Ferðaþjónusta

Góð ráð fyrir ferðaþjónustufyrirtæki 

Hreint Ísland

Íslensk ferðaþjónusta á mikið undir ósnortinni náttúru og hreinni ímynd Íslands. Það er því mikilvægt fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu að gera sitt besta til að lágmarka plastnotkun og -mengun og fræða ferðamenn um leiðir til að gera slíkt hið sama.

 

  Ábyrg plastnotkun í ferðaþjónustu

Draga úr plastnotkun

Umhverfisvottun

Kranavatn

Draga úr plastnotkun

Öll fyrirtæki geta dregið úr plastnotkun sinni og hugsað samband sitt við plast upp á nýtt. Til að hefja vegferðina í átt að ábyrgari plastnotkun er nærtækast að fara vel yfir öll innkaup, setja upp skilvirka flokkunaraðstöðu og fræða starfsfólk og ferðamenn. Helstu upplýsingar um hvernig draga má úr plastnotkun á vinnustaðnum er að finna hér.

Umhverfisvottun

Umhverfisvottanir á borð við Svaninn, Evrópublómið og Bláa engilinn hafa það að markmiði að draga úr umhverfisáhrifum af vörum eða þjónustu og auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni kosti.

Undanfarin ár hefur verið mikill uppgangur í Svansvottaðari þjónustu hér á Íslandi en dæmi um ferðaþjónustufyrirtæki sem geta fengið slíka vottun eru hótel, veitingastaðir og ráðstefnurýmiSvansvottun er markviss leið til að tryggja árangur í umhverfismálum og skapa sér sérstöðu á samkeppnismarkaði.

    Kranavatn

    Umhverfisstofnun og Íslandsstofa hrintu af stað herferð árið 2019 undir merkjum Inspired by Iceland sem hvetur ferðamenn til að draga úr plastnotkun og drekka kranavatn á ferð sinni um landið. Áhersla er lögð á að kynna íslenska vatnið sem lúxusvöru undir heitinu „Kranavatn” sem finna má ókeypis í næsta krana um allt land.

    Í könnun sem framkvæmd var meðal 16.000 manns í Norður-Ameríku og Evrópu sögðust 65% aðspurðra nota meira af plastflöskum á ferðalögum heldur en heima hjá sér. Aðspurð um meginástæður þess nefndu 70% órökstuddan ótta við kranavatn og 19% nefndu þægindi.

    Í Kranavatnsherferðinni er skorað á ferðamenn að breyta þessu mynstri og drekka vatn beint af krana þegar þeir ferðast um Ísland og fylla á endurnýjanleg ílát í stað þess að kaupa vatn á plastflöskum.

    Ferðaþjónustufyrirtæki geta lagt sitt af mörkum til að fræða ferðamenn um kosti kranavatnsins og þá óþarfa sóun sem vatn í einnota flöskum er hér á Íslandi.

    ferðamanna nota meira af plastflöskum á ferðalögum