Reglur um plast

Leiðbeiningar fyrir fyrirtæki

Regluverk um einnota plastvörur

Mikil áhersla hefur verið á að draga úr notkun á einnota plasti. Ástæðurnar fyrir þessu eru hversu mikið magn einnota plastumbúða sem við erum að nota, hversu stuttur líftími þeirra er og hvað það finnst mikið af einnota plasti á ströndum og í lífríki sjávar. Til að takast á við þessi vandamál hafa íslensk stjórnvöld sett reglur sem setja einnota plastvörum ýmis takmörk.

Fyrir svör tengd tilefni lagasetninganna og markmiðum er bent á spurt og svarað á vef stjórnarráðsins fyrir einnota plastvörur og bann við afhendingu á burðarpokum úr plasti.

Fleiri lagaákvæði gilda um plast en fjallað er um hér. Hér verður aðeins fjallað um þau lagaákvæði sem hafa þegar verið innleidd með breytingum á lögum 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Breytingarnar tóku gildi 2021 og hafa það að markmiði að takmarka sölu og afhendingu á þeim einnota plastvörum sem algengast er að finnist sem rusl á Evrópskum ströndum.

Ákvæðin eru ekki almenn fyrir allt plast, heldur gilda bara um tilteknar einnota plastvörur.

Tilskipun

Lagaákvæðin byggja meðal annars á tilskipun ESB sem setur einnota plastvörum ýmis takmörk

Leiðbeiningar

Eftirfarandi leiðbeiningar ESB eru hafðar til hliðsjónar við eftirlit með ákvæðum laganna. 

Hvað er plast?

Skilgreiningin á plasti er mun víðtækari en margir gera sér grein fyrir. Vegna þessa geta jafnvel vörur sem eru merktar sérstaklega af söluaðila sem plastlausar fallið undir bannið. Við könnumst öll við hefðbundna plastbolla en það er mögulega erfiðara að átta sig á því að pappírsbollar með plastfilmu geta líka fallið undir ákvæði laganna. Einnig er mikilvægt að átta sig á því að allt lífplast er líka plast.

Hvernig er plast skilgreint?

Svona er plast skilgreint í lögum:

 • Plast er efni sem samanstendur af fjölliðu, eins og hún er skilgreind í reglugerð um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH), sem íblöndunarefnum eða öðrum efnum kann að hafa verið bætt við og getur nýst sem aðalbyggingarefni fullunninnar vöru, þ.m.t. plast sem getur brotnað niður með eðlisfræðilegu og lífrænu niðurbroti, en undanskildar eru náttúrulegar fjölliður sem hefur ekki verið breytt með efnafræðilegum aðferðum.

Skilgreining laganna á plasti horfir til þess hvernig efnið í tiltekinni einnota vöru er búið til. Því er mikilvægt að vita byrjun lífsferils vörunnar, eða með hvaða hætti hún var framleidd. Skilgreiningin á plasti tekur ekki mið af enda lífsferils vörunnar. Fyrir skilgreiningu laganna skiptir þess vegna ekki máli hvort einnota vara sé niðurbrjótanleg (e. biodegradable), endurvinnanleg (e. recyclable) eða moltanleg (e. compostable) til að ákvarða hvort efnið teljist vera plast eða ekki.

Framleiðsla plasts felur í sér að fjölliðum er breytt með efnafræðilegum hætti og í mörgum tilfellum eru íblöndunarefnum bætt við. Það er hægt að ímynda sér að fjölliður séu eins og hús sem byggt er úr legókubbum. Legókubbarnir eru þá byggingareiningarnar, á meðan fjölliðurnar er afurðin eða húsið. Þessi legóhús geta orðið til með náttúrulegum ferlum eða af mannavöldum. Ef það er manneskjan sem tekur legókubbana og raðar þeim saman, þá telst ferlið ekki lengur náttúrulegt, og slíkt legóhús myndi þá skilgreinast sem plast. Uppruni legókubbana, þar að segja hvort þeir eigi uppruna sinn í jarðefnaeldsneyti eða lífmassa, skiptir þannig ekki máli þegar skilgreining plasts er skoðuð. Í staðinn skiptir meðhöndlunin máli og hvort íblöndunarefnum hafi verið bætt við eða ekki.

Er lífplast líka plast?

Stutta svarið er já, allt lífplast er líka plast samkvæmt lagalegu skilgreiningunni í kaflanum hér að ofan.

Lífplast er samheiti yfir plasttegundir sem framleiddar eru úr lífmassa (e. bio-based), eru lífbrjótanlegar (e. biodegradable) eða bæði. Sjá nánari umfjöllun um lífplast hér.

 

 

1% – 100% plast

Lögin gilda sama hvort tiltekin vara sé gerð úr plasti að hluta til eða að öllu leyti. Ekki skiptir þá máli hvort það sé 1% plast í vörunni, 15% eða 100%. Til dæmis ef sogrör er að mestu leyti úr náttúrulegu efni en er húðað með plastfilmu þá telst það vera plaströr í skilningi laganna. 

Spói

Mismunandi gerðir af plasti

Allt sem tiltekið er á myndinni er dæmi um plast. Lífbrjótanleg efni og efni af lífrænum uppruna geta líka verið plast.

Dæmi um plastvörur í skilningi laganna

Lögin gilda um vörur sem eru að hluta til úr plasti eða að öllu leyti

Fyrir sölustaði

Lagaákvæðin að neðan eiga fyrst og fremst við um sölustaði, s.s. matvöruverslanir, skyndibitastaði, veitingastaði, bakarí, bari, mötuneyti, veisluþjónustur, viðburðafyrirtæki, og matarþjónustur.

Skylda að rukka fyrir einnota ílát úr plasti 

Hvað má ekki lengur gefa ókeypis?

Sölustaðir mega ekki lengur gefa viðskiptavinum sínum einnota plastbolla, plastglös, plastílát og plastlok undir mat og drykk án endurgjalds. Lagákvæði þess efnis tóku gildi 3. júlí 2021.

Skylt er að rukka fyrir ílátið sem maturinn og drykkurinn er afhentur í, ef ílátið er einnota og inniheldur plast. Þetta geta til dæmis verið plastglös fyrir gosdrykki, bjór, safa, smoothie eða hristinga. Þetta á líka við um einnota plastbox, -skálar, og -bakka undir mat. Ef ílátin eru úr náttúrulegum efnum en eru með loki úr plasti þá þarf líka að taka gjald fyrir það. Það sama á við ef ílátin eru úr lífplasti eða plasthúðuð.

Hvar þarf gjaldið að koma fram?

Gjaldið sem seljendur taka verður alltaf að koma fram á kassakvittun. Það eru seljendur sem ákveða sjálfir upphæð gjaldsins. Um er að ræða sambærilega ráðstöfun og tók gildi varðandi burðarpoka þann 1. september 2019. Margir sölustaðir ættu því að geta tekið upp sambærilegt kerfi og verðlagningu og þegar þeir afhenda viðskiptavinum burðarpoka.

Einnota ílát þurfa líka að vera verðmerkt í samræmi við reglur um verðmerkingar. Neytendur eiga skilyrðislausan rétt á að vita verð á vörum og þjónustu áður en þeir taka ákvörðun um kaup. Ef neytandi þarf að greiða fyrir einnota ílát til viðbótar við verð vörunnar verður seljandi að kynna verð ílátsins með skýrum hætti. Ef neytandi getur valið um ólíkar umbúðir, til dæmis ef hann getur valið á milli þess að koma með eigið ílát eða keypt einnota ílát úr plasti þá þarf að gera skýrlega grein fyrir því.

Dæmi:

Fyrir 3. júlí 2021

 

Eftir 3. júlí 2021

Drykkir:

Kaffi: 450 kr

Latte: 500 kr

Matur:

Falafel: 1500 kr

 

Drykkir:

Kaffi: 450 kr

Latte: 500 kr

Götumál: 20 kr

Take away: Drykkur + 20 kr

Matur:

Falafel: 1500 kr

Matarílát: 50 kr

Take away: 1500 kr + 50 kr

Hvenær þarf að taka gjald fyrir umbúðir?

Ef matur eða drykkur er afhentur neytenda í einnota plastumbúðum þá þarf að taka gjald fyrir umbúðirnar, annars ekki. Algengast er að þessi afhending eigi sér stað á matsölustöðum við útrétti (e. take-away). Til dæmis er algengt að viðskiptavinir fái skyndibita í pappírsboxi með plasthúð, fái afhent götumál húðuð plasti á kaffihúsum, PLA plastglös undir bjór á börum og ís í boxi með plasthúð í ísbúðum. Í öllum tilvikum þarf að taka gjald fyrir þessi ílát eftir 3. júlí. Seljendur þurfa líka að taka gjald við heimsendingu á mat og drykk í einnota plastílátum.

Í lögunum segir:

Óheimilt er að afhenda eftirfarandi einnota plastvörur án endurgjalds á sölustöðum:

 1. bolla og glös fyrir drykkjarvörur, þ.m.t. lok þeirra, og
 2. matarílát, með eða án loks, sem ætluð eru undir matvæli til neyslu, annaðhvort á sölustað eða annars staðar, sem er alla jafna neytt beint úr ílátinu og eru tilbúin til neyslu án frekari tilreiðslu, svo sem eldunar, suðu eða hitunar, en að undanskildum umbúðum sem ætlaðar eru til að vefja utan um matvæli.

Það getur verið gott að búta þetta niður til þess að skilja hvað þetta þýðir í praktík. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi sem eru bútuð niður til að skýra hvort endurgjaldskrafan eigi við eða ekki.

 

Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi sem eru bútuð niður til að skýra hvort endurgjaldskrafan eigi við eða ekki. Hægt er að finna fleiri dæmi á síðu 16 og 20 leiðbeiningum ESB.

Box fyrir heitan mat
Box fyrir kaldan mat
Brauðpokar /langlokupokar
Frönskupokar
Bréf til að vefja um hamborgara
Kokteilsósa
Kokteilsósa
Plast
Úr plasti, lífplasti eða pappa með plasthúð eða plastloki
Úr plasti, lífplasti eða pappa með plasthúð eða plastloki
Úr sveigjanlegu efni úr plasti, með plasthúð eða úr pappa með plastgluggi
Með plasthúð
Bréf með plasthúð
Í boxi úr plasti, forpökkuð af framleiðanda
Seld í plastflösku á hillu í matvörubúð
Einnota
Já, í einstaklingsumbúðum
Nei, í henni eru margir skammtar
Ætlað til neyslu á staðnum (sölustað eða annarstaðar)
Nei, ætlað til heimilisnota
Ætlað til neyslu beint úr íláti án frekari tilreiðslu
Já, það er hægt að borða hana beint
Alla jafna neytt úr ílátinu
Nei, hún er sett á mismunandi mat
Niðurstaða
Endurgjaldskrafa
Endurgjaldskrafa
Endurgjaldskrafa
Endurgjaldskrafa
Endurgjaldskrafa
Endurgjaldskrafa
Þarf ekki að taka gjald fyrir plastumbúðirnar

Dæmi um einnota vörur sem þarf að rukka fyrir

Dæmi um afhendingu á sölustað vara

Lausnir vegna endurgjaldsskyldu

Í stað þess að setja gjald á einnota plastílát er hægt að nýta tækifærið og innleiða hringrásar hugsun. Kannski ætti frekar að líta á glös, bolla og matarílát sem þjónustu í staðinn fyrir einnota vöru?

Einnig er mikilvægt að matsölustaðir styðji hringrásina með því að auðvelda neytendum að fá mat og drykk afhent í eigið ílát.

Sleppa öllu óþarfa

Það er kjörið tækifæri að líta á nýju lagaákvæðin sem tækifæri til að fara yfir framboð sitt á einnota matar- og drykkjarílátum úr plasti og spyrja sig hvort þörf sé á tilteknu íláti. Þarf að vera plastlok á sósuboxinu, matarílátinu eða bollanum? Get ég sleppt sósuboxinu og sett sósuna bara til hliðar? Það er alltaf umhverfisvænast og hagkvæmast að sleppa öllum óþarfa

Hvað felst í því að breyta einnota vörum í þjónustu?

Drykkjar- og matarílát ætti kannski frekar að líta á sem þjónustu heldur en vöru. Þegar neytandi kaupir sér drykk eða mat er það mikilvæga ekki að eignast ílátið, heldur að hafa tök á því að neyta matarins eða drykksins.

Þægindi skipta oft neytendur miklu máli, en með því að bjóða upp á þjónustu sem gerir hringrás íláta þægilegri, er hægt að loka hringnum. Nú þegar hafa sprottið upp fyrirtæki sem hafa endurskilgreint kaffimál og matarílát sem þjónustu. Þessi lausn dregur úr losun og vörurnar verða ekki strax að rusli sem fer beint í urðun, lendir í sjónum eða í vegakantinum. Á svipaðan hátt og deiliþjónustur fyrir rafhjól og rafskutlur hafa gert, væri hægt að merkja fjölnota matarílát og drykkjarílát með QR kóða og leigja þá í gegnum app.

Til að slík kerfi virki vel er mikilvægt að hafa aðgengilegar skilastöðvar fyrir vöruna sem verið er að leigja. Hægt er að ímynda sér þjónustuaðila sem þjónustar margar verslanir og matsölustaði með fjölnota ílátum. Með þeim hætti getur neytandi keypt matvöru og drykk á einum stað, og skilað fjölnota ílátunum á öðrum stað. Úrgangur er auðlind á villigötum, og því ætti að umbreyta sem flestum ruslatunnum í skilastöðvar, sem að auðvelda að ílát verði notuð aftur og aftur.

Einnig er hægt að ímynda sér lausnir sem taka við og deila út matarílátum og drykkjarílátum á sjálfvirkan hátt, ekki ósvipað sjálvirkum móttökustöðvum skilagjaldsumbúða.

Hvernig sem þetta er leyst er þetta lausn sem ætti að forgangsraða ef það er mögulegt.

Leyfa neytendum að koma með eigið ílát

Sölustaðir sem vilja taka meiri ábyrgð á umhverfinu ættu að leita leiða til þess að bjóða viðskiptavinum sínum að koma með eigið ílát í staðinn fyrir að umbúðirnar sem mega ekki lengur vera ókeypis. Viðskiptavinir geta þá komið með kaffimál, nestisbox og sósukrukku sem þeir geta fengið matinn eða drykkinn afhentan í. Í þeim tilvikum er mikilvægt að sölustaðir verðmerki bæði matinn, drykkinn og ílátið til að fylgja lögum um rétt neytenda. 

Einnig er mælt með því að sölustaðir þrói verklag sem tryggir hvernig hægt er að huga að umhverfinu á sama tíma og matvælaöryggi er tryggt. Að neðan er hægt að skoða leiðbeiningar sem MAST hefur þróað í þeim tilgangi.

Færa staðsetningu einnota vara

Hægt er að draga úr notkun á einnota með því að gera þær vörur minna aðgengilegar.

Markmiðið með endurgjaldskröfunni er að draga úr notkun á einnota plastvörum. Fyrir einhverja neytendur verður endurgjaldið á einnota plastílátum nægilega letjandi til þess að þeir komi með margnota ílát í staðinn. En þar sem rannsóknir sýna að raunveruleg kauphegðun neytenda á einnota vörum tengist fyrst og fremst aðstæðunum þar sem kauphegðunin á sér stað í og þægindunum við kaupin þá er mikilvægt að huga að aðstæðunum.

​Hér eru þrjú ráð um hvernig hægt er að hnippa í neytendur svo þeir velji margnota umfram einnota ílát

 1. Færa staðsetningu á einnota vörum svo viðskiptavinir þurfi að biðja um þær. Í stað þess að viskiptavinir geti sjálfir náð sér í einnota bolla, eða einnota bollar sé sýnilegir við kassann, er hægt að geyma þá undir afgreiðsluborði.
 2. Leyfa sjálfafgreiðslu fyrir viðskiptavini sem koma með margnota ílát. Þetta gerir notkun á margnota ílátum að þægilega valkostinum.
 3. Spyrja alltaf – þarftu ílát? Margir sölumenn hafa vanið sig á að spyrja þessarar spurningar við kaup á einnota pokum, og æskilegt að spyrja einnig hvort virkilega sé þörf á einnota íláti. 

Nánar um hvernig hægt er að nota hnippingar til að draga úr notkun á einnota ílátum. 

Dæmi um letjandi staðsetningu:

Skipta út einnota fyrir einnota

Það er ekki æskilegt að skipta út einni einnota vöru fyrir aðra einnota vöru, þó  svo að það sé löglegt.

Það þarf ekki að setja endurgjald á glös, bolla og matarílát sem eru að öllu leiti úr náttúrulegum fjölliðum. Dæmi eru ílát úr hreinum pappa. En hér er mikilvægt að hafa góðan skilning á því hvað plast er, því eins og er fjallað um að ofan þá er skilgreiningin á plasti mun víðtækari en margir gera sér grein fyrir. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að endurgjaldskrafan gildir bæði fyrir glös, bolla og matarílát sem eru að hluta til úr plasti. Það getur verið erfitt að finna glös og matarílát sem eru ekki með plastfilmu. Ef maður er í vafa getur því verið öruggast að setja endurgjald á alla einnota bolla, glös, og matarílát. 

Dæmi um ílát sem hægt væri að skipta út fyrir plastílát:

Matarílát úr pappír (án plasthúðar)

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar MAST um matvæli afhent í ílát viðskiptavina

Bann við afhendingu á burðarpokum úr plasti

Frá og með 1. janúar 2021 er verslunum óheimilt að afhenda burðarpoka úr plasti á sölustöðum vara. Ekki skiptir máli hvort það er með eða án gjalds. Til að geta framfylgt banninu er því gagnlegt að hafa skilning á því hvað plast er, hvað burðarpoki er og hvað er átt við með afhendingu á sölustað vara. Einnig eru hér hugmyndir að lausnum, og þær flokkaðar eftir umhverfislegum ávinningi þeirra.

Hvað er plast?

Sjá umfjöllun ofar

Hvað er burðarpoki úr plast?

Það skiptir ekki máli hvort pokinn er þykkur eða þunnur, stór eða lítill, einnota eða fjölnota. Allir burðarpokar sem eru úr plasti, sama hvernig plasti, er óheimilt að afhenda neytenda á sölustað vara.

Til að átta sig betur á því hvað bannið felur í sér getur verið mikilvægt að gera greinarmun á umbúðum og burðarpokum. Hægt er að líta á burðarpoka sem flutningsumbúðir sem auðvelda neytendum meðhöndlun og flutning á nokkrum vörum heim. Lögin fela hins vegar ekki í sér bann við að afhenda neytendum vörur í plastumbúðum.

Hvað er afhending á sölustað vara?

Það er mikilvægt að átta sig á því að burðarpoka bannið er ekki almennt bann við sölu á burðarpokum úr plasti, heldur einungis bann við afhendingu á sölustað vara, hvort sem heldur með eða án endurgjalds. Þetta þýðir að söluaðili má ekki bjóða viðskiptavinum sínum upp á burðarpoka úr plasti við sölu á vörum, t.d. til að koma vörum heim.

Með sölustað vara er átt við staðinn þar sem salan fer fram. Í hefðbundnum verslunum fer sala fram við afgreiðslukassa. Afgreiðslukassi getur verið hvort sem heldur sjálfvirkur eða mannaður. Þegar um netverslun er að ræða geta heimili orðið sölustaður vara og er því einnig óheimilt að afhenda neytendum burðarpoka úr plasti ef varan hefur verið pöntuð í gegnum netið og send heim.

Með afhendingu er átt við að viðskiptavinum sé boðið upp á burðarpoka úr plasti til að koma vörum sem keyptar voru í verslunni heim, eða þeir á annan hátt gerðir aðgengilegir viðskiptavinum í sama tilgangi. Í lagaákvæðunum er ekki kveðið á um almennt bann við sölu á burðarpokum úr plasti, og því geta verslanir eftir sem áður haft til sölu burðarpoka úr plast í hillum inni í sölurými verslana. Burðarpokar úr plasti eru þá seldir á sama hátt og aðrar vörur sem seldar eru í versluninni, t.d. sem vara á búðarhillu.

Mismunandi pokar

Hefðbundnir plastpokar, maíspokar, lífplastpokar og pokar úr óofnu polýprópelíni er allt dæmi um poka sem bannað er að afhenda á sölustað vara. 

Lausnir vegna burðarpoka

Verslanir geta farið mismunandi leiðir við að tryggja eftirfylgni laganna. Umhverfisstofnun hefur sett saman nokkrar hugmyndir að lausnum sem hefur verið raðað eftir umhverfislegum ávinningi. Það er hægt að líta á bannið sem tækifæri til þess að æfa sig í hringrásar hugsunarhætti með því að leita leiða til að draga úr auðlindanotkun. Hringrásar hugsunarháttur veltir upp áleitnum spurningum um burðarpoka. Kannski ætti frekar að líta á burðarpoka sem þjónustu í staðinn fyrir einnota vöru? Afhverju ekki að lána viðskiptavinum burðarpoka í staðinn fyrir að afhenda þeim þá?

Deila

Skapaðu möguleika fyrir viðskiptavini að deila.

Burðarpoka ætti kannski frekar að líta á sem þjónustu heldur en vöru. Þegar vörur eru verslaðar í búð er mikilvægast fyrir neytendann að koma vörunum heim á skilvirkan hátt, ekki að eignast burðarpoka.

Þægindi skipta oft neytendur miklu máli, en með því að bjóða upp á þjónustu sem gerir hringrás burðarpoka þægilegri er hægt að loka hringnum. Nú þegar hafa sprottið upp fyrirtæki sem hafa endurskilgreint kaffimál og matarílát sem þjónustu. Þessi lausn dregur úr losun og vörurnar verða ekki strax að rusli sem fer beint í urðun, lendir í sjónum eða í vegakantinum. Það er ekkert því til fyrirstöðu að nýta sama hugsunarhátt fyrir deiliþjónustur fyrir poka. Á svipaðan hátt og deiliþjónustur fyrir rafhjól og rafskutlur hafa gert, væri hægt að merkja fjölnota burðarpoka, matarílát og drykkjarílát með QR kóða og leigja þá í gegnum app.

Einnig er hægt að ímynda sér lausnir sem taka við og deila út pokum á sjálfvirkan hátt, ekki ósvipað sjálvirkum móttökustöðvum skilagjaldsumbúða.

En það er líka til útfærslur á þessum safnstöðvum sem krefjast ekki tæknilegra innviða.  Það stuðlar til dæmis að hringrásar hugsun að bjóða upp á svokallaðar pokastöðvar. Algengt er að sjálfboðaliðar safni gömlum stuttermabolum og öðrum vefnaði og saumi úr því fjölnota poka sem síðan eru boðnir fólki til láns í verslunum. Einnig er hægt að hafa slíkar pokastöðvar fyrir fjölnota poka verslunarinnar.

Hvernig sem þetta er leyst er þetta lausn sem ætti að forgangsraða ef það er mögulegt.

Gera við

Skipulegðu hvernig eigi að sinna viðhaldi.

Viðgerðir geta lengt líftíma poka verulega og passar vel við deilihugsunina. Þegar fyrirtæki kaupa inn fjölnota poka er mikilvægt að velja góða poka sem eru sterkir og endast vel og auðvelt er að gera við. Fjölnota pokar geta orðið skítugir og það geta komið á þá göt. Það er mikilvægt að starfssemin skipuleggji hvernig pokarnir eiga að skila sér aftur til verslunarinnar og skilgreina hver innan fyrirtækisins er ábyrgur fyrir viðhaldi. Þannig haldast pokar heilir og hreinir og pokasvæði snyrtileg.

Endurnota

Bjóddu viðskiptavinum margnota poka úr endurunnum efnum.

Ef keyptir eru fjölnota pokar ætti að leitast við að kaupa poka úr endurunnu efni, þ.e.a.s. að þeir séu gerðir úr efnum sem þegar hafa verið notuð allavega einu sinni.

Hvað varðar fjölnota burðarpoka er einnig æskilegt að velja poka með áreiðanlega umhverfisvottun, s.s. Svansvottun, OEKO- TEX eða aðra sambærilega vottun til að minnka neikvæð umhverfisáhrif af framleiðslu fjölnota poka.

Endurframleiðsla

Bjóddu viðskiptavinum margnota poka, matar- og drykkjarílát úr endurunnum efnum.

Ef keyptir eru fjölnota pokar, matar- og drykkjarílát ætti að leitast við að kaupa poka úr endurunnu efni, þ.e.a.s. að þeir séu gerðir úr efnum sem þegar hafa verið notuð allavega einu sinni.

 

Hvað varðar fjölnota burðarpoka er einnig æskilegt að velja poka með áreiðanlega umhverfisvottun, s.s. Svansvottun, OEKO- TEX eða aðra sambærilega vottun til að minnka neikvæð umhverfisáhrif af framleiðslu fjölnota poka.

Endurvinna

Leitast við að nota poka sem eru endurvinnanlegir.

Ef verslanir kaupa inn fjölnota poka til láns er æskilegast að leitast eftir því að pokarnir séu endurvinnanlegir. Þegar pokarnir eru orðnir úrsérgengnir er mikilvægt að skila þeim í endurvinnsluna á réttan hátt.

Minnka þægindin við einnota

Ef ekki er hægt að nota hringrásar lausnina er hægt að minnka þægindin við að kaupa burðarpoka úr plasti.

Hægt er að fylgja lögum með því að selja burðarpoka úr plasti sem vöru, í stað þess að afhenda burðarpoka á sölustað vara. Áfram er heimilt að selja burðarpoka innan verslunarinnar, t.d. í búðarhillum. Þá skiptir ekki máli úr hvaða efni þeir eru, hvort þeir eru litlir eða stórir, þunnir eða þykkir, fjölnota eða einnota. Það er löglegt að selja burðarpoka úr plasti sem hverja aðra vöru.

Þar sem rannsóknir sýna að raunveruleg kauphegðun neytenda á burðarpokum tengist fyrst og fremst aðstæðunum þar sem kauphegðunin á sér stað í og þægindunum við kaupin þá er eitt áhersluatriðanna að minnka þægindin og aðgengið að einnota burðarpoka úr plasti. Með því að staðsetja einnota burðarpoka langt frá sölustað varanna, geta aðrir kostir eins og fjölnota pokar orðið þægilegri í samanburði. Þannig getur staðsetning einnota burðarpoka óbeint leitt til þess að fleiri muna eftir því að taka fjölnota pokann sinn með í búðina. Ef þessi leið er farin ætti að leggja áherslu á að reyna að útiloka einnota lausnir við afgreiðslukassa, óháð því úr hvaða efni notast er við.

Þessi lausn útilokar ekki þann umhverfisvanda sem fylgir notkun á burðarpokum úr plasti þar sem þeir standa ennþá til boða og líklegt að margir velji að kaupa þá áfram.

Skipta út einnota fyrir einnota

Auðveldasta leiðin til að bregðast við banninu er að bjóða viðskiptavinum upp á einnota pappírspoka á sölustað vara í stað plastpoka. Slík lausn er þó ekki æskileg, þar sem vistspor staðgengilsvara getur verið töluvert. Til dæmis tekur það fjórum sinnum meiri orku að framleiða einnota pappírspoka miðað við einnota burðarpoka úr plasti. Ef tekið er tillit til enn fleiri umhverfisþátta, líkt og Danska Umhverfisstofnunin gerði, er niðurstaða þeirra að nýta þyrfti hvern pappírspoka 43 sinnum til að hafa sambærileg umhverfisáhrif og einnota plastpoki. 

Það er þó mikilvægt að átta sig á því að ef plastpokar sleppa út í náttúruna, þá brotna þeir ekki niður, og halda áfram að valda skaða um ókomin ár. En óháð forsendum er hægt að fullyrða að mikil notkun á einnota burðarpokum, hvort sem þeir eru úr pappír eða plasti, skapa álag á umhverfið. Þess vegna er ekki æskilegt að skipta út einni einnota vöru fyrir aðra einnota vöru, þó svo að það sé löglegt.

Að sama skapi er ekki æskilegt að þeir burðarpokar úr plasti sem seldir eru sem vara á búðarhillum verði í reynd einnota burðarpokar úr plasti.

 

[1] http://www.niassembly.gov.uk/globalassets/documents/raise/publications/2011/environment/3611.pdf

Forgangsraða hringrásarlausnum

Hringrásarhagkerfið er hagkerfi þar sem leitast er við að draga úr auðlindanotkun með að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi með því að tryggja að hægt sé að viðhalda verðmætum auðlinda eins lengi og mögulegt er. Það er hægt að líta á bannið sem tækifæri til þess að æfa sig í þessum hugsunarhætti.

Fyrir innflutning og framleiðslu

Lagaákvæðin að neðan eiga fyrst og fremst við um framleiðendur, innflutningsaðila, birgja og innkaupastjóra. Verslanir geta farið mismunandi leiðir við að tryggja eftirfylgni laganna. Umhverfisstofnun hefur sett saman nokkrar hugmyndir að lausnum sem hefur verið raðað eftir umhverfislegum ávinningi. 

Bannaðar einnota plastvörur

Hvað felst í banninu við að setja á markað?

Eftirtaldar einnota plastvörur er óheimilt að setja á markað eftir 3. júlí 2021. Þessar vörur eiga það allar sameiginlegt að auðvelt er að skipta þessum vörum út fyrir sjálfbærari vörur á viðráðanlegu verði.

 1. baðmullarpinna, nema þeir falli undir lög um lækningatæki,
 2. hnífapör (gaffla, hnífa, skeiðar og matprjóna),
 3. diska,
 4. sogrör, nema þau falli undir lög um lækningatæki,
 5. hræripinna fyrir drykkjarvörur,
 6. stangir sem ætlaðar eru til að festa við blöðrur og sem halda þeim uppi, nema blöðrur séu til notkunar í iðnaði eða annarri atvinnustarfsemi og ekki ætlaðar til dreifingar til neytenda, þ.m.t. búnað á slíkar stangir,
 7. matarílát úr frauðplasti, með eða án loks, sem ætluð eru undir matvæli til neyslu á staðnum, annaðhvort á sölustað eða annars staðar, sem er alla jafna neytt beint úr ílátinu og eru tilbúin til neyslu án frekari tilreiðslu, svo sem eldunar, suðu eða hitunar, þ.m.t. matarílát sem eru notuð undir skyndibita eða aðra máltíð sem er tilbúin til neyslu á staðnum,
 8. drykkjarílát úr frauðplasti, þ.m.t. tappa þeirra og lok, og
 9. bolla og glös fyrir drykkjarvörur úr frauðplasti, þ.m.t. lok þeirra.

Einnig er óheimilt að setja á markað hverja þá vöru úr plasti sem er niðurbrjótanlegt með oxun (e. oxo-degradable plastic). Plast sem er niðurbrjótanlegt með oxun er efni úr plasti sem inniheldur íblöndunarefni sem leiða til þess með oxun að plastefnið sundrast í öragnir eða úr verður efnafræðilegt niðurbrot.

Setja á markað er þegar vara er í fyrsta sinn afhent hér á landi í atvinnuskyni til dreifingar, neyslu eða notkunar, hvort sem er gegn greiðslu eða án endurgjalds. Birgðir af ofangreindum vörum sem settar hafa verið á markað fyrir 3. júlí má selja áfram, en á endanum munu þessar einnota plastvörur fasast út.

Einnota vörur sem verður bannað að setja á markað innihaldi þær plast

Lausnir vegna banns á einnota plastvörum

Það er hægt að líta á bannið við að setja áðurnefndar einnota plastvörur á markað til þess að æfa sig í hringrásar hugsunarhætti.  Kannski ætti frekar að líta á kaffimál, matarílát og hnífapör sem þjónustu í staðinn fyrir einnota vöru? Önnur lausn er að sleppa öllum óþarfa.

Breyta einnota vörum í þjónustu

Drykkjar- og matarílát ætti kannski frekar að líta á sem þjónustu heldur en vöru. Þegar neytandi kaupir sér drykk eða mat er það mikilvæga ekki að eignast ílátið, heldur að hafa tök á því að neyta matarins eða drykksins.

Þægindi skipta oft neytendur miklu máli, en með því að bjóða upp á þjónustu sem gerir hringrás íláta og hnífapara þægilegri, er hægt að loka hringnum. Nú þegar hafa sprottið upp fyrirtæki sem hafa endurskilgreint kaffimál og matarílát sem þjónustu. Þessi lausn dregur úr losun og vörurnar verða ekki strax að rusli sem fer beint í urðun, lendir í sjónum eða í vegakantinum. Á svipaðan hátt og deiliþjónustur fyrir rafhjól og rafskutlur hafa gert, væri hægt að merkja fjölnota matarílát, drykkjarílát og hnífapör með QR kóða og leigja þá í gegnum app.

Til að slík kerfi virki vel er mikilvægt að hafa aðgengilegar skilastöðvar fyrir vöruna sem verið er að leigja. Hægt er að ímynda sér þjónustuaðila sem þjónustar margar verslanir og matsölustaði með fjölnota ílátum. Með þeim hætti getur neytandi keypt matvöru og drykk á einum stað, og skilað fjölnota ílátunum á öðrum stað. Úrgangur er auðlind á villigötum, og því ætti að umbreyta sem flestum ruslatunnum í skilastöðvar, sem að auðvelda að ílát verði notuð aftur og aftur.

Einnig er hægt að ímynda sér lausnir sem taka við og deila út matarílátum og drykkjarílátum á sjálfvirkan hátt, ekki ósvipað sjálvirkum móttökustöðvum skilagjaldsumbúða.

Hvernig sem þetta er leyst er þetta lausn sem ætti að forgangsraða ef það er mögulegt.

Sleppa öllum óþarfa

Umhverfisins vegna er mikilvægt að sleppa því að nota vörur sem eru óþarfi. Áður en fyrirtæki leita eftir staðgengilsvörum úr öðrum efnum en plasti er því mikilvægt að spyrja sig hvort þörf sé á vörunni. Sumar af þeim vörum sem bannið tekur til eru í raun óþarfi. Til dæmis drekka flestir drykki úr glasi án sogröra heimafyrir, og geta því gert slíkt hið sama á veitingastöðum og börum.

Í þeim tilvikum sem rör eru þörf, til dæmis í lækningaskyni, þá er enn heimilt að nota slík sogrör.

Selja margnota vörur í stað einnota

Til að draga úr auðlindanotkun er mikilvægt að nota margnota vörur umfram einnota vörur. Flestar þær einnota plastvörur sem bannið tekur til er hægt að skipta út fyrir margnota. Mikið framboð er til af margnota diskum, hnífapörum, bollum, matarílátum, sogrörum og hræripinnum. Bæði er heimilt að selja þessar margnota vörur úr plasti og öðrum efnum. En til þess að margnota vörur skili umhverfislegum ávinningi þarf að nota þær aftur og aftur. Margnota vörur sem verða í reynd einnota eða fánota skapa álag á umhverfið. Það er mikilvægt að fyrirtæki styðji við hringrásinu, ekki bara með því að bjóða neytendum að kaupa margnota vörur, heldur auðvelda þeim að nota þær aftur og aftur.

Skipta út einnota fyrir einnota

Auðveldasta leiðin til að bregðast við banninu er að skipta einni einnota vöru út fyrir aðra einnota vöru. Til eru plastlausar staðgengilsvörur fyrir einnota baðmullarpinna, hnífapör, diska, sogrör, hræripinna, stangir til að festa á blöðrur og vörur úr frauðplasti. 

Vara Bannað Einnota staðgengill
Baðmullarpinnar Einnota plast, plasthúð Bómull, pappír, bambus
Einnota hnífapör

Einnota plast, plasthúð

Æt hnífapör, tré, bambus, pappír

Diskar

Einnota plast, plasthúð

Pappír, ætir diskar
Rör

Einnota plast, plasthúð

Pappír, stútkönnulok*
Hræripinnar Einnota plast, plasthúð Tré, bambus
*ef stútkönnulokið er úr einnota plasti þarf að rukka fyrir það gjald í samræmi við lögin um endurgjaldskröfu á matar- og drykkjarílat sem fjallað er um að ofan

Slík lausn er þó ekki æskileg, þar sem vistspor staðgengilsvara getur verið töluvert. Til dæmis tekur það fjórum sinnum meiri orku að framleiða einnota pappírspoka miðað við einnota burðarpoka úr plasti. Ef tekið er tillit til enn fleiri umhverfisþátta, líkt og Danska Umhverfisstofnunin gerði, er niðurstaða þeirra að nýta þyrfti hvern pappírspoka 43 sinnum til að hafa sambærileg umhverfisáhrif og einnota plastpoki. Svipaða sögu má segja um aðrar einnota vörur.

Það er þó mikilvægt að átta sig á því að ef einnota plastvörur sleppa út í náttúruna, þá brotna þær ekki niður, og halda áfram að valda skaða um ókomin ár. Því getur verið erfitt að bera saman umhverfisáhrif því taka þarf tillit til auðlindanotkunar, niðurbrjótanleika og endingartíma. En óháð forsendum er hægt að fullyrða að mikil notkun á einnota vörum skapar álag á umhverfið sama úr hvaða efni þær eru.

Þess vegna er ekki æskilegt að skipta út einni einnota vöru fyrir aðra einnota vöru, þó svo að það sé löglegt.

 

Margnota vörur í stað einnota

Einnota vörur sem eru ekki úr plasti

Samsetning einnota plastflaskna

Hvað felst í lagaákvæðunum um samsetningu einnota plastflaskna? 

Í tilskipun Evrópusambandsins er kveðið á um að einnota plastflöskur fyrir drykkjarvörur sem settar eru á markað skulu vera að lágmarki 25% úr endurunnu plasti árið 2025. Árið 2030 skulu flöskurnar vera að lágmarki 30% úr endurunnu plasti. Nánar verður kveðið á um samsetningu á einnota plastflöskum í reglugerð ráðherra. Þó að reglugerðin sé ekki enn komin út er vitað að hún fylgir markmiðum Evrópusambandsins. ​

Lausnir fyrir einnota plastflöskur

Áreiðanlegt og endurvinnanlegt plast

Við mælum með því einnota plastflöskur úr endurunnu plasti séu vottaðar með áreiðanlegu umhverfismerki, s.s. bláa englinum til að tryggja að þær séu sannanlega úr endurunnu plasti.

Einnig er mikilvæg að velja endurunnið plast sem hægt er að endurvinna aftur og er algengum lit sem eftirspurn er eftir.

"Grænþvegið" endurunnið plast

Því miður eru dæmi um að plast sé markaðssett sem endurunnið sem ekki er það í reynd. Varast ber því að setja á markað flöskur þar sem ekki er hægt að sýna fram á að varan sé endurunnin.

Einnig er mikilvægt að lita ekki flöskur í óalgengum litum, þar sem þetta takmarkar endurvinnslu gildi flaskanna.

Merkingarskylda

Sumar einnota vörur ber að merkja sérstaklega innihaldi þær plast.

Hvað felst í merkingarskyldunni?

Eftirfarandi einnota plastvörur verður að merkja í samræmi við reglugerð ráðherra (sjá umfjöllun neðar).

 1. Dömubindi og túrtappa
 2. Blautþurrkur
 3. Sígaretturfiltera
 4. Bolla og glös úr plasti að hluta til eða öllu leiti

Evrópusambandið hefur sett reglugerð um hvernig merkja skuli þessar vörur. Ráðherra mun í samræmi setja fram sérstaklega íslenska reglugerð um þessar merkingar  til innleiðingar á reglugerð ESB. Frá og með 3. júlí 2021 er ráðherra heimilt að setja þessa reglugerð, en reglugerðin er enn í vinnslu.  Merkingar skulu vera áprentaðar eða greyptar í vöruna. Í eitt ár frá gildistöku er þó heimilt að notast við álímda merkingu. 

Notað verður samræmt útlit fyrir öll ESB og EES löndin. Hægt er að nálgast merkingarnar í vector formati hér á ensku, og Umhverfisstofnun hefur látið útbúa merkingarnar á íslensku sem hægt er að hlaða niður hér að neðan.

Lausnir vegna merkingarskyldu

Skipta út einnota fyrir fjölnota

Hægt er að skipta út vörunum sem þörf er á að merkja fyrir fjölnota staðgengla.

Í stað dömubinda og túrtappa er hægt að nota túrnærbuxur og álfabikar. Í stað blautklúta er hægt að nota þvottapoka. Í staðinn fyrir einnota glös og bolla er hægt að nota margnota mál.

Merkja með plast upplýsingum OG flokkunarleiðbeiningum

Merkingarnar eru neytendum til upplýsinga um að plast sé í tiltekinni vöru. Neytendur eru oft á tíðum ekki meðvitaðir um hvaða vörur innihalda plast, og því mikilvægt að koma þeim skilaboðum á framfæri, þar sem allt plast sem lendir í náttúrunni plastið brotnar ekki niður og veldur skaða.

Merkingarnar eru hinsvegar ekki flokkunarleiðbeiningar og því er mikilvægt að rugla ekki neytendur í rýminu. Þetta á sérstaklega við um vörur sem eru úr plasti að hluta til, eða eru úr lífplasti.

Þess vegna er æskilegt að merkja vörurnar bæði með plast upplýsingum og flokkunar leiðbeiningum. Við mælum með að nota samræmt merkingarkerfi FENÚR fyrir flokkunarleiðbeiningar.

Rugla neytendur í ríminu

Ef að vörur sem flokka á sem til dæmis lífrænan úrgang, pappír, eða almennan úrgang eru merktar að þær innihaldi plast er hætta á því að neytendur ruglist í rýminu og flokki vörunar sem plast.

Fjölnota vörur sem hægt er að nota í stað einnota

Vörur sem þarf að merkja sérstaklega innihaldi þær plast

Merkingarnar á íslensku

Hér er hægt að hlaða niður merkingunum á íslensku

Hvað fellur fyrir utan lögin?

 Allar margnota vörur, hvort sem þær eru úr plasti eður ei.

Margnota vörur

Margnota vörur eru hugsaðar, hannaðar og settar á markað til að fara í gegnum margar hringrásir. Vörunni er svo skilað aftur til framleiðenda til enduráfyllingar eða endurnotkunnar.

Ef vöru er ekki skilað aftur til framleiðanda til enduráfyllingar eða endurnotkunar í sama tilgangi og henni var ætlað upphaflega þá telst varan vera einnota.

Þetta þýðir að það er ekki nóg að hægt sé að drekka drykk úr flösku einu sinni og fylla hana svo sjálfur með vatni til þess að varan teljist fjölnota. Þetta þýðir einnig að það er ekki nóg fyrir framleiðendur að sýna fram á að hægt sé að nota vöruna aftur og aftur. Til að vara geti talist margnota verður bæði að vera hægt að nýta hana mörgum sinnum í sama tilgangi OG henni verður að vera hægt að skila aftur til framleiðenda til enduráfyllingar eða endurnotkunar.

Umbúðir eða matarílát?

Umbúðir vernda og varðveita, en matarílát eru alla jafna nýtt til að neyta beint úr ílátinu. Matarílát eru ílát sem ætluð eru undir matvæli til neyslu, annaðhvort á sölustað eða annars staðar. Matarins í ílátinu er alla jafna neytt beint úr ílátinu og hann er tilbúinn til neyslu án frekari tilreiðslu, svo sem eldunar, suðu eða hitunar.

Umbúðir eru þá pakkningar á vöru sem falla fyrir utan þessarar skilgreiningar. Umbúðir sem eru notaðar til þess að vefja utanum matvæli falla einnig utan skilgreiningarinnar á mataríláti. Oft er talað um fyrsta stigs, annars stigs og þriðja stigs umbúðir.

 • Fyrsta stigs umbúðir 
  Umbúðir sem eru í beinni snertingu við vöruna sjálfa. Tilgangur þessara umbúða er að vernda og/eða varðveita vöruna og upplýsa neytendann.
 • Annars stigs umbúðir
  Umbúðir sem safna saman nokkrum vörum í pakka eða þjóna þeim tilgangi að varan líti vel út í búðarhillum.
 • Þriðja stigs umbúðir
  Flutningsumbúðir sem auðvelda neytendum meðhöndlun og flutning á nokkrum vörum heim.

Nýsköpun

Sumar lausnir eru enn ekki til, en geta orðið til! Hægt er að nýta sér lögin um plast sem tækifæri til að skapa nýjar lausnir.

Nýsköpunarlausnir

Margar nýsköpunarlausnir eru í pípunum, og má sem dæmi nefna aðila í úrslitahóp Bláskeljarinnar 2021, og vinningshafa nýsköpunarverðlauna Ellen McArthur Foundation.

Það er hægt að hugsa út fyrir kassann og fara í hugmyndavinnu um hvort og hvernig er hægt að afhenda vörur án þess að notast við einnota umbúðir, hvort sem þær eru margnota, einnota, úr plasti, úr pappír eða eitthvað annað. Hvernig er hægt að vinna í því að sú þjónusta sem þið eruð að selja sé í auknum mæli hringræn? Hvernig getum við dregið úr sóun á öllum stigum? Hvernig getum við tekið aukna ábyrgð á þeim vörum sem við seljum áður en hún kemur til okkar og eftir að hún fer frá okkur?

Hringræn þjónusta

Þægindi skipta oft neytendur miklu máli, en með því að bjóða upp á þjónustu sem gerir hringrás matar- og drykkjaríláta þægilegri er hægt að loka hringnum. Nú þegar hafa sprottið upp fyrirtæki sem hafa endurskilgreint kaffimál og matarílát sem þjónustu. Þessi lausn dregur úr losun og vörurnar verða ekki strax að rusli sem fer beint í urðun, lendir í sjónum eða í vegakantinum. Það er ekkert því til fyrirstöðu að nýta sama hugsunarhátt fyrir deiliþjónustur fyrir poka. Á svipaðan hátt og deiliþjónustur fyrir rafhjól og rafskutlur hafa gert, væri hægt að merkja fjölnota burðarpoka, matarílát og drykkjarílát með QR kóða og leigja þá í gegnum app.

Vörur án plasts

Einnig er möguleiki á því að búa til nýjar gerðir af vörum sem eru ekki úr plasti. Til þess að það sé hægt er mikilvægt að hafa góðan skilning á því hvað sé ekki plast. Í tilskipun Evrópusambandsins frá júní 2019 kemur fram að efni sem er úr náttúrulegum fjölliðum og hefur ekki verið breytt með efnafræðilegum hætti sé ekki plast. Í töflunni að neðan er listi yfir efni sem telst ekki til plasts samkvæmt skilgreingu Evrópusambandsins. Listinn er ekki tæmandi, og allt það efni sem er úr náttúrulegum fjölliðum sem hefur ekki verið breytt með efnafræðilegum hætti eða sett í íblöndunarefni er ekki plast.

Dæmi um náttúrulegar fjölliður sem falla utan lagaákvæðana um einnota plastvörur

Náttúrulegar fjölliður framleiddar með líffræðilegri myndun í dýrum

Fjölsykrur og fjölliður byggðar á þeim: kítín, hýalúrónsýra

Prótein og byggð á því: kasein, kollagen, gelatín, hár, keratín, silki

Aðrar: fjölfosföt

Náttúrulegar fjölliður framleiddar með líffræðilegri myndun í plöntum og þörungum

Fjölsykrur og fjölliður byggðar á þeim: agaragar, algínat, sellulósi1, hemicellulose, inúlín, levan, pektín, sterkja (amylopectin, amylose), xanthan

Aðrar: cutin, óbreytt lignin, polyphosphates, suberin

Blöndur af náttúrulegum fjölliðum og öðrum náttúrulegum efnasamböndum: Bómull, glúten, latex
Náttúrulegar fjölliður framleiddar með líffræðilegri myndun í sveppum

Fjölsykrur og fjölliður byggðar á þeim: α-1,3-glúkan, kítín, kítósan

Prótein og fjölliður byggð þar á: glýkóprótein

Aðrar: fjölbrigði (PMLA), fjölfosföt

Náttúrulegar fjölliður framleiddar með líffræðilegri myndun í bakteríum

Fjölsykrur og fjölliður byggðar á þeim: algínat, bakteríusellulósi, curdlan, dextran, pullulan, xanthan

Aðrir: ε-pólý-L-lýsín, hýalúrónsýra, pólý-γ-glútamínsýra, fjölhýdroxýalkanoat (PHA), fjölfosföt