Spjaraþon

Hugmyndasmiðja 2020

Skór
Skór

Um Spjaraþon

Spjaraþon sem haldið var í ágúst 2020 var tveggja daga hugmyndasmiðja eða hakkaþon, þar sem þátttakendur lærðu um vanda textíliðnaðarins og þróuðu í framhaldinu lausnir sem sporna gegn textílsóun. 

Fyrirlesarar fjölluðu um stöðu vandamálsins og hönnunarferlið þegar kemur að því að fá góða hugmynd sem þróa á yfir í árangursríkar lausnir sem eru bæði raunhæfar og gagnlegar. Þegar teymin höfðu þróað hugmynd sína kynntu þau hana fyrir dómnefnd. Veitt voru verðlaun fyrir bestu hugmyndina.

Helstu áskoranir

Unnið var með fimm áskoranir:

  1. Hvernig fáum við almenning til að draga úr neyslu?
  2. Hvernig stuðlum við að sjálfbærni í framleiðslu textíls?
  3. Hvernig fáum við almenning til að lengja líftíma eigin textíls?
  4. Hvernig tryggjum við betri og skilvirkari endurvinnslu svo verðmæti tapist ekki?
  5. Hvernig aukum við þátttöku almennings í endurvinnslu á textíl?

Spjarasafnið sigraði Spjaraþon 

Hugmyndin sem sigraði Spjaraþon 2020 ber heitið Spjarasafnið og er einskonar Airbnb fyrir fatnað. En Spjarasafnið gerir notendum kleift að leigja út og fá lánaðar flíkur til skamms tíma og eftir hentisemi.

Teymið bak við hugmyndina samanstóð af Ásgerði Heimisdóttur, Dagnýju Guðmundsdóttur, Kristínu Edda Óskarsdóttur, Patriciu Önnu Thormar og Sigríði Guðjónsdóttur.

Dómnefnd skipuðu Eliza Reid, forsetafrú, Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Kristján Mikaelson, frumkvöðull og framkvæmdarstjóri Rafmyntaráðs Íslands og Magnea Einarsdóttir, fatahönnuður og eigandi merkisins MAGNEA.

Myndbandsupptökur af viðburði

Föstudagur 28. ágúst

Saman gegn sóun – Áskoranir og tækifæri í virðiskeðju textíls
Fyrirlesari: Birgitta Stefánsdóttir, Umhverfisstofnun
Sjálfbær hönnun frá hugmynd að framkvæmd
Fyrirlesari: Eva María Árnadóttir, LHÍ
Spjaraþonlagið – Vandræðaskáld
Nýjar leiðir í fatahönnun
Fyrirlesari: Björg Ingadóttir, hönnuður og framkvæmdastjóri Spakmannsspjara
Hönnunardrifin nýsköpun — Frumgerðir & notendaprófanir
Fyrirlesarar: Ragna M. Guðmundsdóttir stofnandi M/Studio_ og Björg Flygenring, Stragetic design, NY.

Laugardagur 29. ágúst

Pitch þjálfun - Kröftugar kynningar
Fyrirlesari: Svava Björk Ólafsdóttir, stofnandi RATA
Nýsköpunarferlið
Fyrirlesari Sunna Halla Einarsdóttir, fjármálastjóri Icelandic Startups

Saman gegn sóun

– Áskoranir og tækifæri í virðiskeðju textíls

Fyrirlesari: Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun

Sjálfbær hönnun frá hugmynd að framkvæmd

Fyrirlesari: Eva María Árnadóttir sviðsforseti arkitektúrs, hönnunar og myndlistar í Listaháskóla Íslands

 

Spjaraþonlagið

Vandræðaskáld syngja um textílvandann

 

Nýjar leiðir í fatahönnun

Sjálfbær hönnun og stafrænt handverk

Fyrirlesari: Björg Ingadóttir, hönnuður og framkvæmdastjóri Spakmannsspjara

Hönnunardrifin nýsköpun

— Frumgerðir & notendaprófanir

Fyrirlesarar: Ragna M. Guðmundsdóttir stofnandi M/Studio_ og Björg Flygenring, Stragetic design, NY

Pich þjálfun

— Kröftugar kynningar

Fyrirlesarai: Svava Björk Ólafsdóttir, stofnandi RATA

Nýsköpunarferlið

Fyrirlesarai: Sunna Halla Einarsdóttir, fjármálastjóri Icelandic Startups

Samstarfsaðilar

Listaháskóli Íslands
Rauði krossinn
Rauði krossinn
Háskólinn í Reykjavík
Listaháskóli Íslands
Rauði krossinn
Rauði krossinn