndum á Íslandi og skráningum Hafrannsóknastofnunar á plasti í sjó við Ísland ber á sama stað niður stærsta uppspretta plasts í sjónum við Íslandsstrendur kemur frá sjávarútvegi. Það er því mikið hagsmunamál fyrir íslenskan sjávarútveg að vinna að því að plast endi ekki í sjónum til að vernda fiskistofna og annað lífríki sjávar. 

 

 Af hverju er plast í hafinu vandamál?

„Lengi tekur sjórinn við“ sögðu menn og trúðu að hafið gæti tekið við úrgangi okkar mannanna út í hið óendanlega. Annað hefur þó komið á daginn. Plast er manngert efni sem brotnar seint eða aldrei niður og hverfur því aldrei úr náttúrunni endi það þar. Þetta hefur margvísleg skaðleg áhrif í för með sér:

Áhrif á lífríki
  • Dýr festast í plasti
    Dýr festast í plastrusli og hljóta af því ljót sár eða deyja vegna þess að þau geta ekki náð í mat
  • Dýr innbyrða plast
    Dýrin geta líka innbyrt litlar plastagnir sem þau fyrir mistök telja vera mat. Þessar agnir geta stíflað meltingaveg dýra og valdið síðan kvalafullum dauðdaga. Plastið getur einnig safnast fyrir í dýrum og borist upp fæðukeðjuna og þar með endað í okkar líkama.
  • Dýr og plöntur villast
    Plast í sjó, ám og vatni getur virkað sem flutningstæki fyrir dýr og plöntur milli staða sem geta verið ágengar framandi lífverur á nýja staðnum og valdið þar miklum umhverfisáhrifum og breytingum á lífríki.
Heilsuspillandi efni
Þegar plast er framleitt er ýmsum efnum bætt í það til að ná fram ákjósanlegum eiginleikum sem sum geta losnað úr þeim við notkun og haft slæm áhrif á heilsu og umhverfi. Þeirra á meðal eru þalöt (e. phthalates), bisphenol A (BPA) og eldvarnarefni (PBDEs og TBBPA). Þessi efni eru þrávirk og safnast fyrir í lífverum upp fæðukeðjuna.
Ímynd landsins
Plastmengun hefur ekki aðeins slæm áhrif á lífríkið í náttúrunni heldur einnig á ímynd Íslands. Plast í náttúrunni getur dregið úr ímynd um hreinleika landsins.
Kostnaður við hreinsanir
Plastmengun hefur í för með sér kostnað fyrir samfélagið, meðal annars við kostnað við hreinsanir. Talið er að minnsta kosti 8 milljónir tonna af plasti endi í hafinu og mikill kostnaður felst í að tína það upp.

tonn af plasti enda í sjónum á ári hverju

Dregið úr plastmengun í sjávarútvegi

Koma ónýtum veiðarfærum í endurvinnslu

Velja umbúðir sem haldast í hringrás

Koma ónýtum veiðarfærum í endurvinnslu

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru með samning við Úrvinnslusjóð um úrvinnslu á veiðarfæraúrgangi úr gerviefnum. Samtökin eru skuldbundin samkvæmt samningnum til að reka eða semja við þriðja aðila um rekstur á viðurkenndri móttökustöð fyrir endurnýtanlegan veiðarfæraúrgang úr gerviefnum og koma honum til endurvinnslu. Sjá nánar og um móttökustöðvar á vefsíðu samtakanna hér.   

 

Velja umbúðir sem haldast í hringrás

Sjávarútvegur nýtir mikið af umbúðum til að flytja og viðhalda verðmætum afurða sinna. Eftirfarandi atriði er mikilvægt að hafa í huga þegar velja á umbúð:

1. Sleppa umbúðum  eru einhverjar umbúðir óþarfi?
2. Draga úr magni umbúða
– er möguleiki að t.d. þynna og létta þær?
3. Endurnotkun
– geta einhverjar umbúðir verið margnota?
4. Einnota umbúðir
– tryggja að þær séu endurvinnanlegar og að sem mestu leyti úr endurunnu plasti

Nánari leiðbeiningar má finna í umfjöllun okkar um umbúðir hér á vefnum