Matarsóunar- verkefni

Matarsóun er og hefur verið á dagskrá stjórnvalda um nokkra hríð. Á þessari síðu er gefið yfirlit yfir þessi verkefni.

„Matarsóun dregur ekki úr sjálfri sér“

Til þess að sporna gegn matarsóun þarf að ráðast í aðgerðir. Hér er farið gefið yfirlit yfir verkefni tengt matarsóun í nútíð, framtíð og fortíð. 

Saman gegn sóun

Umhverfis- og auðlindaráðherra ber að gefa út stefnu í úrgangsmálum tólfta hvert ár.  Nú er í gildi almenn stefna um úrgangsforvarnir 2016 – 2027 sem ber heitið „Saman gegn sóun“. Einn af áhersluflokkum þessarar stefnu er matarsóun og hvernig má sporna við henni. 

Saman gegn sóun

Almenn stefna um úrgangsforvarnir 2016 – 2027

Starfshópur um matarsóun 

Í júní 2020 birti starfshópur um matarsóun tillögur sínar um aðgerðir til að draga úr matarsóun.  Tillögurnar eru 24 talsins, annars vegar 14 aðgerðir sem stjórnvöld bera ábyrgð á og hins vegar 10 aðgerðir í höndum atvinnulífsins. Meðal aðgerða sem lagðar eru til er að stjórnvöld styðji betur við nýsköpun, standi að fræðslu og menntun um matarsóun, hvetji með hagrænum hætti til matarsóunnar forvarna, endurskoði regluverk og geri reglubundnar mælingar á matarsóun.

Hópurinn var skipaður af fulltrúum frá Matís, Neytendasamtökunum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum atvinnulífssin, Umhverfisstofnun, umhverfisverndarsamtökum, Samtökum atvinnulífsins, Bændasamtökum Íslands, Landssamtökum íslenskra stúdenta, Sambandi íslenskra framhaldsnema, Stúdentaráði Íslands og Ungum umhverfissinnum.

Skýrsla starfshóps gegn matarsóun

Tillögurnar eru í samráðsferli. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum sem bárust.

Sóknaráætlun í loftlagsmálum

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur veitti Umhverfisstofnun fjármagn árið 2015 til að vinna að átaki gegn matarsóun í samstarfi við fleiri aðila. Sóknaráætlun í loftslagsmálum var sett fram í aðdraganda 21. Parísarsáttmálans sem samþykktur var í kjölfar aðildaríkjaþings Sameinuðu þjóðanna í desember 2015 (COP21).

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (e. UNEP) gaf 2021 út nýja skýrslu sem leggur mat á umfang matarsóunnar á heimsvísu. Þeirra niðurstaða er að þetta skili sér í 8 – 10% af hnatrænni losun gróðurhúsalofttegunda sem undirstrikar mikilvægi þess að sporna við slíkri sóun. 

Sóknaráætlun í loftlagsmálum

Stöðuskýrsla um framgang verkefna

Starfshópur um matarsóun

Starfshópur um matarsóun var settur á fót haustið 2014 af umhverfis- og auðlindaráðherra til að móta tillögur um hvernig draga megi úr sóun matvæla. Hópurinn hittist í 11 skipti og á Degi umhverfisins í apríl 2015 skilaði hann af sér skýrslu með tillögum um hvernig draga megi úr sóun matvæla. 

Hópurinn var skipaður fulltrúum frá Bændasamtökum Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands, Landvernd, Matvælastofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum ferðaþjónustunnar, Samtökum iðnaðarins, Samtökum verslunar- og þjónustu, Umhverfisstofnun, og Vakandi. 

Matarsóun – tillögur til úrbóta

Starfshópur um matarsóun, apríl 2015

Zero waste

Matarsóunarverkefnið Zero Waste hófst á vormánuðum 2014 þegar styrkur fékkst frá Norrænu ráðherranefndinni. 

Hópurinn sem hlaut styrkinn samanstendur af Landvernd, Kvenfélagasambandi Íslands og Vakandi hreyfingunni ásamt tveimur norrænum samstarfsfélögum: Stop spild af mad hreyfingunni sem Selina Juul í Danmörku veitir forstöðu og Matvett í Noregi. 

Zero Waste verkefnið skiptist í 5 verkþætti:

1. Hátíðin Saman gegn matarsóun

Viðburðir um matarsóun. Haustið 2014 voru haldnir tveir stórir viðburðir á vegum verkefnisins. Hátíðin „Saman gegn matarsóun“ var haldin í Hörpu í september sem hluti af „United Against Foodwaste Norden“ átakinu en viðburðir undir þessu nafni voru haldnir í öllum Norðurlöndunum árið 2014. Meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni voru Selina Juul og Tristram Stuart, sem barist hafa gegn matarsóun í heimalöndum sínum, Danmörku og Bretlandi. Þessi viðburður sameinaði, í fyrsta sinn á Íslandi, aðila frá öllum stigum framleiðslu og neyslu þar sem áhersla var lögð á vitundarvakningu og að sameinast gegn matarsóun. Til að halda umræðunni áfram stóð verkefnið, í samstarfi við Norræna húsið, fyrir málstofu þann 25. nóvember 2014. Erlendir og íslenskir fyrirlesarar ræddu lausnir á matarsóun og sögðu frá árangri sínum á því sviði. Þessir viðburðir heppnuðust afar vel og sköpuðu miklar og góðar umræður.

2. Heimildamyndin useless

Heimildamyndin „Useless“ um matar- og tískusóun er klukkutíma löng heimildamynd þar sem Sigríður Halldórsdóttir, þáttastjórnandi, leiðir áhorfendur í gegnum gerðalag til að finna út af hverju við mannfólkið sóum svona miklu og er fókusinn settur og matar- og tískusóun. Myndin var frumsýnd vorið 2017. 

3. Rafræn uppskriftabók

Rafbók um matarsóun og hvernig elda má ‘gourmet’ máltíðir úr afgöngum. Uppskriftirnar sem komu til og fleiri má finna hér

4. Námskeiðið Eldað úr öllu

Eldað úr öllu námskeið um eldamennsku úr afgöngum skipulögð af Kvenfélögunum og Dóru Svavarsdóttur matreiðslumeistara. Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari, hélt 15 námskeið og ýmsa aðra viðburði sem tengdust matarsóun á Íslandi árin 2014-15. Um 300 manns tóku beinan þátt í þessum viðburðum og tveir stórir viðburðir í maí og ágúst 2015 náðu til mörg þúsund manns (sjá lista fyrir námskeið og viðburði að neðan). Dóra fékk mest af hráefninu fyrir námskeiðin hjá Frú laugu, en þetta var ýmiss matur sem var við það að renna út. Námskeiðin skiptust í tvo hluta. Fyrst hélt Dóra almenna kynningu á mat og matarsóun og af hverju það er nauðsynlegt að koma í veg fyrir hana. Hún talaði um hvar matarsóun á sér stað og leiðir til að koma í veg fyrir sóun. Þátttakendur voru hvattir til að spyrja spurninga og oft mynduðust líflegar umræður. Í seinni hluta námskeiðsins var farið yfir í eldhúsið og alls konar réttir útbúnir undir handleiðslu Dóru. Oft þurfti að skipta út matvælum því réttu innihaldsefni uppskriftanna voru kannski ekki til. Með þessu móti lærðu þátttakendur að búa til nýjar uppskriftir og fá tilfinningu fyrir því hvaða matvæli henta í staðinn fyrir það sem vantar.  

5. Kennslumyndbönd

Myndbönd um matarsóun sem dreift er á netinu. Tólf stutt myndbönd með Dóru Svavarsdóttur matreiðslumeistara voru gerð þar sem hún sýnir handbrögð í eldhúsinu sem hjálpa til við að koma í veg fyrir matarsóun. Hugmyndafræðin er svipuð og á námskeiðunum Eldað úr öllu. Þessi myndvönd voru einnig útbúin með dönskum og norskum texta og hefur verið komið í dreifingu í öllum samstarfslöndunum. Myndband var einnig gert á eyjunni Samsö í Danmörku þar sem viðtal er tekið við veitingahúsaeiganda sem gerir allt sem hún getur til að koma í veg fyrir matarsóun. Tvö jólamyndbönd voru gerð með frú Kitschfríði þar sem viðfangsefnin voru matarsóun á jólahlaðborðum og hvernig má endurnýta afgangana af jólamatnum. Frú Kitschfríður er skálduð persóna leikin af Sigríði Ástu Árnadóttur sem fer ótroðnar slóðir.  

Herferðir gegn matarsóun

Erlendis hefur verið farið í hinar ýmsu herferðir gegn matarsóun sem hægt er að læra ýmislegt af. Hér fyrir neðan eru tenglar fyrir þá sem vilja fræðast meira.

Stop spild af mad

Dönsk samtök gegn matarsóun

Think, eat, save

Samstarf FAO, UNEP og Messe dusseldorf

Matsvinnet

Sænsk samtök gegn matarsóun

Safe food

Samstarf FAO, UNEP, Messe Dusseldorf og Interpack

Love food, hate waste

Breskt átak gegn matarsóun

Sustainable management of food

Átak EPA í Bandaríkjunum

I love leftovers

Bandarísk herferð sem hjálpar fólki að elska afganga

The pig idea

Herferð um nýtingu úrgangs sem fæðu fyrir svín

Feedback

Alþjóðlegt átak gegn matarsóun