Rannsóknir

Matarsóun á Íslandi er sambærileg því sem gerist í öðrum löndum Evrópu. Umhverfisstofnun hefur framkvæmt mælingar á umfangi matarsóunar þrisvar sinnum.

Umfang matarsóunar 2022

Matarsóun á Íslandi jafngildir um 160 kílóum á hvern íbúa á ári. Tæpur helmingur allrar matarsóunar á sér stað í frumframleiðslu matvæla en um 40% á heimilum. Mælingarnar náðu yfir alla hlekki virðiskeðjunnar, þ.e.a.s. frumframleiðslu, vinnslu, framleiðslu, dreifingu og smásölu matvæla, veitingahús, matarþjónustu og heimili. Niðurstöðurnar sýna að matarsóun er fyrst og fremst í frumframleiðslu annars vegar og hins vegar á heimilum.

Matarsóun í frumframleiðslu skýrist fyrst og fremst af umfangsmiklum sjávarútvegi, en þar hefur framleiðslumagnið mest að segja á meðan nýtingin virðist vera góð. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að matarsóun á heimilum hafi ekki aukist frá mælingum árin 2016 og 2019 heldur hafi nokkurn veginn staðið í stað. Erfitt er hins vegar að alhæfa um breytingarnar milli ára þar sem um breytta aðferðafræði er að ræða.

Hlekkur virðiskeðju

Matarsóun á mann 2022 (kg)

Matarsóun 2022 (tonn)

Frumframleiðsla

77,2

29.060

Vinnsla og framleiðsla

4,2

1.590

Dreifing og smásala

5,1

1.930

Veitingahús og matarþjónusta

10,3

3.860

Heimili

63,2

23.780

Samtals

160

60.220

Aðferðarfræði

Mælingar Umhverfisstofnunar fylgja sameiginlegri aðferðafræði Evrópusambandsins við mælingu á matarsóun sem lögð var fram í framkvæmdarákvörðun nr. 2019/1597 og var nánar útfærð í framkvæmdarákvörðun 2019/2000. Sameiginlega aðferðarfræðin er sett fram til að hægt sé að bera saman stöðuna milli ríkja Evrópu og er niðurstöðum skilað til Hagfræðistofnun ESB (Eurostat). Samkvæmt regluverki um skýrslugjöf ríkja um matarsóun verður rannsóknin notuð til að áætla matarsóun á næstu árum, en aðferðarfræðin kveður á um að framkvæma þurfi umfangsmiklar rannsóknir á fjögurra ára fresti.

Rannsóknin náði yfir matvæli á öllum stigum virðiskeðjunnar. Mælingarnar ná yfir allan ætan hluta matvæla en einnig yfir óætan hluta matvæla sem er ekki skilinn frá æta hlutanum í framleiðslu eins og bein sem er selt með kjöti eða börkur utan um ávexti. Mælingarnar innihalda þess vegna bæði ætan og óætan hluta matar.

Sameiginlega aðferðafræði Evrópusambandsins mælir ekki matarsóun í vökvaformi vegna erfiðleika við að samræma þær mælingar á milli landa. Drykkjarvörur, matarolíur og öðrum matvælum sem hellt er niður eru þess vegna ekki taldar með í þessum tölum þótt ekki sé síður mikilvægt að lágmarka þá sóun.

Matarsóun í framleiðslu og vinnslu mjólkurvara, olíuræktun og sóun á kaffihúsum, krám og dansstöðum var heldur ekki mæld. Sóun á vörum sem ekki eru orðnar að matvælum í skilningi reglugerðar EC 178/2002 eru heldur ekki taldar til matarsóunar. Mælingarnar ná þess vegna ekki utan um dýrafóður, tap á búfénaði og eldisfiski fyrir slátrun, óveiddan fisk, matjurtir fyrir uppskeru, lyf, tóbaksvörur og vímuefni.

Svörun og óvissuþættir

Það er eðlilegt að óvissuþættir séu til staðar í mælingum sem ná yfir öll stig virðiskeðjunnar. Uppreikna þarf svör fyrirtækja í könnuninni út frá framleiðslutölum eða stöðugildum. Í sumum atvinnugreinum bárust fá, eða engin svör og í þeim tilvikum þarf að nota staðgengilsgögn. Starfsemi fyrirtækja getur einnig verið skráð á fleiri en eitt númer í íslensku atvinnugreinaflokkuninni (ÍSAT) og einhver fyrirtæki gætu verið skráð á röng númer sem hvort tveggja skekkir niðurstöðurnar.

Nokkur breytileiki gat verið í svörum fyrirtækja í líkri starfsemi sem gefur til kynna að fyrirtæki standi misvel þegar kemur að matarsóun og víða megi finna tækifæri til framfara.

Fyrsta skrefið í reglulegum mælingum

Rannsóknin árið 2022 var stórt skref í átt að því að uppfylla lagalega skuldbindingu Íslands til að mæla matarsóun og skila skýrslu þar um til Evrópusambandsins. Samkvæmt regluverki um skýrslugjöf ríkja um matarsóun verður rannsóknin notuð til að áætla matarsóun á næstu árum, en aðferðarfræðin kveður á um að framkvæma þurfi umfangsmiklar rannsóknir á fjögurra ára fresti.

Matarsóun 2019

Tölfræðiskýrsla um niðurstöður rannsóknar á umfangi matarsóunar 2019.

Matarsóun 2016

Tölfræðiskýrsla um niðurstöður rannsóknar á umfangi matarsóunar 2016.

Viðhorf til matarsóunar

Þrjár viðhorfskannanir hafa verið gerðar af Maskínu fyrir hönd Umhverfisstofnunar árið 2015, 2017 og 2021. Fleiri en þúsund þátttakendur voru spurðir í hvert sinn og byggir á tilviljunarúrtaki úr Þjóðskrá og svörin eru svo viktuð til að endurspegla þjóðina útfrá kyni, aldri og búsetu.

20 mín - Meðal notkunartími plastpoka

Reyna að lágmarka matarsóun

Losun

%

Fleiri draga úr matarsóun umhverfisins vegna núna en 2015

35% - Endurvinnsla á umbúðaplasti á Íslandi síðustu ár

Telja að umræða um matarsóun hafi aukist

2021

Könnun á viðhorfi til matarsóunar

2017

Könnun á viðhorfi til matarsóunar

2015

Könnun á viðhorfi til matarsóunar

Ítarefni og rannsóknir

Skýrsla UNEP

Food waste index report 2021

Skýrsla FAO

Áhrif matarsóunar á náttúruauðlindir

Bandarísk skýrsla

Skýrsla um matarsóun í Bandaríkjunum

Leiðbeiningar ESB

Leiðbeiningar ESB um mælingar á matarsóun

Leiðbeiningar um mælingar

Gefnar út af félagasamtökunum WRAP

Norsk skýrsla

Leiðbeiningar fyrir kortlagningu
matarsóun í veitingageiranum

Forrannsókn um matarsóun

Forrannsókn Landverndar á matarsóun heimila í Reykjvík